Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 28

Lystræninginn - 01.04.1978, Blaðsíða 28
Vernharður Linnet STEEPLECHASE NILS WINTHERS Þegar tríó Horace Parlans var hér á ferð í febrúar sl. var Nils Winther í fylgd með þeim. Svo samdist að Lystræninginn tæki að sér dreifingu á hljóm- plötum SteepleChase á Islandi. Nils Winther hefur rekið hljómplötuútgáfuna SteepleChase í fimm ár og gefið út nálægt hundrað hljómplötur. Meðal þeirra er leikið hafa inná plötur fyrir SteepleChase eru Anthony Braxton, Stan Getz, Dexter Gordon, Niels-Henning 0rsted Pedersen, Archie Shepp og Ben Webster. Undirritaður átti tal við Nils Winther meðan hann dvaldi hér á landi. - Hversvegna stofnaðir þú SteepIeChase? - Á námsárum mínum, ég var að læra norrænu, fékk ég leyfi tilað hljóðrita á gamla Montmatre. Eg hafði fiktað við þetta í Qögur ár þegar Jackie McLean heyrði upptöku á kvartett sínum hjá mér. Af hverju gefurðu þetta ekki út? Þetta er stórfínt, sagði hann. Eg gaf plötu með Jackie McLean út. Síðan kom dúettplata Niels-Hennings og Kenny Drew; metsöluplata. Smám saman varð þetta svo viðamikið að ég varð að hætta öðrum störfum. - Hvernig velurðu þá tónlist sem þú tekur upp? - Eg gef aðeins út það sem ég hef gaman af. - Einsog Norman Granz? - Norman hefur ekki gaman að neinu nema djammsessjónum. - Þú gefur út mjög fjölbreytilega tónlist. - Er það? Fyrir mér er tónlist Duke Jordans og Walt Dickersons sama tónlistin. Góð tónlist. Eru margir tónlistarmenn á föstum samningi við SteepleChase? - Nokkrin Duke Jordan, Horace Parlan, Niels- Henning, Walt Dickerson, Frank Strozier og Monnette Sudler. Eg hef haft aðra á samning ss. Dexter Gordon og Ken Mclntyre. - Hve langan tíma tekur þig að hljóðrita djass- plötu? - Það er misjafnt. Duke Jordan er 3-6 tíma að hljóðrita plötu. Niels-Henning minnst 2 daga en Walt Dickerson 1 tíma. Lengstan tíma tók að hljóð- rita plötu Dexters: More Than You Know, þarsem hann lék með stórri hljómsveit undir stjórn Palle Mikkelborgs, 4 daga. Lee Konitz og Red Mitchel voru stanslaust að í 26 tíma er þeir hljóðrituðu dúettplötu sína: I Concentrate On You. - Hvernig gengur að selja plöturnar? - Það er öruggur markaður fyrir þann djass sem ég gef út, ekki mjög stór að vísu. Eg sel aðeins 5% af plötum mínum í Danmörku, mest sel ég í Japan. Eg Anthony Braxton & Teta Montolú IN THE THADITION Vol. 1 SCS-1015 Drew'N -H CreleO Pederjen Kenni DuO SCS-1 Dexter Gordon Quartct Bouncin’ with Dex UVE AT MONTMARTRE Stan Getz Cuartel LIVE AT MONTMAHTHE SCS-1073/74 (DouDle LP) Ben Webster Quartet MY MAN Quartet fór ekki útí þetta tilað græða peninga en fyrirtækið ber sig. - Hvað er framundan í útgáfunni? - Héðan held ég með tríó Horace Parlans til Osló þarsem við hljóðritum plötu með nýrri aðferð. í stað þess að taka tónlistina uppá segulband er hún leikin beint inná frumplötuna og pressað af henni. Skylt gömlu aðferðinni sem King Oliver varð að notast við. Aðferð þessi er mun dýrari en tóngæðin verða mun betri en áður. - Ég hef í hyggju að gefa nokkuð út af eldra efni sem ég á m.a. með Bud Powell og Dextor Gordon. I mars held ég til Bandaríkjanna að hljóðrita nokkrar plötur, þar eru margir framúrskarandi tónlistarmenn sem ekki hafa verið hljóðritaðir eða hafa fallið í gleymsku. Ég mun t.d. hljóðrita trompetleikarann Louis Smith sem ekki hefur gefið út plötu síðan 1958. 28

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.