Fréttablaðið - 11.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.03.2017, Blaðsíða 18
Einherjar mæta þýskum tröllum í Kórnum í kvöld Klárir í slaginn Bergþór Phillip Pálsson og Ingi Þór Kristjánsson verða í eldlínunni þegar Einherjar, eina íslenska liðið sem æfir og keppir í amer- ískum fótbolta, mætir Starnberg Argonauts í Kórnum í kvöld. Þjóðverjarnir æfðu á ÍR-vellinum í Breiðholti í gær en Starnberg spilar í fimmtu efstu deild í Þýskalandi þar sem áhuginn fyrir íþróttinni er mikill. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Fréttablaðið/eyþór elías tekur við haukum elías már halldórsson, fyrirliði karlaliðs hauka í handbolta, tekur við kvenna- liði félags- ins af Óskari Ármannssyni eftir tíma- bilið. elías már, sem er 34 ára, hefur verið lengi í herbúðum hauka og unnið fjölda titla með hafnarfjarðarliðinu, þ. á m. fimm íslandsmeistaratitla. elías már hefur starfað við þjálfun síðustu ár. hann er þjálfari 2. flokks karla hjá haukum auk þess að starfa á afrekslínu félagsins. haukar sitja í 3. sæti Olís-deildar kvenna. hauka- konur mæta Gróttu í dag. hafnaði sæti í stjÓrn fifa Geir Þorsteinsson, fyrrverandi for- maður ksí, hafnaði því að taka sæti í stjórn fifa, alþjóðaknatt- spyrnusam- bandsins. Geir var öruggur með sæti í stjórn fifa, sem einn af fimm fulltrúum uefa, knattspyrnu- sambands evrópu. Ástæðan fyrir ákvörðun Geirs er breytingartil- laga sem uefa lagði til á stjórnar- fundi. hún kveður á um að aðeins formenn, varaformenn og fram- kvæmdastjórar knattspyrnusam- banda geti boðið sig fram í stjórn fifa. í dag er mánuður síðan Geir lét af störfum sem formaður ksí. tveir skaGamenn leGGja skÓna Á hilluna Ármann smári Björnsson, fyrir- liði ía, hefur lagt skóna á hilluna. Ármann, sem er 36 ára, sleit hásin undir lok síðasta tímabils sem reyndist hans síðasta. Ármann, sem lék sex a-landsleiki, gekk í raðir ía 2012 og lék alls 169 fyrir akranesliðið og skoraði 11 mörk. Áður lék Ármann með sindra, val, fh og sem atvinnumaður í noregi og englandi. Þá hefur skoski miðjumaður- inn iain Williamson einnig lagt skóna á hilluna, aðeins 29 ára, vegna þrá- látra meiðsla í mjöðm. auk ía lék William- son með Grindavík, val og víkingi r. hér á landi. 1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r18 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð sport HanDBoLti eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. sjómannaverkfallið að baki, loðnu- vertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „stemningin í eyjum er mjög góð. menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði arnar Pétursson, þjálfari íBv-liðsins, í viðtali í akra- borginni. eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar magnússon yfirgaf vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís- deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir hm-frí og arnar Péturs- son er kominn með sína menn inn í íslandsmeistaraumræðuna á ný. eyjamenn voru stórtækir á leik- mannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði sigurberg sveinsson og róbert aron hostert úr atvinnu- mennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. við vorum að glíma við ákveð- in vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þó að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um róbert aron (hostert), stephen niel- sen, sindra haralds og agnar smára (jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði arnar. eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en íBv í töflunni. eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heima- sigri á fh á fimmtudagskvöldið. fh-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið íBv-liðið í tvígang fyrir áramót. „mér finnst ólíklegt að haukarnir tapi mörgum stigum. við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslita- keppnina,“ sagði arnar. margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið hauka kemur í heimsókn út í eyjar. stelpurnar í eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn hrafnhildar skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en stein- lágu með sex marka mun úti í eyjum. kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja framkon- ur í safamýrina en framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslita- keppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf íBv-liðið á hverju stigi að halda. eyja- konur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið. ooj@frettabladid.is Sjómennskan og handboltinn blómstra í Eyjum á nýja árinu Bæði handboltalið Eyjamanna hafa byrjað árið 2017 mjög vel og það er mikill munur á gengi liðanna eftir áramót. „Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðsins. Um helgina Stöð 2 Sport: l 12.05 Middlesb.-Man. City Sport l 14.25 bayern-Frankfurt. Sport 2 l 14.25 Hertha-Dortmund Sport 3 l 17.20 arsenal- lincoln Sport l 18.00 Valspar champ. Golfstöðin l 19.50 einherjar-argonauts Sport S 13.50 tottenham-Millwall Sport S 15.10 Deport.-barcelona Sport 3 S 15.50 liverpool-burnley Sport 2 S 17.00 Valspar champ. Golfstöðin S 19.40 r. Madrid-betis Sport Frumsýningar á leikjum: l 17.25 b’mouth-W. Ham Sport 2 l 19.05 Hull - Swansea Sport 2 l 20.45 everton - Wba Sport 2 Olís-deild karla: l 17.00 akureyri - Valur KA-hús l 17.00 Haukar - Grótta Ásvellir Olís-deild kvenna: l 13.30 Stjarnan - Fylkir Mýrin l 13.30 Fram - ÍbV Safamýri l 14.00 Selfoss - Valur Selfoss l 15.00 Haukar - Grótta Ásvellir ✿ nýtt og betra handboltaár í Eyjum Hlutfall stiga í húsi á þessu tímabili fyrir og eftir áramót 50% 92% 40% 64% 46% 77% Karlaliðið KVennaliðiðbæði liðin 2016 2016 20162017 2017 2017 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -A 4 0 0 1 C 6 C -A 2 C 4 1 C 6 C -A 1 8 8 1 C 6 C -A 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.