Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 55
P remis hefur síðan 2009 þróað staðlaðar hug- búnaðarlausnir til endursölu ásamt því að smíða sérlausnir fyrir viðskiptavini sína. Við sameininguna við Netvistun um áramótin hefur nú bæst við aukin geta til að veita viðskiptavinum meiri þjónustu við þróun og nýsmíði vefsvæða. Hvort sem verk- efnið snýr að staðlaðri vefsíðu eða sérhönnuðum vefkerfum sem þurfa tengimöguleika við önnur kerfi, er hugbún- aðarteymi Premis til þjónustu reiðubúið og hokið af reynslu. Mynd af hugbúnaðarteyminu Dæmi um sérlausnir Við höfum mikla reynslu og góðan grunn til að hanna sérlausnir sem leysa ákveðin verkefni eða ferla fyrir við- skiptavini. Meðal ánægðra viðskiptavina með sérlausnir frá okkur eru N1, Akureyrar- bær, Hafnarfjarðarbær, Orkufjarskipti og AFS. Sérlausnirnar sem við höf- um m.a. gert eru: n Bókunarvél fyrir bílaleigu n Upprunavottorðskerfi fyrir Viðskiptaráð Íslands n Meðlimaskrá með greiðslu- samningum n Eftirlitskerfi n Uppgjörskerfi n Bókunarkerfi fyrir Smur og dekk n Innritunarkerfi fyrir grunn- og leikskóla n Verkbókhald Karellen leikskólakerfið Karellen er veflausn fyrir leik- skóla sem hefur upp á að bjóða stýringu og skemmtilega og ferska vefsíðu fyrir leikskólann. Um 10% íslensku þjóðarinnar eru með aðgang að Karellen leikskólakerfinu en um 80 leik- skólar nota kerfið. Kerfið hefur þegar vakið athygli erlendis og er það í prófun hjá stórum erlendum leikskólum. Karellen auðveldar leikskólum að miðla upplýsingum og efni til forráða- manna. Í boði er smáforrit sem gefur forráðamönnum barna möguleika á að fá tilkynningar, myndir og áminningar varð- andi viðburði í símann hjá sér. Deildir leikskólans geta verið með smáforrit á spjaldtölvum og merkt börn inn á myndirn- ar jafnóðum og þær eru teknar, þá fá forráðamenn aðgengi að þeim myndum sem teknar voru af barninu þeirra strax. Einnig er auðvelt að senda skilaboð ef t.d. vantar aukaföt eða ef eitt- hvað hefur gleymst. Karellen er hannað til að auðvelda starfs- fólki leikskóla þá umsýslu sem fylgir starfinu enda hannað í samstarfi við leikskóla. Vefsvæði/heimasíður Við höfum á okkar snærum mjög færa hönnuði, forritara og ráðgjafa sem geta aðstoð- að þig. Hvort sem þig vantar hýsingu fyrir vefinn eða að láta smíða hann frá grunni þá getum við leyst það fyrir þig. Við erum að hýsa um 1.500 vefi í dag sem eru allt frá ein- földum vefsvæðum upp í stór vefkerfi. Ertu með hugmynd að vef sem þig langar að koma í loftið? Hafðu þá samband við okkur og við finnum réttu lausnina fyrir þig. Nánari upp- lýsingar veitir Hrafnkell Ing- ólfsson, ráðgjafi í söludeild. Hugbúnaðarlausnir C orrian er úr beint úr smiðju Premis og er s a m f é l a g s m i ð a ð u r innri vefur sem gefur vef-, mannauðs- og markaðsstjór- um einfalda og hraða leið til að miðla efni til starfsfólks. Þegar við hófum hönnunarferlið að nýjum innri vef ákváðum við að kanna hvað væri til á markaðnum og hvað mætti gera betur. Við greininguna komumst við að því að flestir þeirra vefja sem voru í boði voru oft mikil bákn, þung skjalastjórnunarkerfi sem reynt hafði verið að að- laga innri vef, læstir á bak við eldveggi, vantaði aðdráttarafl og möguleika á samskiptum. Við lögðum því mikla áherslu á að okkar innri vefur hefði mikið aðdráttarafl og væri að- gengilegur hvar sem er. Átta mánaða hönnunarferli Eftir átta mánaða smíði í sam- starfi við N1 var útkoman lif- andi, samfélagsmiðaður innri vefur með umhverfi og virkni sem flestir þekkja og gaman er að vera á. Corrian er ekki læstur innan fyrirtækisins og virkar í öllum tækjum, þannig að starfs- menn geta líka kíkt á innri vef- inn í símanum, á hlaupum og einnig í heimatölvunni. Þegar búið er að skrá sig inn birtist tímalína þar sem hægt er að deila efni á; frétt- um, hlekkjum á aðrar síður, myndböndum og fleiru. Með Corrian er lítið mál að halda utan um skráningar á viðburði svo sem námskeið eða á starfsmannagleðina, deila fréttum á starfsmenn, leyfa þeim að eiga góð sam- skipti og mynda minni sam- félög svo sem hjóla-, göngu-, og tónlistarhópa. Að sögn viðskiptavina okkar fengu starfsmenn rödd innan fyrir- tækisins. Umræður og skoð- anaskipti geta líka átt sér stað á milli lokaðra sviða, hópa og deilda innan fyrirtækisins þar sem aðeins þeir sem tilheyra hópnum sjá færslur sem ætl- aðar eru þeim. Markaðs- og mannauðssvið eru vanalega þau svið sem sjá mikinn hag í að innleiða vef- inn. Corrian innri vefurinn auð- veldar meðal annars innri mark- aðssetningu þar sem t.d. er hægt að kynna komandi mark- aðsherferðir fyrir starfsfólki eða fá skoðanir frá þeim sem eru næst viðskiptavininum. Notendur okkar eru upp- spretta stöðugrar þróunar: Hugbúnaðarteymið okkar hefur lokið sinni hönnun á vefnum en stöðugt berast okkur flottar, nýjar hugmyndir frá okkar frábæru notendum. Þegar við fáum nýjar hug- myndir að viðbótum sem við teljum að fleiri getað notað, smíðum við þær og allir fá að njóta þess án auka kostnaðar. Allar uppfærslur, hýsing, af- ritun og aðstoð við notendur er innifalin í föstu lágu mánað- argjaldi og því er enginn auka- kostnaður. Vefurinn er tilbúin lausn sem er einföld í upp- setningu. Tengingar við önnur kerfi notenda krefjast þess að þau séu með vefþjónustu en flest kerfi í dag eru með vefþjónustu. Möguleikarnir eru nærri óendanlegir og eru mjög spennandi viðbætur að bætast við á næstu vikum. Þar ber helst að nefna E-learning kerfi, sem er mjög spennandi viðbót við Corrian innri vef- inn. Í E-learning kerfinu verð- ur hægt að halda námskeið, taka próf og fylgjast með hver hefur tekið prófið og hvernig viðkomandi gekk. Ef þú vilt fá kynningu á Corrian innri vefnum fyrir þitt fyrirtæki kostar það aðeins einn kaffibolla. Corrian – bylting í innri vefjum Innri vefur Premis Sérfræðingar hugbúnaðarlausna glaðir í bragði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.