Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 15

Lystræninginn - 01.06.1982, Blaðsíða 15
STEFÁN: kemur Maður er alveg einsog nýr maður. Eru drykkirnir komnir? NINA: Já. Þigvantarglasið. Hérerglasiðþitt. Skál elskan. STEFÁN: Skál elskan. NINA: Hvernig er maginn? STEFÁN: Hann er sæmilegur. Það pípti alveg niðraf mér áðan. NINA: Ástin mín. Það er leiðinlegt að þú skulir vera svona í maganum. STEFÁN: Það lagast. NÍNA: Skál elskan. STEFÁN: Skál elskan. —Þú ert búin úrglasinu. NÍNA: Ég var þyrst. Nína lagar til í rúminu,Jer að snyrta til í herberginu STEFÁN: Þú ætlar þó ekki að fara að laga til? NÍNA: Mér finnst einsog allt sé á rúi og stúi hérna. STEFÁN: Þú ert eitthvaðsvo ör. Afhverju sestu ekki? NINA: Ég ætla að vita hvort Jón og Stella eru úti á svölum. fer út á svalir, — kallar Jón. Stella. Stella. Eruð þið þarna, Stella. Stella— Halló! Heyrðirðu ekki? Voruð þið inni — Hvað segiði gott? Við höfúm ekki séð ykkur í dag. — Við vorum að koma af ströndinni. — Já, það er alls ekki verandi þar—Já, tóm tjara. — Hvað?—Á svölunum. Það er allt annað. Við vildum bara reyna ströndina. STEFÁN: kallar ajbaðinu Nína. NINA: Að versla. —Já, kaupa gjafir. — Ég á eftir að kaupa þó nokkuð. STEFAN: kallar Nína. NlNA: Af hverju komiði ekki til okkar? Komiði yfir núna. STEFÁN: kallar Nína finndu pappír. NÍNA: Þið komið þá. STEFÁN: Nína. V. Þáttur Athugasemdir meðan Elín dansar: Herbergi Jóns og Stellu Elin er að myndast við að dansa ejtir útvarpinu RUT: Það er tilfmning í þessu. STELLA: Þetta er bara ekta flamenco dans. — Olé. RUT: Olé. PÉTUR: Hörmung er að sjá þetta. STELLA: Það er aldrei að hún dansar. NINA: Það er verið að banka í vegginn. RUT: Espana. STELLA: Olé. NÍNA: Við vekjum fólk. JÓN: Maður má líkast til skemmta sér. STEFÁN: Ég segi það nú líka. PÉTUR: viðElínu Hættu þessari vitleysu. NINA: Það var verið að kvarta yfir hávaða áðan. JÓN: Við önsum þessu ekki. NINA: Heyrið þið? Það er verið að banka. PÉTUR: Hættu nú. — Hættu. STELLA: Af hverju lofarðu henni ekki að dansa? PÉTUR: Hún er sér til skammar. STELLA: Það er gaman að þessu. PÉTUR: Hættu, segi ég. ELIN: Ég dansa ef mér sýnist. PÉTUR: stöðvar Elínu Hættu. ELIN: Aldrei má maður gera neit. JÓN: Verið nú góð böm. PÉTUR: Hún lætur einsogkjáni. ELIN: Er ekki saklaust að dansa. PÉTUR: Þú ert full. ELÍN: Égfull?—En þú? RUT: berá baðhurðina Halló. Halló. Hver erþarna? ELÍN: Haltu mér ekki. RUT: Halló. Halló. ELÍN: Ég er ekki fangi. PÉTUR: Þú dansar ekki meira. Elín slítur sig lausa og dansar PÉTUR: Ég sagði þér að hætta. STELLA: Ekki fara. NINA: Mig langar ekki til að vera lengur. STEFÁN: Liggur eitthvað á? NÍNA: Það er orðið framorðið. STEFÁN: Erum við ekki í fiíi? NINA: En mig langar til að fara. STEFÁN: Við förum rétt strax. RUT: Halló. Ertu þarna Siggi?— Siggi. Ástin mín. ELÍN: Láttu migvera. RUT: Afhveru svararðu ekki? PÉTUR: Ég skipa þér að hætta. RUT: Siggi. ELÍN: Ég ræð mér sjálf. — Þú slærð mig. PÉTUR: Þetta er það eina sem þú skilur. JÓN: Elskurnar mínar, fyrir alla muni. ELÍN: Hann slær mig alltafþegar hann er fullur. PÉTUR: Þú hefurgott af því. STEFÁN: Hvaðsegirðu aðhann heiti? RUT: Sigurður. STEFÁN: Sigurður, opnaðu. Opnaðu,Sigurður. Konan þín er hérna. Hún vill tala við þig. ELÍN: Slepptu mér. Pétur: Þú dansar ekki meira. JÓN: Hættið nú. STEFÁN: Ætlarðu ekki aðopna? Ertu dauður? Sigurður. RUT: Hann er þarna með kvenmanni. STEFÁN: Heldurðu það? RUT: Égþekki hann. STEFÁN: það sést ekkert í gegnum skráargatið. PÉTUR: Já, skældu. ELÍN: Ég tala aldrei við þig aftur. PÉTUR: Feginn verð ég. STELLA: Kyssist þið nú. PÉTUR: Kyssa þetta gerpi! ELÍN: Ég mundi heldur kyssa apa. —Já, sláðu mig aftur. JÓN: Nú er nóg komið. RUT: Þú ert þarna með kvenmanni. Ég veit það. STEFÁN: Opnaðu Sigurður. RUT: Ég hætti að sofa hjá þér efþú opnar ekki. STEFÁN: Sigurður. RUT: Heyrirðu það? Ég hætti að sofa hjá þér. ELÍN: ein meðJóni Hann erfantur. JÓN: Þetta jafnar sig. ELÍN: Égætlaað skilja við hann. JÓN: Heldurðu að þú gerir alvöru úr því? ELÍN: Finnst þér rétt að slá fólk? JÓN: Mér finnst það ekki rétt. En það getur alltaf komið upp einhver ágreiningur á milli hjóna. Annað væri skrítið. Hjónabandið er ekki bara ein sæla. STELLA: Hann er farinn. Hann getur ekki verið þarna inni. 15

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.