Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 24
24 Fréttir Helgarblað 22.–25. janúar 2016 16.0 00 GES TIR OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11:00 - 18:00 HÓPAPANTANIR Í SÍMA 420 1030 FRÍTT FYRIR 16 ÁRA & YNGRI OG ALLA LEIKSKÓLA- OG GRUNNSKÓLAHÓPA WWW.ROKKSAFN.IS tækni og leikjatölvan Nintendo Wii styðst við. Sá hængur er hins vegar á að forritið og tölvan sem nauðsynleg er kostar á bilinu 400–500 þúsund. „Hið opinbera tekur ekki þátt í þeim kostnaði og það er því þrautin þyngri fyrir einhvern sem lifir á örorkubót- um, en er ákafur í að bæta lífsgæði sín, að leggja út fyrir slíku,“ segir Guð- björg. Vinir og vandamenn Óla hafa því opnað söfnunarreikning til þess að hann geti komið sér upp þessum búnaði. Framfarir í Grundarfirði Eftir árásina bjuggu Guðbjörg og Óli í Reykjavík þar sem Guðbjörg var í góðu starfi. „Eftir útskriftina af endurhæf- ingardeildinni tók hins vegar ekkert við. Hann sat því heima og beið eftir því að ég væri búin í vinnunni,“ seg- ir Guðbjörg sem vann vaktavinnu á þeim tíma. Biðin reyndist Óla erfið og þau ákváðu að flytja aftur til Grundar- fjarðar. Það reyndist mikið gæfu- spor. Guðbjörg sagði upp vinnu sinni í Reykjavík og hóf störf á leikskóla í Grundarfirði. „Óli er miklu frjálsari hérna. Hann þekkir alla hér og við finnum fyrir stuðningi frá bæjarbúum. Hér getur hann líka farið í göngutúr og heimsótt vini sína í Vinakoti, athvarfi Rauða krossins, en það reka einstak- lingar sem eru að jafna sig eftir veik- indi eða slys. Óli er kominn langt fram úr því sem læknarnir töldu að væri mögulegt. Hann er enn að taka fram- förum þó að þær séu kannski ekki eins áberandi og áður,“ segir Guðbjörg. „Líf hans er bara metið sem núll“ Réttarhöldin í héraðsdómi og síð- ar í Hæstarétti reyndust fjölskyldunni þungbær sem og umfjöllun fjölmiðla og kjaftasögurnar sem fóru á kreik um ástand Óla. Árásarmennirnir, Reyn- ir Þór Jónasson og Carsten Staffelde, hlutu fjögurra ára fangelsisdóm á báð- um dómstigum og vakti niðurstaðan mikla reiði í þjóðfélaginu enda þótti fangelsisdómurinn vægur miðað við hversu alvarlegar afleiðingarnar voru. Guðbjörg segir að reiðin hafi kraum- að innan fjölskyldunnar. „Maður átti allt eins von á þessum væga dómi, það er bara í takt við þetta fáránlega rétt- arkerfi sem við búum við. En það sem fór mest fyrir brjóstið á mér var að ekki hafi verið fallist á miskabæturnar upp á þrjár milljónir. Miðað við tjónið sem þeir ollu þá eru það smáaurar. Líf hans er bara metið sem núll,“ segir Guð- björg ákveðin. Dómstólarnir lækkuðu bæturnar niður í 1,5 milljónir og var hún ósátt við það. „Ég hringdi upp í Hæstarétt og hellti mér yfir einhvern starfsmann þar. Á einhverjum tímapunkti hætt- ir maður að vera málefnalegur,“ segir Guðbjörg nánast skömmustuleg. Titlar sig „Skullbreaker“ Þau viðurkenna öll að vera enn reið vegna árásarinnar og afleiðinga henn- ar en ætla ekki að dvelja við hana og láta hana eyðileggja meira. Lífið heldur áfram. Fyrirgefningin er aft- ur á móti ekki á næsta leiti og það er ekki síst vegna þess að eftirsjá ger- enda, er að hennar sögn, lítil sem engin. Hún segist hafa heyrt að annar árásarmaðurinn hafi titlað sig „Skull- breaker“ á Litla-Hrauni. „Það er líka erfiðara þegar um er að ræða mann sem er með svo hrottalega fortíð,“ seg- ir Guðbjörg og vísar til þess að annar árásarmaðurinn hefði oft komist í kast við lögin áður. Sakna „gamla Óla“ sárt Á þessum tímapunkti er Óla farið að leiðast þófið. Þormar, ljósmyndari DV, hefur tekið myndir af honum í gríð og erg meðan á viðtalinu stendur og hann fær þá hugdettu að leita að iPad-inum sínum til þess að taka mynd af blaða- mönnum og bregður sér frá. Stutt stund gefst til að ræða við Guðbjörgu einslega. Hún viðurkennir að síðustu ár hafi reynst henni og fjölskyldu Óla erfið. „Eldri bróðir hans fékk stund- um erfið símtöl frá Óla, þegar honum leið illa og var langt niðri,“ segir Guð- björg. Óli hafi hringt í sína nánustu og endurtekið sama hlutinn í sífellu. „Bróðir hans sagði mér að stundum hefði hann ekki afborið að svara, því hann vissi að Óli ætlaði að segja það sama aftur,“ segir Guðbjörg en áréttar að hann hafi tekið miklum framförum á þessu sviði. Hún segir að fjölskyldan sakni „gamla Óla“ sárt en sé þakklát fyrir að hann sé enn á lífi og hann sé enn sami gleðigjafinn. Óli kemur aftur inn og smellir nokkrum myndum af blaðamönnum. Þormar ljósmyndari gerir sig kláran til að fara út undir bert loft með honum til þess að taka myndir fyrir greinina með Kirkjufellið fallega í baksýn. Að lokum spyr blaðamaður Guðbjörgu og Óla út í hvaða framtíð þau sjái fyrir sér og hvar hún liggi. „Við verðum hérna í Grundarfirði næstu árin. Þetta umhverfi hentar Óla afar vel og hann fær mun meiri stuðning hérna. Þar af leiðandi held ég að hann nái eins miklum bata og mögulegt er hér,“ segir Guðbjörg. Hún nefnir sem dæmi að bráðlega byrji Óli í lestrarnámi sem þau byggja miklar vonir við. Óli glataði lestrargetu sinni eftir árásina og vill ólmur sýna blaðamanni hvar hann er staddur. Þau rífa fram bók úr bókahillunni og Óli les langa fyrirsögn. Einhver ógreinileg hljóð heyrast og loks spyr Óli: „Var ég með eitthvað rétt?“ Guðbjörg svarar: „Já, ég held að þú hafir verið með „um“ rétt,“ og þau hlæja bæði dátt. Með lífsgleðina og ástina að vopni þá eru þessu unga pari margir vegir færir. n Ólafur Þór Hann og Guðbjörg segja að það hafi verið áfall að engar tryggingar bæti þann skaða sem hann varð fyrir. Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon „Ég lít ekki svo á að Óli minn sé fatlaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.