Lystræninginn - 01.06.1982, Page 13

Lystræninginn - 01.06.1982, Page 13
JÓN: Það verður farið á fleiri en einn. STEFAN: Þetta er hérna í pésanum. NÍNA: Ég hlakka til að sjá spanska dansa. Það er geysilegt temperament í þeim. STELLA: Geysilegt temperament. Þeir fara alveg inní mig. NINA: Eg ætla að sýna þér kastaníetturnar sem ég keypti. Sérðu. STELLA: Það eru fallegar myndir á þeim — dansarar. NINA: Það væri gaman að kunna að nota þær. STEFAN: Er ekki gert einhvern veginn svona. STELLA: Hvernig er nú gert? Það er einhvern veginn svona. NÍNA: Þú getur þetta. STELLA: Ég kann þetta ekki. STEFÁN: Já, dansaðu. Ég ætla að filma. STELLA: Þetta er ómögulegt hjá mér. STEFÁN: Haltu áfram. NÍNA: Þetta er flott. Jón tekur mynd. STELLA: htettir Það er ekkert auðvelt að nota kastaní- ettur. STEFÁN: Það hlýtur að þurfa mikla æfingu. NÍNA: Áreiðanlega. STEFÁN: Þú hefur myndavélina með þér? JÓN: Ég skil hana aldrei við mig. STEFÁN: Það væri gaman að kvikmynda dansana. NINA: Ég sé eftir að hafa ekki farið í annan kjól. STELLA: Varstu að hugsa um það? STEFÁN: Ég veit bara ekki hvort ég hef nóga filmu. NINA: Ég var að hugsa um að fara í þennan. STELLA: Þessi er ægilega smart, af hverju ferðu ekki í hann? NINA: Ég held ég geri það bara. STEFÁN: Ætlarðu að fara að skipta um kjól núna? NÍNA: Því ekki? STELLA: Er það ekki í lagi ef hana langar til þess? STEFÁN: En hégómaskapurinn! JÓN: Þetta kvenfólk! STELLA: Þið segið alltaf: þetta kvenfólk! En þessir karlmenn! NÍNA: Ég segi það nú líka: Þessir karlmenn! NÍNA: Stella komdu með. þær Jara inná bað. JÓN: Það er vaxandi tungl. STEFÁN: Er það? Ég man aldrei hvenær tungl er vax- andi og hvenær minnkandi. JÓN: Ef hvilft er í það vinstra megin þá er það vaxandi og öfugt. STEFÁN: Já, það er þannig. JÓN: Það er ágætt að muna það með því að rétta út hendurnar. Ef hægri lófinn fellur að boglínu tunglsins, þá er það vaxandi. Ef vinstri lófinn fellur að boglínu tungls- ins þá er það minnkandi. — Sérðu. — Hægri lófinn fellur að boglínunni. STEFÁN: Já, svona. — Nú ætti ég að muna þetta. — Það er gaman að sitja á svölunum á kvöldin. JÓN: Ég nýt þess alveg. Þá finnst mér skemmtilegast að horfa yfir ströndina. STEFÁN: Þá er líka svo mikil kyrrð yfir öllu. Þeirjara útá svalir. Konumar koma ajbaðinu. NINA: Ég ætla að vera með armbandið sem ég keypti. STELLA: Mér finnst það agalega fallegt. NÍNA: Ég veit ekkert hvort það er ekta. Fararstjórinn varaði okkur við þessum götusölum. STELLA: Ef þetta er smygl einsog þeir segja þá getur vel verið að það sé ekta. kallar Strákar. Eruð þið tilbúnir? STEFÁN: Komiði og sjáið tunglið. NÍNA: Það er naumast þeir eru rómantískir. STELLA: Það er nú meira. — Armbandið fer ljómandi vel við kjólinn. NÍNA: Já, er það ekki? STELLA: Alveg ljómandi. NINA: Ég sé ekkert eftir að hafa keypt það, jafnvel þó það sé ekki ekta. STELLA: Þetta var ekkert sem þú borgaðir. NÍNA: Komiði strákar. STELLA: Strákar. þau Jara. IV. þáttur. STEFÁN: í símann Si, dos cuba libre. Habitcíon cinco, seis cuarto leiðréttir sig cuatro. Si cuatro, Gracías. leggur á Ertu ekki að verða búin þama? — Nína. skoðar undir iljamar. Við sjálfan sig Maður er ekkert annað en tjara á fótunum. kallar Nína. Heyrirðu ekki. bankar á baðhurðina Nína. NÍNA: kallar Hvað er að? STEFÁN: Ég held ég sé að fá í magann. NÍNA: Égerað koma. Steján sest, skoðar undir iljarnar, nuddarþœr með handklæði STEFAN: Þetta næst ekki af. Þetta er meiri bölvaður óþverrinn. NÍNA: kemur Mikið var þetta gott. STEFÁN: Náðirðu tjörunni afþér. NÍNA: Að mestu — Ertu slæmur? STEFÁN: Égfekkverk. Ég hélt ég þyrfti að fara á klósettið. NlNA: Þú ætlar aldrei að losna við þessa kveisu. STEFÁN: Ekki alminilega — Það er ekki farandi á strönd- ina. NÍNA: Ég fer ekki þangað aftur. Maður verður allur útat- aður í tjöru. STEFÁN: Það er best að skella sér í bað. NINA: Berðu á bakið á mér áður. STEFÁN: Þú ert að byrja að fiagna. NlNA: Það er hræðilegt að sjá hvernig sumir fara í sólinni. STEFÁN: Þetta jafnar sig. Það er ekki það mikið. NÍNA: Ekki brjóstin! STEFÁN: Þau eru alveg hvít. NÍNA: Ég veit það. Ég liggekki ber í sólinni. STEFÁN: Mér finnst ekkert verra þó þú sért svolítið þrýst- in. NÍNA: Ekkiþað? STEFÁN: Mér finnst það betra. NÍNA: Jæja. — Þú þarft ekki að fara neðar. STEFÁN: Þú ert þá bara mýkri. — Ekki væri betra að þú værir einsog horgrind. NÍNA: Hvað ætlarðu að gera?— Stefán. STEFÁN: Þú ert svo skapstirð. NÍNA: Af hverju segirðu það? STEFÁN: Afþví þú ert það. NÍNA: Hættu þessu. — Ætlarðu ekki í bað?— Stefán. Sleján hættir að reyna að koma Nínu á rúmið, skreppur saman 13

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.