Lystræninginn - 01.04.1978, Side 3

Lystræninginn - 01.04.1978, Side 3
TIL LESENDA Þetta tölublað Lystræningjans er íllmusett og því vandaðra á ytra borði en fyrri blöð. Filmusetning eykur útgáfukostnað nokkuð en hann var ærinn fyrir. Póstgjöld hafa margfaldast og svo má lengi telja. Því neyðumst við tilað hækka áskriftargjaldið í 3000 krónur fyrir árið 1978. Semsagt; að fá Lystræningjann Ijórum sinnum í heimsókn á ári kostar jafnmikjð og að skreppa tvisvar í leikhús. Ljóðabækur þær er við gáfum út á síðasta ári hafa selst sæmilega. Við höfum því ákveðið að halda áfram útgáfu ljóðabókaílokks Lystræningj- ans og gefa út tvær ljóðabækur árlega. A þessu ári gefum við út nýjar ljóðabækur eftir Jón frá Pálm- holti og Jónas Svafár. Fyrsta útgáfa þeirra verður árituð og tölusett og prentuð í 150 eintökum. Þeir sem þess óska geta gerst ákskrifendur að ljóða- bókaflokk Lystræningjans en lítið er eftir af fyrstu úts^áfu fyrri bóka ílokksins. I þessum mánuði mun fyrsta leikrit í leikrita- safni Lystræningjans koma út. Er það Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson. Ætlunin er að gefa eitt leikrit í þessum llokki út árlega og geta menn gerst ákskrif- endur að flokknum og fá þá leikritin tölusett og árituð. Ársrit okkar um erótískar bókmenntir kemur út í byrjun júní og skiptist í þrjá meginkafla: nýbók- menntir íslenskar, nýbókmenntir erlendar (banda- rískar að þessu sinni) og sígildar erótískar bók- menntir (austurlenskar að þessu sinni). Við höfum fullan hug á að gefa út fleiri ársrit, þarsem hægt er að fjalla rækilegar um ólík efni en í tímariti ogværi £*ott að fá ábendingar frá lesendum um efnisflokka. Ársrit þessi verða kiljur í helmingi minna broti en Lystræninginn. Lystræninginn flytur nú inn hljómplötur frá SteepleChase í samvinnu við annan aðila. Bjóðum við áskrifendum okkar hljómplötur á heildsölu- verði. Vonandi getum við boðið uppá íjölbreytt- ara úrval tónlistar í framtíðinni en þetta er þó byrjunin. Og að lokum: greiðið áskriftargjaldið sem fyrst, íjárhagur blaðsins er þröngur en mikið útgáfustarf framundan. LYSTRÆNINGINN 9. hefti, apríl 1978. RITSTJÓRN: Ólafur Ormsson Vernharður Linnet (ábm.) Þorsteinn Marelsson UPPSETNING: Margrét Aðalsteinsdóttir PRÓF ARK ALESTUR: Ingis Ingason FORSÍÐA: Forsíðumynd ARONSKAN eftir Valdísi Óskarsdóttur. FILMUSETNING: Prentsmiðja Arna Valdemarssonar hf. FILMUGERÐ: Prentþjónustan hf. PRENTUN OG BÓKBAND: Hólar hf. Gerist áskrifendur að Lystræningjanum. Áskriftar- gjald fyrir 4 hefti eru 3000 krónur, þeir er gerast vilja áskrifendur að blaðinu eða fá efni birt hringið í eitthvert þessara símanúmera: 91-25753 (Ólafur), ðl-71060 (Þorsteinn) 99-3733 (Vernharður) eða skrifið blaðinu: Lystræninginn - Pósthólf 104-815 Þorlákshöfn. Ritstjórn. 3 L

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.