Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 36
Helgarblað 22.–25. janúar 201636 Fólk Viðtal „Þeir sögðu: This is a crook“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er loksins að upplifa langþráðan draum nú þegar Íslendingar eru komnir inn í lokakeppni EM. Hann hefur unnið ötullega að þessu markmiði innan sambandsins í rúm tuttugu ár og sér nú árangur erfiðisins. Á sama tíma finnst honum átakanlegt að verða vitni að svo umfangsmikilli spill- ingu innan FIFA sem teygir anga sína inn í UEFA. Það var honum mikið áfall þegar Michel Platini, forseti UEFA, var dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu og vonar að honum takist að hreinsa mannorð sitt. Blaðamaður settist niður með Geir og ræddi um EM, uppbygginguna á Íslandi, þjálfarateymið, spillingu í knattspyrnu- heiminum og hvernig fjölskyldulífið samræmist eina áhugamálinu – knattspyrnu. Í slendingar eru fámennasta þjóð­ in sem komist hefur á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki og margir spyrja hvernig í ósköpunum við fórum að þessu. Hvernig íslenska lands­ liðið fór úr því að vera í 130. sæti á styrkleikalista FIFA, upp í það 23. þegar best lét í sumar, á nokkrum árum. Sumir tala um Öskubusku­ ævintýri, en hvað er raunverulega að baki þessum árangri? „Þetta er akkúrat spurningin sem ég er búinn að fá linnulaust síðasta árið, eða alveg frá því við vorum líkleg til að fara í lokakeppn­ ina. Spurningin kemur frá erlend­ um aðilum, fjölmiðlum og mínum kollegum úti. Þeir spyrja hvað við séum eiginlega að gera á Íslandi. Það hafa komið ýmsar skýringar og menn streyma fram á sjónar­ sviðið með skýringar,“ segir Geir léttur í bragði þar sem við sitjum í betri stofunni í húsakynnum KSÍ. Hann hefur að sjálfsögðu sínar skýringar á reiðum höndum, enda hefur hann unnið ötullega að upp­ byggingu knattspyrnu á Íslandi síð­ astliðinn tuttugu ár eða svo. Bætt aðstaða lykilatriði „Það sem hefur hjálpað okkur mjög mikið er betri aðstaða til þjálfunar. Veðurfarið á Íslandi er nefnilega ekkert sérstaklega hagstætt knattspyrnuiðkun stóran hluta ársins. Tilkoma gervigrasvalla, í fyrstu, varð til þess að leikmenn þurftu ekki að sætta sig við malar­ velli. Síðan var það himnasending fyrir knattspyrnuna að fá yfirbyggða velli. Þá er hægt að þjálfa við bestu aðstæður tólf mánuði á ári, í staðinn fyrir fimm mánuði eins og hér áður fyrr. Ef það er eitthvað eitt sem á að benda á, sem hefur breyst, þá er það aðstaðan. Tækniþjálfun, sem er stór hluti af knattspyrnunni, fer ekki fram á malarvöllum eða klakabrynj­ uðum völlum. Eða þar sem vindur­ inn tekur bolta. Það gerist ekki þar,“ segir Geir og bendir jafnframt á að tækniþjálfun verði að hefjast þegar leikmenn eru ungir að árum og því sé mikilvægt að bjóða öllum aldurs­ flokkum upp á bestu mögulegu að­ stæður til iðkunar, líka þeim yngstu. „Það verður enginn tæknilega góð­ ur leikmaður sem byrjar um tvítugt. Það er of seint.“ Krafa um menntaða þjálfara Ferlið frá malarvöllunum að yfir­ byggðu völlunum hefur tekið um tuttugu ár. Strákarnir sem nú skipa landsliðið eru úr fyrstu árgöngunum sem hafa fengið tækifæri til að iðka knattspyrnu við bestu aðstæður allt árið um kring. Fyrir vikið búa þeir að því að vera tæknilega betri en eldri kollegar þeirra. „Þetta var mjög skipulega unnin uppbygging. Hvatinn að þessum mannvirkjum hefur komið frá knattspyrnusambandinu, þótt þau hafi að mestu leyti verið fjármögnuð af sveitarfélögunum. Stefnan kom héðan. Samhliða þessu höfum við hagnast gríðarlega á auknum styrk knattspyrnunnar í heiminum, al­ þjóðavæðingu knattspyrnunnar. Fagmennskan hefur aukist og með auknu fjármagni sem knattspyrnu­ samband Evrópu hefur haft úr að að moða hafa ýmis verkefni verið sett í gang, eins og að auka gæði knattspyrnuþjálfunar. UEFA setti ákveðinn staðal sem við byrjuðum strax að vinna eftir. Þjálfararnir eru því miklu betri í dag en þeir voru,“ útskýrir Geir. Og þá á hann ekki bara við þjálfara í efstu deildum því menntaðir þjálfarar sjá einnig Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Fótboltafíkill Geir segist geta horft á fótbolta endalaust en þurfi þó stundum að tempra sig fyrir fjölskylduna. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon „Það væri mikill sigur fyrir mig persónulega ef við komumst upp úr riðla- keppninni í 16 liða úrslit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.