Lystræninginn - 01.04.1978, Qupperneq 17

Lystræninginn - 01.04.1978, Qupperneq 17
Öll völd til ráðanna! Hungruðum brauð! Bændunum land! Fólkinu frið! Öll völd til ráðanna! Haust fullt af rigningu, eðjan berst með vinnuskóm inn í salarkynni ballerínunnar, haust, litríkir hattar heíðarkvenna á flögri, fallandi lauf, eðjan berst með vinnuskóm inn í skólastofur stássmeyja, haust fullt af rigningu, fullt af væntanlegum veruleika kringum blágyllt hvolfþök klaustranna, kringum síðustu dansspor ballerínunnar, ráðherrar í stúkum, fólkið milli verksmiðjunnar og götunnar, haust, ljósakrónurnar í Vetrarhöllinni eru þungar, Ijósin slokkna eitt af öðru, í djúpum hægindastólum eru ráðherrar, gluggatjöldin eru þykk, þjónarnir teinréttir, gipsstyttur á hillum, hásætið autt, þjónarnir teinréttir, keisarinn að baki, sósíal- demókratar í hægindastólum, verkafólkið í þröngum götum fullum af lífl og kolsvartri rigningu og kröfum um brauð og frið. Vonin úrelt, göturnar harðar, hermennirnir undir vopnum í herbúðum milli byltingar og gagnbyltingar, göturnar harðar, gluggatjöldin þykk milli fólksins og fortíðar, í eyðisölum keisarans eru flöktandi skuggar af ráðherrum milli kertaljósa - 17

x

Lystræninginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.