Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 42
Helgarblað 22.–25. janúar 20164 Betra líf - Kynningarblað Mexíkósk matar- gerð á Taqueria V eitingastaðurinn Taquer- ia leggur áherslu á ferska mexíkóska matargerð sem er sönn uppruna sínum. Hallberg Hallbergsson, rekstrarstjóri staðarins, segir að matseðillinn sé einfaldur og ekki það stór en bjóði upp á vegan val- kost. Eigandi staðarins, Jón Pálmar Sigurðsson, opnaði staðinn haustið 2015 sem er í Ármúla 21 í Reykjavík. Staðurinn varð til út frá matarvagni „Hugmyndin að staðnum kom með Taqueria-vagninum sem var einmitt stofnaður fyrir ári síðan og var í portinu fyrir utan Dubliners & Paloma í miðbænum,“ segir Hall- berg. „En gaman er að segja frá því að Grapevine-tímaritið valdi vagn- inn sem besta matarvagninn árið 2015,“ bætir hann við. Mexíkósk matargerð Hallberg segir áherslur staðar- ins vera mexíkóska matargerð og nefnir hvað sósurnar og nachosið hjá þeim sé vinsælt en allt sé gert á staðnum. „Taqueria er tilvalinn staður fyrir hópa og bjóðum við upp á „happy hour“ þar sem við erum með vínveitingaleyfi og því er afar hentugt að byrja kvöldið hjá okkur ef planið er að halda svo í bæinn seinna um kvöldið, svona ef maður er ekki bara að fá sér hádeg- ismat,“ segir Hallberg. Taqueria er opinn mánudaga til laugardags frá kl. 11.00 til 21.00. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.