Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 20
20 Fréttir Helgarblað 22.–25. janúar 2016 „Hrein tilviljun að Óli er á lífi“ n Með varanlegan heilaskaða eftir líkamsárás í Grundarfirði n Schumacher-aðgerðin bjargaði honum Þ að er hrein tilviljun að Óli er á lífi,“ segir Guðbjörg Ýr Sigurðardóttir, kærasta Ólafs Þórs Ólafssonar, sem varð fórnarlamb líkams- árásar í Grundarfirði sumarið 2014. Áverkar Ólafs, eða Óla, voru mjög alvarlegir og svipaðir þeim áverkum sem kappaksturskempan Michael Schumacher fékk. Líkurnar voru hon- um ekki í hag en það að hann lifði af má teljast kraftaverk. Líf Óla verður aldrei aftur samt. Hann er með varanlegan heilaskaða eftir árásina, missti minnið nánast fullkomlega eftir slysið og getuna til þess að lesa. Sérfræðingar telja útilok- að að hann muni ná eðlilegri hreyfi- getu og hann heldur illa einbeitingu. Hann glataði hins vegar ekki góða skapinu og það fleytir honum langt. Fyrir árásina var Óli á góðum launum sem sjómaður en stendur nú frammi fyrir annars konar veruleika. Þrátt fyr- ir að vera með góðar tryggingar ná þær ekki yfir þennan skaða og því er fjárhagsleg framtíð Óla og Guðbjargar gjörbreytt. Blaðamaður og ljós- myndari DV heimsóttu Óla og Guð- björgu á heimili þeirra í Grundarfirði og ræddu við þau um árásina og af- leiðingar hennar. Tímaskynið laskað Við rennum í hlað á björtum sunnu- dagsmorgni. Veðrið er einstaklega fallegt og þegar við stígum út úr bíln- um við heimili Ólafs og Guðbjargar þá blasir Kirkjufell við okkur í allri sinni dýrð. Síðar á Óli eftir að full- yrða við blaðamann að málsmetandi menn hafi beinlínis sannað að fjallið sé hið fegursta í heimi og gott ef það er ekki eitthvað til í því. Við knýjum dyra og Guðbjörg opnar brosandi. Óli hafði skropp- ið í göngutúr með hundinn Dreka, sem að þeirra sögn er húsbóndinn á heimilinu. „Hann hlýtur að fara að koma aftur,“ segir Guðbjörg en bæt- ir við að tímaskyn Óla sé ekki upp á marga fiska eftir árásina. Hún býður okkur inn og hellir upp á kaffi. Fyrsta spurningin varðar samband Guð- bjargar og Óla. Þau höfðu aðeins ver- ið í sambandi í tæpa sex mánuði fyr- ir nóttina örlagaríku og bjuggu fyrir sunnan. „Ég bjó í Reykjavík en hann í Hafnarfirði. Hann var nýbyrjaður í sumarfríi og ákvað að kíkja í heim- sókn til Grundarfjarðar en hann bjó hérna sem unglingur,“ segir Guð- björg á meðan hún sker niður dýrind- is kökusneið handa aðkomumönn- um. Í sömu andrá stormar Óli inn. Það liggur afar vel á honum og hann kastar glaðlegri kveðju á blaðamenn- ina. Andrúmsloftið verður strax létt og afslappað. Skapgerðin bjargaði lífi hans Við setjumst niður við eldhúsborðið og Óli hellir í fyrsta kaffibollann af mörgum þennan morguninn. „Þú færð kerlingarbollann,“ segir hann hlæjandi og réttir blaðamanni bleik- an kaffibolla. Guðbjörg hristir bros- andi hausinn og útskýrir fyrir blaða- manni að ein af mörgum afleiðingum árásarinnar sé sú að síuna vanti í Óla. Hann láti einfaldlega allt flakka. „Ég held að það hafi bjargað lífi hans hvað hann er skapgóður og léttur að eðlis- fari,“ segir Guðbjörg og horfir hlýlega á manninn sinn. Blaðamaður getur staðfest það. Óli er hláturmildur með eindæmum og skellir reglulega upp úr í viðtalinu og undantekningalaust smitast viðstaddir af hlátrinum. Hann á það til að vaða úr einu í annað sem tengist kannski ekki beint efni viðtalsins og stundum eru minn- ingarnar ekki alveg áreiðanlegar. Til dæmis greinir hann blaðamanni frá því að hann hafi búið í verbúð á ein- hverjum tímapunkti en hlær svo manna mest sjálfur þegar Guðbjörg leiðréttir hann kímin: „Þú bjóst aldrei í verbúð, Óli.“ Ein afleiðing árásar- innar var sú að hann missti minnið og er einfaldlega að læra um líf sitt upp á nýtt, byggt á frásögnum vina og vandamanna. Þrátt fyrir aðdáunarverða lífsgleði þá hafa margar stundir verið svart- ar og erfiðar. Aðeins 27 ára gömlum var Óla kippt út sem þátttakanda í hinu hefðbundna, daglega amstri. Grámyglulegur hversdagsleikinn, þegar flest fólk er upptekið við vinnu, getur reynst honum erfiður. Áður vann hann baki brotnu á sjónum og hafði yndi af kraftlyftingum en núna er lítið við að vera. „Ég tók 170 kíló í bekk áður fyrr, en núna get ég rétt lyft 80 kílóum,“ segir hann og bætir því við að hann hafi alltaf dreymt um að verða sterkastur í heimi. Aðspurður hvað hann geri þegar honum leiðist og líði illa þá er svarið einfalt: „Ég reyni að fara út að ganga þegar mér líður illa, það virkar.“ Harðduglegur háseti Fyrir árásina var Ólafur háseti á línu- bát og þótti harðduglegur sem slík- ur. Hann hafði tekið að sér flest störf um borð í fiskiskipum og var meðal annars kokkur um nokkurt skeið. „Ég er búinn að prófa þetta allt saman, nema skipstjórann og vélstjórann. Ég er líka búinn að landa í öllum höfn- um,“ segir Óli og stoltið leynir sér ekki. Hann segist sakna sjómennskunnar sárt og hann myndi gefa allt til þess að fá að hefja störf aftur. „Það væri best að hlusta ekkert á læknana, fara einfaldlega á sjó og segja þeim ekkert frá því,“ segir hann ákveðinn. Draum- ur Óla mun hins vegar aldrei rætast, dagar hans í sjómennsku eru tald- ir. Við útskrift af gjörgæslu var hann lamaður á vinstri hlið líkamans og í réttarhöldum yfir árásarmönnun- um kom fram að útilokað sé að hann muni ekki hafa einhverja skerðingu á hreyfigetu eða erfiðleika við að skilja talað mál eða tjá sig. Með viljann að vopni og stuðning Guðbjargar hef- ur hann aftur á móti tekið stórstígum framförum og getur nú gengið eðli- lega þótt enn vanti upp á samhæfingu milli hægri og vinstri hluta líkamans. „Ég reyndi um daginn að lyfta 90 kíló- um í bekk og hægri höndin réð við það en sú vinstri vildi ekki upp,“ segir Óli og hálfskammast sín. Úthaldið er líka vandamál, hann þreytist fljótt og fyrst um sinn þurfti hann að leggja sig eftir 10 mínútna göngutúr. „Það hefur breyst til batnaðar og hann er óðum að verða kraftmeiri. Hann græðir líka á því að eiga svona lata konu. Það er meðvitað því þá neyðist hann til að vinna húsverkin,“ segir Guðbjörg og hlær. Óli tekur undir. Eftir árásina er Óli metinn 75% ör- yrki og mun því þurfa að reiða sig á ör- orkubætur um ókomna tíð. Lífið hef- ur svo sannarlega tekið kúvendingu hjá honum og Guðbjörgu því á með- an Óli stundaði sjóinn var hann há- tekjumaður og öll framtíðarplön mið- uðust eðlilega við að svo yrði áfram. „Það var mikið áfall þegar við áttuð- um okkur á því að þrátt fyrir bestu mögulegu tryggingar þá náði ekkert yfir skaða af þessu tagi,“ segir Guð- björg. Lífshættulegir áverkar Árásin örlagaríka átti sér stað aðfara- nótt 17. júlí 2014 í grennd við bryggj- una í Grundarfirði. Eins og áður segir var Óli nýkomin í sumarfrí til Grundarfjarðar, síns gamla heima- bæjar, og var úti að skemmta sér. Það er óumdeilt að Óli var við skál þetta kvöld. Hann reif kjaft við áhöfn skips sem lá við bryggju í Grundarfirði og var að gera sér glaðan dag á veitinga- stað í bænum. Í þeim hópi voru Reyn- Framhald  Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ótrúlegar framfarir Óli var lamaður á vinstri hlið eftir árásina en getur í dag gengið, því sem næst eðlilega. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.