Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 18
Helgarblað 22.–25. janúar 201618 Fréttir V ið höfum ekki enn samið við Netflix enda sigldu við- ræðurnar í strand,“ segir Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi selt bandarísku efnisveitunni sjón- varpsefni sem það á sýningarrétt á. Myndform hóf viðræður við Netflix í ágúst 2014, fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þriggja, en Gunnar svarar að hann hafi ekki heyrt í forsvarsmönnum Netflix síð- an um mitt síðasta ár. „Þá ætluðu þeir að vinna úr því efni sem þeir voru búnir að kaupa af Sam-félaginu og Senu. Svo þarf að endurnýja efnið og við munum því mjög líklega eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti,“ segir Gunnar. Geta selt mörgum Netflix, sem opnaði nýverið fyrir þjónustu sína hér á landi, var áhuga- samt um að kaupa myndefni sem Myndform á sýningarréttinn á hér á landi. Þar er um að ræða barnaefni, kvikmyndir og annað sjónvarps- efni sem fyrirtækið hefur keypt af sjálfstæðum framleiðendum, minni og miðlungsstórum framleiðslu- og dreifingarfyrirtækjum, eins og Svensk Filmindustri, sem og stórum Hollywood-kvikmyndaverum. „Af þessum íslensku kvikmynda- fyrirtækjum erum við langstærst í barnaefni og erum með Skjákrakka í samstarfi við Símann og að selja inn á Vodafone Play. Svo erum við með mjög stórar myndir eins og Hobb- it-myndirnar og Hunger Games- seríuna,“ segir Gunnar. Hann bætir við að Myndform eigi einnig sýn- ingarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). „Hins vegar höfum við í mörgum tilvikum ekki samið um sýningar- rétt á mörgum af þessum stóru kvik- myndum þegar kemur að sýningu í sjónvarpi. Þá höfum við einungis tryggt okkur kvikmyndahúsaréttinn. Í mörgum tilvikum getum við hins vegar selt okkar efni til margra fyrir- tækja í einu af því að sýningarréttur í gegnum þessar VOD-þjónustur er þannig að við gætum selt Netflix, Símanum og Vodafone sama efnið. Þessi fyrirtæki fá því ekki einkaleyfi á vörunum.“ Talsvert flækjustig Úrvalið sem Netflix býður viðskipta- vinum sínum er eins og gefur að skilja háð samningum við myndrétt- arhafa í hverju landi fyrir sig. Það er því misjafnt eftir löndum hversu margir titlarnir eru og eins og DV greindi nýverið frá þá eru um þúsund titlar inni á íslensku efnisveitu Netfl- ix. Til samanburðar eru um 6.000 tit- ilar í boði í Bandaríkjunum, 3.500 í Kanada og um 2.000 í Noregi og Sví- þjóð. Margir hafa því velt fyrir sér hvort úrvalið hér eigi eftir að aukast en sú þróun veltur á samningum Netflix við annars vegar íslenska myndréttarhafa og hins vegar erlend kvikmyndafyrirtæki. Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir fyrir- tækið hafa náð samningum við Net- flix fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Við lokuðum samningum við þá fyrir löngu síðan en það var trúnaðar- mál af þeirra hálfu. Það er ákveðið magn af myndum og öðru efni sem við seljum þeim en það er ekki allt komið inn ennþá,“ segir Jón Diðrik. „Í þessum samningi var ákveðið magn af myndum og eitthvað af þeim hefur þegar farið inn. Við höf- um boðið þeim allt sem við getum en það sem hefur verið hamlandi er kostnaðurinn við að umbreyta efn- inu yfir á þeirra snið. Það hamlar til dæmis hluta þeirra íslensku mynda sem við eigum og þá sérstaklega ein- tökum sem við eigum af gömlum ís- lenskum myndum. Það hefur ekki verið fjárhagslega arðbært að færa þær inn vegna greiðslnanna sem myndu þá lenda annaðhvort á okkur eða Netflix. Þær þurfa nánast að vera til í því sniði sem Netflix óskar eftir svo það sé hægt að setja þær inn. Það er stærsti flöskuhálsinn í þessu.“ Framkvæmdastjórinn útskýrir hvernig Sena hafi keypt sýningar- rétt á íslenskum myndum. Titlarnir sem eftir standi skiptist að öðru leyti í tvennt. „Þar er annars vegar um að ræða öll litlu og millistóru framleiðslu- fyrirtækin sem við höfum samið við. Svo eru þessi stóru stúdíó þar sem við erum oft með samninga um kvikmyndahúsin en ekki sjón- varpsdreifingu. Þá semur Netflix til dæmis við Sony, Fox eða aðra en ekki við okkur. En svo eru einnig til- vik þar sem við höfum samið um að kaupa allan sýningarrétt á ákveðn- um myndum í tiltekinn tíma. Það er því talsvert flækjustig í þessu.“ Sömdu við Sam-félagið Sam-félagið, sem á og rekur Sambíó- in og Samfilm, hefur, eins og kom- ið hefur fram, einnig samið við Net- flix. Viðræður fyrirtækjanna hófust haustið 2014 og snerust meðal annars um kaup á sýningarrétti Sam- félagsins á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. Ekki náðist í Árna Samúelsson, stofnanda og einn eigenda Sam-félagsins, við vinnslu fréttarinnar. n „Höfum ekki enn samið við Netflix“ Framkvæmdastjóri Myndforms hefur ekki heyrt í bandarísku efnisveitunni síðan í sumar Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Framkvæmdastjórinn Gunnar Gunnarsson. Myndform Viðræður Netflix og Mynd- forms sigldu í strand. Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.