Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 8
Helgarblað 22.–25. janúar 20168 Fréttir PURE SAFAR - 100% HOLLUSTA! Pure safarnir frá Harboe eru 100% hreinir og ferskir safar. Þeir eru ekki úr þykkni eins og svo margir aðrir ávaxta- safar og þeir eru ekki síaðir. Þetta tryggir það að öll næringarefni haldast í safa- num og hann er eins nálægt nýkreistum safa og hugsast getur. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru Pure safarnir líka rotvarnarefnalausir og án all- ra aukaefna þar sem sérstök pökkunaraðferð tryggir ein- staklega gott geymsluþol. Þú færð Pure safana frá Harboe í næstu verslun. Seðlabankinn sóttist „ekki eftir þessu verkefni“ Telur „langt í frá augljóst“ að bankinn taki við tug milljarða eignum frá slitabúunum S eðlabanki Íslands, sem á að taka við eignum í umboði ríkis sjóðs upp á tugi milljarða við greiðslu stöðugleikafram- lags slitabúanna, telur það vera „álitamál að hann skuli setja upp félag og skipa því stjórn sem hefur það að meginmarkmiði að umbreyta eignum sem hann á ekki og ber ekki ábyrgð á.“ Í samskiptum við fjármála- ráðuneytið kom það fram af hálfu Seðlabankans að hann „sæktist ekki eftir þessu verkefni.“ Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans til efnahags- og við- skiptanefndar sem hefur núna til með- ferðar frumvarp Bjarna Benediktsson- ar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem lagt er til að félagi í eigu bankans verði falin umsýsla og og sala á ýmsum innlendum eignum föllnu bankanna sem eru hluti af stöðugleikafram- lagi þeirra. Þrátt fyrir að öll slitabú- in hafi nú þegar lokið nauðasamn- ingum sínum þá hafa þau ekki getað innt af hendi stöðug leikaframlag sitt til íslenskra stjórnvalda, sem felur í sér framsal á eignum upp á mörg hund- ruð milljarða, þar sem ekki er búið að samþykkja þær lagabreytingar sem eru forsenda fyrir stofnun fyrrnefnds félags á vegum Seðlabankans. Stjórn- völd vonast eftir því að geta afgreitt frumvarpið í þessum mánuði. Auðseljanlegar eignir Verðmæti þeirra eigna sem yrðu í umsýslu þessa félags næmi líklega um 60 milljörðum króna. Fjármála- ráðherra sagði hins vegar í umræð- um á Alþingi um frumvarpið í síð- asta mánuði að þegar horft væri til þess hversu mikið af þessum eignum gætu verið auð seljanlegar eignir, meðal annars hlutabréf í skráðum fé- lögum, þá sé frekar um að ræða um- sýslu á eignum að fjárhæð um 40 milljarða. Verðmætasta eignin sem slitabúin framselja til stjórnvalda er 95% eignarhlutur í Íslandsbanka en sá hlutur mun færast undir Bankasýslu ríkisins. Þá fær ríkið einnig afhent skuldabréf frá Kaupþingi með veði í Arion banka sem verður greitt upp við sölu á bankanum – og fer sú fjár- hæð stigvaxandi eftir því á hvaða verði Arion banki verður seldur. Það vekur eftirtekt að í umsögn Seðlabankans er tekið fram að hann hafi bent fjármálaráðuneytinu á að hann teldi „langt í frá augljóst að bankinn setti upp félag til að um- sýsla um eignir sem hann ætti ekki.“ Ýmsar aðrar leiðir væru þess í stað færar við að skapa armslengd frá rík- inu við umsýslu slíkra eigna heldur en að fara þá leið sem lögð er til í frum- varpinu. Þannig bendir Seðlabankinn á að horfa mætti til reynslu Svíþjóðar þar sem ríkið hefði sett á laggirnar fé- lag til úrvinnslu eigna vegna fjármála- áfallsins á 10. áratug síðustu aldar og Finansial Stabilitet sem danska ríkið kom á fót eftir fjármálakreppuna þar í landi árið 2008. Taki líka yfir eignir ESÍ Ráðuneytið vildi hins vegar ekki fara þá leið í ljósi þess að Alþingi hefði þegar samþykkt aðkomu Seðla- bankans að málinu. „Líklega hefur hér einnig skipt máli sú reynsla sem Seðlabankinn hefur öðlast á þessu sviði vegna umsýslu um þær kröfur og eignir sem bankinn sat uppi með í framhaldi af falli bankanna,“ segir í umsögn Seðlabankans. Verði þetta niðurstaðan þá telur Seðlabankinn engu að síður að það sé „ekki endilega heppilegt“ nema þá að viðkomandi félag geti einnig séð um eignaumsýslu fyrir Seðlabankann. Þar vísar bankinn til umsýslu þeirra eigna sem Eignasafn Seðlabanka Ís- lands (ESÍ) hefur haft undir höndum frá því í ársbyrjun 2010. Það styttist í að ESÍ muni losa um allar þær eign- ir og að hægt verði að leggja félagið niður á þessu ári – en þær eignir sem eftir yrðu myndu þá færast yfir á efna- hagsreikning Seðlabankans. Leggur Seðlabankinn því áherslu á að frum- varpið verði útfært þannig að svigrúm sé til að „fela því félagi sem til stendur að annist umsýslu eigna vegna stöð- ugleikaframlaga að annast jafnframt umsýslu þeirra eigna sem nú eru vistaðar í ESÍ.“ n Seðlabanki Íslands Telur ýmsar aðrar leiðir færar við að skapa armslengd frá ríkinu við umsýslu slíkra eigna heldur en að stofna félag á vegum Seðlabankans. Mynd SigTryggur Ari „Óvenjulegt“ að stjórn og starfsmenn njóti skaðleysis „Óvenjulegt er að ráðherra geti mælt fyrir um skaðleysi stjórnar- og starfs- manna fyrirtækisins eins og kemur fram í frumvarpinu,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrir- tækja (SFF), í umsögn samtakanna um frumvarpið. SFF bendir á að ákveða þyrfti slíkt með lögum, og þá sé það einnig álitamál hvað í þessu felst. „Þýðir þetta að einkaréttarleg ábyrgð á starfi stjórnar- og starfsmanna færist til ráðherra og þar með ríkisins. Þá er einnig óvenjulegt að stjórnar- og starfsmenn fjármálafyrirtækja, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, njóti skaðleysis af störfum sínum,“ segir í umsögn samtakanna. Gáfu sextán milljónir Héldu kútmagakvöld og fengu fyrirtæki sér til fulltingis L ionsklúbbarnir Ægir og Fjölnir í Reykjavík, ásamt Agli Ágústs- syni, fyrrverandi forstjóra ÍSAM, hófu í fyrra söfnun fyrir tækjum til endurhæfingar á Grensásdeild Landspítalans. Egill hefur notið um- önnunar deildarinnar og var því í forsvari fyrir hópinn sem leitaði til fyrir tækja til að styðja við framtakið, en að auki var árlegt herrakvöld, svo- kallað kútmagakvöld Lionsklúbbanna, árið 2015 tileinkað þessari söfnun. Fjármunirnir sem söfnuðust fóru í að kaupa tæki fyrir Grensás, en hjúkr- unardeildin fékk sautján sjúkrarúm, fimmtán dýnur í sjúkrarúm og tvær loftdýnur. Að auki fékk deildin fimm náttborð. Iðjuþjálfunardeildin fékk sjö hjólastóla, tvær sessur og eina skaftryksugu og juðara. Sjúkraþjálf- unardeildin fékk tölvu í Lokomat, tvo mismunandi meðferðarbekki, þrek- hjól, sturtustóla fyrir sundlaug, trissu og trissubekk, sem er tæki sem notað er fyrir þjálfun á öxlum, auk fóta- og handhjóla og göngugrinda. Þá fékk talmeinaþjónustan tæki sem styrkir öndun, rödd og kyngingu, ISO þjálfa til kyngingar og tungustyrktarmæli auk málhljóðaprófs. Tækin voru af- hent í síðustu viku og munu koma sér vel á Grensás, sem líkt og aðrar deildir Landspítalans treysta mikið á gjafir frá almenningi og félagasamtökum. Þessi stóra gjöf frá Lions félögunum og velgjörðamönnum þýðir að spít- alinn eignaðist fjölbreyttan tækja- búnað að andvirði um 16 milljóna króna. n Lions Lionsmenn komu færandi hendi. Hörður Ægisson hordur@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.