Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Blaðsíða 52
Helgarblað 22.–25. janúar 201614 Betra líf - Kynningarblað Iceland Fitness með keppendur á Arnold Classic Íslenskir keppendur munu taka þátt í fitness-móti í Ohio K onráð Valur Gíslason er eigandi Iceland Fitness og einkaþjálfari í World Class Laugum. Hann hefur ver- ið tengdur fitness-heimin- um í fjölda ára, bæði sem keppandi í vaxtarrækt og þjálfari en hann hef- ur unnið fjölda titla á ferli sínum í sportinu. Iceland Fitness mun leggja leið sína á Arnold Classic í Ohio í mars með stóran hóp Íslendinga sem munu keppa í fitness. Blaðakona DV heyrði í Konráði til að forvitnast um fitness-heiminn og manninn á bak við Iceland Fitness sem er brautryðj- andi og leiðandi á íslenskum mark- aði þegar kemur að fitness og vaxtar- rækt. Hvað kom til að þú stofnaðir Iceland Fitness? „Þetta hófst í raun með mynd- bandi sem góðvinur minn Ari Alex- ander Ergis leikstýrði. Þannig var mál með vexti að við fengum níu af þeim keppendum sem ég var að þjálfa fyr- ir bikarmótið í fitness 2011 til að vera með í nokkurs konar „motivation“ myndbandi sem innihélt nokkrar stelpur í mjög góðu formi að gera æf- ingar. Myndbandið kom mjög vel út og fékk frábærar viðtökur, sérstak- lega erlendis. Myndbandinu hef- ur verið streymt vel yfir 100 þúsund sinnum á Youtube og Vimeo. Út frá þessu myndbandi kom sú hugmynd að setja upp heimasíðu sem myndi auðvelda keppendum að koma sér á framfæri erlendis með viðtölum, myndum og myndböndum ásamt því að setja einhvern ramma utan um einkaþjálfunina hjá mér. Heima- síðan ifitness.is fór í loftið 2012 og í dag eru myndböndin á síðunni yfir 220 talsins ásamt viðtölum og greinum um fitness-tengd málefni. Gaman er að nefna að eftir stofn- un síðunnar hafa þó nokkuð margir keppendur, sem hafa verið að standa sig vel, fengið umfjöllun í heims- þekktum fitness-blöðum erlendis eða fengið samning hjá einhverjum af fæðubótarefnarisunum eða stór- um fatamerkjum til dæmis.“ Hvað er framundan hjá þér? „Það er margt á döfinni hjá Iceland Fitness og ber þar helst að nefna keppnisferð á Arnold Classic USA en mótið er það stærsta sinn- ar tegundar í heiminum. Mótið er haldið í Columbus, Ohio 2.–6. mars og þangað mæta 18.000 keppend- ur sem keppa í alls kyns greinum yfir fjóra daga. Það eru um 200.000 manns áhorfenda sem fylgjast með, sem er gríðarlegur fjöldi. Ég verð með 13 keppendur í ár og Iceland Fitness mun vera duglegt að taka upp myndbönd af íslensku kepp- endunum, taka ljósmyndir og birta við þá viðtöl. Aðeins þremur vikum síðar er svo Íslandsmótið í fitness og býst ég við að vera með stóran hóp þar samkvæmt venju.“ Hvað þarf til að ná langt í þessu sporti? „Það er svo sem engin leyniupp- skrift en líkt og í öðru sporti þá krefst fitness gríðarlegs aga og vilja til að ná lengra og gera betur en aðrir. Þú þarft að vera reiðubúinn að æfa meira, brenna meira og pósa meira en þeir sem þú ert að fara að keppa við. Og svo er það blessað mataræðið, en ekkert sport í heiminum krefst þess að þú borðir eins útpælt og í fit- ness. Það þýðir ekki að þú eigir að borða lítið vegna þess að þá muntu rýrna í vöðvamassa og það er ekki gott, heldur þarf inntakan á orkuefn- um eins og próteinum, kolvetnum og fitu að vera í samræmi við mark- mið þín. Það nægir samt ekki að hafa bara þessa þætti á hreinu því góð genabygging skiptir víst máli líka og þó að margt megi laga með réttum æfingum er einfaldlega ekki hægt að lagfæra suma þætti í ræktinni. Hér á ég til dæmis við hlutföll milli efri og neðri líkama, stærð axlaramma, breidd á mjöðmum og fleira.“ Hvað ráðleggur þú fólki sem vill hefja feril í fitness? „Vertu alveg viss um hvað þú ert að fara út í. Þetta er dýrt sport, tíma- frekt, mjög krefjandi andlega og lík- amlega og alls ekki fyrir alla en þetta er líka gríðarlega gefandi og það er fátt sem kemst nálægt því að standa uppi á sviði í besta formi lífs þíns með brosið eyrna á milli í nokkurs konar alsæluástandi. Fáðu þér þjálf- ara með reynslu, sem þú treystir, og fáðu hann til að aðstoða þig við ferl- ið. Láttu útbúa æfingaprógramm þar sem unnið er í að laga gallana. Farðu í reglulegar mælingar eða taktu myndir til að fylgjast með árangrin- um og fáðu kennslu í pósum tíman- lega fyrir mót. Hægt er að kynna sér sportið frekar á ifitness.is. n Una Margrét Heimisdóttir Arnold Classic Europe meistari og Evrópumeistari í fitness unglinga árið 2014 er í þjálfun hjá Konráði. Mynd Jonas HallgriMsson Orka sem endist allan daginn Spirulina lífrænt fjölvítamín S pirulina er lífrænt fjölvítamín náttúrunnar,“ segir Anna Björg Hjartardóttir, fram- kvæmdastjóri Celsus. „Rann- sóknir hafa meðal annars sýnt að gæða Spirulina styrkir varnir líkamans gegn vírusum og bakteríum. Þeir sem neyta reglulega Lifestream Spirulina finna aukið heilsuhreysti,“ segir Anna. lifestream spirulina einstakt Lifestream Spirulina hefur yfirburði vegna hreinleika og næringarstyrk- leika. Hátt hlutfall af GLA-fitusýrum styrkir taugakerfið og dregur úr streitu og reynist mörgum vel gegn athyglis- bresti. Einbeiting eflist, dregur úr of- virkni, pirringi og sleni og er því gott fyrir námsmenn, börn og eldra fólk: einnig þá sem eru undir miklu vinnu- álagi. „Við verðum hressari, minnið skerpist, vellíðan eykst, sætindaþörf dvínar og það kemur góðu jafnvægi á blóðsykur. Lifestream Spirulina inni- heldur hátt næringarmagn af GLA og blaðgrænu,“ segir Anna. Hvað er spirulina? Spirulina eru örsmáir blágrænir þör- ungar. „Lifestream ræktar þörungana í ferskvatni undir ströngu óháðu gæða- eftirliti. Líkaminn nýtir svo næringuna úr Spirulinu betur en úr nokkru öðru fæði, að grænmeti meðtöldu. Ekk- ert annað Spirulina inniheldur eins mikið magn af næringu og Lifestream Spirulina: hreint og óblandað, laust við fylliefni,“ segir Anna. Hentar fyrir afreksfólk sem og börn „Lifestream Spirulina hentar fyr- ir fullorðna, unglinga og börn og er sérlega góð næring fyrir barnshaf- andi konur og konur með barn á brjósti því Spirulina er með mikla upptöku á auðmeltanlegu járni. Var- an er góð fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir sem og afreksfólk. Mikið af afreksfólki notar Lifestream bætiefnin. Börn og unglingar í íþróttum hafa einnig fundið mik- inn mun á að nota Spirulina,“ seg- ir Anna. Spirulina fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Krónunni, Nettó og Fríhöfninni. n lifestream Tryggir árangur Celsus Er stoltur styrktaraðili Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, íþróttmanns ársins 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.