Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 28
28 Fréttir Erlent Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 13. skipti þann 5. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dóm- nefndar er föstudagurinn 29. janúar. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: n Besta umfjöllun ársins 2015 n Viðtal ársins 2015 n Rannsóknarblaðamennska ársins 2015 n Blaðamannaverðlaun ársins 2015 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is. Blaðamannaverðlaun 2015 Blaðamannafélag Íslands Ætlaði að losa heljar- tökin fyrir áramót Samtökin Boko Haram leika enn lausum hala í Nígeríu og nágrannaríkjum V ið vinnum bug á Boko Haram fyrir áramót, því heiti ég,“ sagði forseti Nígeríu, Muhammdu Buhari, síðastliðið sumar og endurtók það svo undir árslok, þegar hann sagði sigurreifur ím viðtali við BBC að nígeríski herinn hefði svo gott sem unnið sigur á Boko Haram. Þann 28. desember síðastliðinn var gerð sjálfsvígsárás á útimarkaði í bænum Madagali. Árásin kostaði 30 mannslíf. Tvær konur eru grunaðar um verknaðinn og má að líkindum rekja hann til Boko Haram. Á jóladag varð einnig mikið mannfall þegar liðsmenn Boko Haram myrtu 21 og særðu enn fleiri í árás í Norðaustur- Nígeríu. Nígeríski herinn hafði reynt að koma í veg fyrir árásina með því að hefja skothríð að fyrra bragði. Stuttu síðar sprengdi unglingsstúlka sig í loft upp í Maiduguri. Einn féll og sjö særðust. Vestræn menntun bönnuð Hryðjuverkasamtökin Boko Haram, samtök herskárra íslamista í Nígeríu, halda því landinu enn í heljargreip- um og hafa gert undanfarin sex ár. Liðsmenn Boko Haram vilja stofna íslamskt Nígeríuríki og hafa með hryðjuverkum, ógnarstjórn, mann- ránum, sprengjuárásum, nauðgun- um og öðru ofbeldi farið um landið og reynt að steypa núverandi stjórn- völdum í Nígeríu af stóli. Þau tengja sig ISIS-samtökunum og segjast vera Vestur-Afríkudeild þeirra. Boko Haram-samtökin voru stofnuð árið 2002 og bein þýðing nafnsins er (af Hausa-tungumálinu): „Vestræn menntun bönnuð“. Árið 2009 stofn- uðu Boko Haram herdeildir sínar og hafa síðan leikið lausum hala með tilheyrandi mannfalli. Árið í ár verð- ur sjöunda ár þeirra af hryðjuverka- árásum ef nígerísk stjórnvöld ná ekki yfirhöndinni. Sagðist vera búin að ljúka málinu Buhari hélt því fram við BBC fréttastofuna að samtökin gætu ekki lengur haldið áfram sínum hefð- bundnu árásum, en svo virðist sem hann hafi misreiknað stöðuna, enda voru árásirnar milli jóla og nýárs keimlíkar þeim hryllingi sem íbú- ar Nígeríu hafa búið við. Samtökin virðast fá meðbyr í hvert sinn sem forseti landsins segist vera að ná yfir höndinni. Svo var einnig uppi á teningnum varðandi fyrrverandi for- seta Nígeríu, Goodluck Jonathan. Tíu milljón börn án menntunar Þegar lýst er yfir væntanlegu hruni samtakanna taka þau sig upp og tví- eflast, leynt og ljóst. Um 20 þúsund hafa fallið á síðustu sex árum í árás- um þeirra, 1.000 skólar hafa verið lagðir í rúst og 1,5 milljónir manna hafa verið hraktar frá heimili sínu og eru á vergangi vegna aðgerða þeirra. Ein milljón barna er líklega án skólavistar vegna beinna aðgerða Boko Haram í Nígeríu og nágranna- ríkjunum, Tsjad, Níger og Kamerún. Foreldrar þora ekki að senda börnin í skóla, sem þó eru enn starfræktir, af ótta við samtökin sem telja, eins og áður sagði, að börnunum stafi ógn af menntun og berjast gegn henni. Kennarar eru hræddir við að mæta enda hafa 600 þeirra verið myrtir. Almennt eru 10 milljónir barna án skóla í Nígeríu, þar af 9,5 milljónir barna í Norður-Nígeríu. Buhari segir að samtökin hafi ekki lengur bolmagn til að ráðast á skóla, opinberar stofnanir eða sam- skiptaleiðir landsins. Þau neyðist til þess að einbeita sér að því að reyna að ná til sín yngri kynslóð víga- manna. Þau noti nú heimagerðar sprengur, hafi lítið vopnabúr og séu hornreka. Það verði erfitt fyrir þau að ná sér á strik, sagði hann fyrir árás- irnar þrjár. Nígeríski herinn hefur fengið að- stoð bandamanna sinna við að ná yfirhöndinni og hafa hermennirnir meðal annars verið þjálfaðir af Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum. Það mun hafa eflt nígeríska herinn umtalsvert, en enn er mikið verk óunnið. Mikilvægast er að mati stjórn- valda að hjálpa fólkinu sem neyðst hefur til að flýja að snúa aftur heim og endurbyggja stjórnkerfi landsins. Boko Haram eru talin vera að reyna innrásir í nágrannaríki Nígeríu. Þau ku bera ábyrgð á 100 árásum í nokkrum ríkjum á undanförnum mánuðum, samkvæmt vefsíðu ji- hadista. Sagt er að þúsund manns hafi fallið í þessum árásum. Að auki eiga fimm að hafa fallið í Níger í ný- legri árás. Örlög Boko Haram eru því enn ekki ráðin, þrátt fyrir loforðin. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Að störfum Hér má sjá nígeríska hermenn að störfum við að leggja í rúst bækistöðvar Boko Haram. Mynd EPA ÓHEFLAÐUR PÉTUR JÓHANN 2JA TÍMA STANZLAUST HLÁTURSKAST! TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIDI.IS 09. SÝNING ........UPPSELT. 10. SÝNING ........UPPSELT. 11. SÝNING ........FÖS. 05. FEB. (ÖRFÁ SÆTI LAUS) 12. SÝNING ........FIM. 11. FEB. 13. SÝNING ........FÖS. 19. FEB. SPRENGHLÆGILEG SÝNING SEM SÝND HEFUR VERIÐ FYRIR KJAFTFULLU HÚSI SÍÐAN Í NÓVEMBER SL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.