Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 4
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 KOMDU OG PRUFAÐU FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR OPIÐ Í DAG LAUGARDAG 12 - 16 Stjórnmál Brýnt er að fara tafar- laust í frekari uppbyggingu hjúkr- unarrýma í Reykjavík til að mæta brýnni þörf og framtíðarþörf. Þetta kemur fram í bréfi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi Óttari Proppé heilbrigðisráðherra í byrjun mars. Dagur segir borgina hafa lóðir til reiðu fyrir byggingu hjúkrunar- heimila og fyrir viðbyggingarmögu- leika. Dagur leggur til að settur verði á fót sameiginlegur starfshópur til að meta þróun og þjónustuþyngd til framtíðar og hvernig hægt sé að bregðast við. Dagur segir að ekki  hafi verið opnuð ný hjúkrunarrými í borg- inni síðan 2010 þegar Mörkin tók til starfa. Þó sé búið að samþykkja byggingu 105 rýma hjúkrunarheim- ilis við Sléttuveg sem ráðgert er að opna árið 2019. Kostnaður, beinn og óbeinn, vegna fráflæðisvanda LSH sé 4,5 milljarðar á ári miðað við árið 2015. Sé kostnaður við að hafa sjúklinga inniliggjandi á deildum LSH í bið eftir hjúkrunarrými dreg- inn frá kostnaði við að hafa þessa sömu sjúklinga á hjúkrunarheimili fáist samfélagskostnaður upp á 3,4 milljarða. Vitnar Dagur í tölur frá Hagfræðideild HÍ. „Í núverandi stöðu er brýn þörf fyrir hendi og samfélagslegur kostn- aður vegna fráflæðisvanda LHS er mikill. Ákvarðanir um næstu skref og uppbyggingu úrræða geta ekki beðið að mati borgarinnar,“ segir í bréfinu. Hægt væri að nýta þessa 3,4 milljarða betur og leggur Dagur til þrjár hugmyndir. Sú fyrsta er upp- bygging hjúkrunarheimila. Lóð sé tilbúin norðan við Borgarholtsskóla og hefur Hjúkrunarheimilið Eir/ Skjól lýst yfir áhuga á að reka það með 120-150 rýmum. Viðbótarrými og ný rými við Sóltún gætu verið alls 107. Þá sé Skógarbær reiðbúinn að fjölga rýmum um 30-40. Þessi 280 rými myndu kosta 2,4 milljarða á ári. Þá bendir Dagur á sérhæfða þjón- ustu við aldraða í heimahúsi, 80 ára og eldri. Kostnaðurinn er metinn 8,5 milljónir á einstakling en dvöl á hjúkrunarheimili kostar 9,9 millj- ónir og er ekki byggingarkostnaður eða leiga inni í tölunum. Að síðustu bendir Dagur á að framlag til heimahjúkrunar hafi staðið í stað síðan borgin tók við henni árið 2009. Í bréfinu bendir Dagur á að samkvæmt greiningu efnahagssviðs SA hafi Norðurlönd- in síðustu ár lagt aukna áherslu á að færa öldrunarþjónustu og aðra langtímaumönnun yfir í minna fjár- frek úrræði eins og heimahjúkrun. Ísland sé ekki að taka þátt í þeirri þróun. benediktboas@365.is Borgarstjóri kynnir lausnir fyrir heilbrigðisráðherra Í bréfi Dags. B Eggertssonar til Óttars Proppé kynnir borgarstjóri hvernig hægt væri að nýta þá 3,4 milljarða sem falla á samfélagið á ári vegna fráflæðisvanda LSH. Þá bendir hann heilbrigðisráðherra á að ákvarðanir um næstu skref og uppbyggingu úrræða geti ekki beðið. Engin ný hjúkrunarrými opnuð frá árinu 2010. 24.109 manns komu á Vog til meðferðar á árunum 1977 til 2015. tölur vikunnar 05.03.2017 – 11.03.2017 7 90%gerenda í ofbeldismálum í miðborginni eru karlmenn og um 80% brotaþola. 50 stöðugildi sálfræðinga eru á Land- spítalanum í heild. 33 kílómetrar af þjóðvegi 1 eru enn ómalbikaðir. 2 líkamsárásir í Mjódd voru kærðar til lögreglunnar á fimm dögum. 9% aukning var á umferð á Íslandi í fyrra. 173 hafa í vetur legið á Landspítalanum vegna flensu. manns hafa látist í fangelsum landsins frá árinu 2001, þar af frömdu fimm sjálfsvíg. Fráflæðisvandi LSH er mikill. Kostnaður, beinn og óbeinn, vegna hans er 4,5 milljarðar á ári. FréttabLaðið/ViLHeLm Ákvarðanir um næstu skref og uppbyggingu úrræða geta ekki beðið að mati borgar- innar. Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri Betri nýting á 3,4 millj- örðum – hugmyndir Dags B. Eggertssonar 1. Fjölga hjúkrunarrýmum um 280. Kostnaðurinn væri 2,7 milljarðar. 2. Sérhæfðari heimaþjónustu fyrir 100 einstaklinga. Kostn- aður: 850 milljónir. 3. Aukið fé í heimahjúkrun sem myndi þjónusta 4.800 manns. Kostnaður: 1,4 milljarðar. Þrjú í fréttum EM-brons, þensla og samgöngur Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona tryggði sér brons í 800 metra hlaupi kvenna á EM inn- anhúss í Belgrad í Serbíu. Aníta var með besta tímann í undanrásum og næstbesta tímann í undanúrslitum. „Ég er hrikalega kát með þetta,“ sagði Aníta að loknu mótinu. Aníta, sem hefur dvalið í Hollandi stærstan hluta vetrarins, kom heim til vikudvalar til að safna kröftum. Í apríl fer hún í æfingabúðir í Bandaríkjunum. Lars Christensen fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank segir nýjustu hagvaxtartölur hér ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ sagði Lars sem fagnar hugmyndum um auðlindasjóð. Svavar Pétur Eysteinsson bóndi á Karlsstöðum í Berufirði var einn skipuleggjenda mótmæla gegn niðurskurði á samgönguáætlun. Hann sagði óboðlegt að fresta ætti mal- bikun á þjóðvegi eitt við Beru- fjarðarbotn. Svavar Pétur sagði þrjú dekk hafa farið hjá honum og konu hans á einni viku í fyrrasumar. Það væri of mikið. Því fylgdi kostnaður, tími, óþægindi og vesen. 1 1 . m a r S 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -A D E 0 1 C 6 C -A C A 4 1 C 6 C -A B 6 8 1 C 6 C -A A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.