Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 51
Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Kynningarblað - Betra líf 13
Hvað er góður skrifborðsstóll?
Penninn
S
tóllinn þarf fyrst og fremst
að vera notendavænn, not-
andinn þarf að geta stillt
hann á einfaldan hátt án
átaka og án þess að þurfa
að standa upp. Stóllinn þarf að
vera stöðugur og hjólin þurfa að
henta gólfefnunum í vinnurýminu,
til dæmis henta hörð hjól á teppi
en mýkri hjól á parket eða dúk. Þér
ætti að líða vel eftir að hafa setið í
honum í um eina klukkustund, því
skiptir bólstrunin máli, ef bólstr-
unin er of mjúk veitir hún ekki
nauðsynlegan stuðning.
Æskilegt er að stóllinn geti
hreyfst með þér í samhæfðri
hreyfingu stólbaks og stólsetu.
Stólsetan þarf að styðja vel við not-
andann og hana þarf að vera hægt
að hækka, lækka og dýpka. Stól-
bakið ætti að vera hægt að hækka
og lækka þannig að það styðji vel
við mjóbakið. Hlutverk armanna
er að létta álagi af háls- og herða-
vöðvunum.
Hvernig er best að sitja?
Það er ekki til neitt sem heitir „að
sitja rétt“ en þó er vert að hafa
nokkur atriði í huga þegar við
setjumst. Liðamót, bein og vöðv-
ar þarfnast þess að við breytum
um vinnustöðu og stellingar yfir
daginn og er það því eitt af að-
alhlutverkum nútímalegs skrif-
stofubúnaðar að bjóða upp á fjöl-
breytni.
Hér eru nokkur atriði sem huga
þarf að:
• Hafðu iljarnar á föstum fleti.
• Hafðu ekki minna en 90 gráðu
horn á stóru liðamótunum í
mjöðmum og hnjám.
• Hafðu smávægilegan fram-
halla á stólsetunni.
• Hafðu smávægilegan aftur-
halla á stólbakinu.
• Hafðu stuðning undir stærst-
um hluta læranna.
• Öll fjölbreytni er af hinu góða;
þú þarft á henni að halda.
Stattu við vinnuna
Kostir set/standborða eru ótví-
ræðir í ljósi þess að þjóðin er að
þyngjast. Mikilvægt er að standa
upp á 20 mínútna fresti og hreyfa
sig, sem þú getur nú gert við skrif-
borðið þitt. Rannsóknir hafa verið
gerðar á því hve mörgum hitaein-
ingum þú getur brennt með því
að standa upp og standa við skrif-
borðið þitt. Með því að standa í 3
klukkustundir á dag, fimm daga
vikunnar í eitt ár, brennir þú jafn
mörgum hitaeiningum og ef þú
myndir hlaupa 10 maraþon.
Hver er besta leiðin til þess að
nota borðið þegar setið er?
• Byrjaðu á því að stilla stólinn
þannig að fæturnir snerta gólfið
með hnén í 90 gráðum.
• Stilltu svo borðið þannig að
olnboginn myndi 90 gráður.
• Stilltu skjáinn þannig að aug-
un nemi við efri brún skjásins
þannig að bak og háls séu bein
og í þæglegri stöðu.
Hvernig er best að nota borðið
þegar staðið er við það?
• Stilltu borðið þannig að oln-
boginn myndi 90 gráður við
borðið.
• Stilltu skjáinn þannig að aug-
un nemi við efri brún skjásins
þannig að bak og háls séu bein
og í þæglegri stöðu.
• Það gæti tekið nokkra daga
að venjast því að standa við
vinnuna en brátt finnur þú
fyrir minni þreytu og ert betur
vakandi við störfin. n
Gerðar voru rannsóknir á yfir
250.000 manns sem notaðar
voru til þróa Trimension-
kerfið sem gerir að verkum
að stóllinn verður einskonar
framlenging á líkamanum sem
tryggir hámarks þægindi.
Líkamar okkar eru ekki gerðir til þess að sitja allan daginn þess vegna eru skrifstofustólarnir
með Trimension sérstaklega góðir bæði fyrir þægindi og heilsu þar sem líkaminn getur
hreyfst í allar áttir án þess að stóllinn verði fyrir jafnvægisbreytingum.
Sjúkraþjálfarar mæla með því
að fólk standi upp og standi við
vinnu sínu þar sem stoðkerfis
vandamál hafa aukist verulega
undanfarin ár vegna kyrrsetu.