Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 37
N ú um áramótin samein­ uðust upplýsingatækni­ fyrirtækin Omnis, Net­ vistun og Premis undir nafni Premis. Starfsmenn Omnis og Netvistunar eru nú fluttir í húsnæði Premis í Hádegis­ móum 4 og útkoman er öflugt þekkingarfyrirtæki sem er enn betur í stakk búið til að sinna þörfum viðskiptavina í upplýs­ ingatækni. Í þessum fjórblöð­ ungi er sagt nánar frá því helsta sem fyrirtækið hefur að bjóða. Kristinn Elvar Arnarsson, framkvæmdastjóri Premis, leiðir sameinað félag. Hann segir mikil tækifæri felast í sameiningunni: „Ólíkir styrkleikar þessara fyrir­ tækja koma saman og mynda eina sterka heild. Við erum því mjög spenntir að takast á við verkefni framtíðarinnar með sterkum hópi starfsfólks. Sem dæmi má nefna að Omnis hefur mikla reynslu í nýtingu skýja­ lausna fyrir sína viðskiptavini en Premis er aftur á móti með öfluga hýsingarþjónustu. Við teljum að lausnir framtíðar felist í að tvinna saman hagkvæmni skýjalausna við hýsingu þeirra kerfa sem þurfa nálægðina. Við erum svo með hóp tækni­ manna sem sinna þjónustu við viðskiptavini okkar á breiðum grunni, allt frá uppsetningu og rekstri miðlægra kerfa yfir í not­ endaþjónustu.“ Kristinn segir enn fremur að með sameiningu Netvistun­ ar við Premis verði til annar stærsti vefhýsingaraðilinn á landinu talið í fjölda hýstra léna, og að Premis geti nú boðið þessum stóra hópi við­ skiptavina aukna þjónustu í rekstri og nýsmíði heimasíðna. „Ætlun okkar er að bjóða við­ skiptavinum bæði ódýrar staðlaðar heimasíður og sér­ smíðaðar heimasíður.“ Premis hefur um langt árabil þróað hugbúnaðarlausnir fyrir íslenskan markað og má þar helst nefna samfélagsmiðað innra net fyrir fyrirtæki og leik­ skólakerfi sem á annað hund­ rað leikskólar nota. „Þrátt fyrir að við stækkum við sameininguna og verðum sterkari, er það ætlun okkar að halda fyrirtækjamenningunni sem lítið og aðgengilegt fyr­ irtæki, þar sem við vinnum saman sem ein fjölskylda að því að mæta þörfum viðskipta­ vina okkar.“ Premis byggir starfsemi sína á tveimur meginstoðum: Þjónusta við fyrirtæki og stofnanir í rekstri tölvumála n Rekstrarþjónusta – Við að­ stoðum við rekstur miðlægra kerfa og veitum tækniþjón­ ustu við notendur. n Hýsingarþjónusta – Við hýsum kerfi og gögn fyrir viðskiptavini bæði í okkar hýsingarumhverfi hér á Íslandi og hjá erlendum skýjaþjónustuaðilum. n Sala á búnaði – Við útvegum viðskiptavinum allan vélbúnað og margs konar hugbúnað frá þriðja aðila á besta verði. Hugbúnaðarlausnir n Vefhýsing og þjónusta – Við hýsum yfir 1.500 heimasíður fyrirtækja og stofnana í dag og aðstoðum við viðhald þeirra og þróun. n Vefsíðugerð – Við smíðum nýjar heimasíður og veflausnir af öllum stærðum og gerðum. n Hugbúnaður – Við smíðum vandaðar hugbúnaðarlausnir eins og samfélagsmiðað og samfélagsmiðað innra net og leikskólakerfi. E rlendur Ísfeld er yfir­ maður þjónustu og kerfislausna. Deildin sér um rekstur tölvukerfa okkar viðskiptavina að hluta eða í heild, hvort sem það er hýst í vélasalnum okkar eða hjá við­ skiptavini. Einnig sinnum við notendaþjónustu hjá stórum hluta af okkar viðskiptavinum. Við höfum lagt mikið upp úr sveigjanleika gagnvart okkar viðskiptavinum og byggj­ um okkar þjónustusamninga þannig að þeir mæti þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Miklar breytingar á upplýsingatæknimarkaði Undanfarin ár hefur þjónusta hinna ýmsu skýjaþjónustuað­ ila vera að þroskast og vaxa. Í krafti stærðarinnar ná þess­ ir þjónustuaðilar fram mikilli hagkvæmni í rekstri og það er okkar skoðun að fyrirtæki eigi að nýta sér þessar þjónustur af fremsta megni. Við höfum boð­ ið okkar viðskiptavinum Office 365 skýjalausn Microsoft, af því að við getum byggt bæði betri og ódýrari lausnir þegar Office 365 er hluti af pakkan­ um. Premis er með gull vottun frá Microsoft sem Small and Midmarket Cloud Solution Provider. Sérfræðingar okkar hafa leitt á annað hundrað fyr­ irtækja og stofnana í gegnum kaup og innleiðingu á Office 365 og þannig veitt okkar viðskiptavinum möguleika á aukinni framleiðni og meira spennandi starfsumhverfi. En skýjalausnir eru enn langt frá því að leysa allar þarfir fyrirtækja í upplýsinga­ tækni, enda eru nánast öll stærri fyrirtæki að reka tölvu­ kerfi á eigin tölvubúnaði eða í hefðbundinni hýsingu sam­ hliða skýjaþjónustum. Hýsingin að þróast Premis býður allar helstu lausn­ ir í hýsingarmálum. Vélasalur okkar er einn sá fullkomnasti á landinu með tilliti til öryggis­ mála og krafna um uppitíma. Allir vefþjónar okkar eru vaktaðir allan sólarhringinn og öll nauðsynleg gögn afrituð reglulega. Með tilkomu skýja­ þjónustu hefur það færst í vöxt að viðskiptavinir vilji geta af­ greitt sig sjálfir með sýndarnet­ þjóna og aðrar hýsingarþjón­ ustur. Þar höfum við boðið slíka þjónustu í gegnum x.is en fyrir liggur að bæta verulega í þá möguleika. Við höfum líka fjárfest í Simplivity sem er heildarlausn fyrir sýndarum­ hverfi sem mun styrkja okkar hýsingarþjónustu enn frekar. Premis er svo að hýsa yfir 1500 vefsvæði fyrir fyrirtæki og stofnanir sem gerir fyrirtækið annan stærsta vefhýsingaraðila landsins. Við sameininguna skapast tækifæri til sinna þess­ um viðskiptavinum betur og bjóða aðstoð við rekstur og þróun þessara vefsvæða. Þjónusta við notendur Við höfum undanfarið misseri verið að þróa leið til að auka þjónustugæði við notendur okkar viðskiptavina samhliða því að tryggja öryggi gagna og búnaðar. Við hófum því sam­ starf við erlendan aðila sem sérhæfir sig í slíkum ferlum og höfum byggt upp þjónustuleið sem við köllum þjónustu með yfirsýn. Við setjum vöktunar­, og öryggishugbúnað á tæki þeirra notenda sem við erum að þjónusta sem tengist þjón­ ustugátt hjá þjónustuborði Premis og getum þannig með aukinni yfirsýn og öryggisráð­ stöfunum varið gögn og tæki betur og bætt gæði notenda­ þjónustu þegar þörf er á henni. Omnis, Netvistun & Premis sameinast Sérhæfum okkur í rekstri tölvukerfa, hýsingu og hugbúnaðarsmíði og höfum gert það síðastliðin 17 ár Kristinn Elvar Arnarson fram­ kvæmdastjóri Premis og Bjarki Jóhannesson stjórnarformaður Omnis að handsala sameininguna. Þjónusta og kerfislausnir Erlendur með þjónustuhópnum sínum. Hádegismóar 4, 110 Reykjavík ­ sími 547 0000 ­ www.premis.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.