Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Qupperneq 56
F lestir hafa upplifað vandamál með þráðlausa netið, nettenginguna, afruglarann, sjónvarpið eða önnur dæmi- gerð nettengd „heimilistæki“. Tæknisveitin er til taks fyrir íbúa Reykjarvíkursvæðisins, Akraness og Reykjanesbæjar. Tæknisveitin til hjálpar! Ruth Hinriksdóttir, sem er hóp- stjóri Tæknisveitarinnar, seg- ir mikið leitað til þeirra enda sé þjónustan áreiðanleg. „Við bregðumst fljótt við og leysum yfirleitt þau vandamál sem upp koma. Verkefnin eru af mörg- um toga, allt frá því að tengja heimabíókerfi, uppsetningu á tölvu eða aðstoð við að laga þráðlaus net, yfir í einfaldari hluti eins og að skipta út snúr- um og tengja sjónvörp. Heim- ilin styðjast í auknum mæli við snjalltæknina og venjulegt fólk þarf oft aðstoð við að koma tækjum í fulla virkni.“ Tæknisveitin kappkostar að bjóða góða tæknimenn með fjölbreytta reynslu, þannig að unnt sé að huga að sem flestu tæknitengdu í sömu heimsókn. Ruth telur jafnframt að sambærileg þjónusta sé ekki í boði hér. Þar til Tæknisveitin tók til starfa var algengt að kalla þurfti til mismundi sérfræðinga fyrir hvern málaflokk þegar kom að úrlausn tæknimála heimilanna þ.e.a.s. tölvumann, sjónvarps- virkja, rafvirkja o.s.frv. Ruth minnir á að með því að nýta þjónustu Tæknisveit- arinnar, þar sem hægt er að sinna mörgum verkefnum í sömu heimsókn, sé hægt að spara fjármuni, þar sem það sé hreint ekki ódýrt að kalla til tvo til þrjá sérhæfða tæknimenn, sem hver um sig sinnir sínu afmarkaða verk- efni. Það er til dæmis mjög algengt þegar fólk flytur úr einu húsnæði í annað að það flækist fyrir því að tengja sjónvörp, tölvur, síma, hljóm- flutningstæki og fleiri tæki á nýja staðnum. „Við mætum þá á svæðið og göngum frá öllu, þar með talið að ganga frá snúrum og leggja lagnir ef með þarf.“ Ruth bendir líka á að ánægjustuðull heimilisfólks og fasteignaeigenda aukist við það að allir hlutir virki og séu í takt við tímans tönn. „Ef netbúnaður á heimilum er ekki settur upp með réttum hætti getur verið auðvelt er fyrir óprúttna náunga að hlaða niður efni á kostnað eiganda og jafnvel nálgast trúnaðar- upplýsingar eins bankaupp- lýsingar og kreditkortanúmer. Því þarf að gæta vel að ör- yggismálum. Einnig er mjög algengt að þráðlausa netið á heimilum náist illa á sumum svæðum heimilisins. Það þýð- ir að eigendur geta ekki verið á internetinu á þeim svæðum sem getur verið ansi hvimleitt. Þetta getum við leyst hratt og örugglega.“ Hvernig gengur þjónustan fyrir sig? Ferlið er einfalt. Þú hringir í síma Tæknisveitarinnar 444 9911 eða sendir tölvupóst á hjalp@taeknisveitin.is. Sölu- ráðgjafi okkar spjallar við þig og gerir eftirfarandi: n Greinir og metur í hverju verkefnið felst. n Ef verkefnið er viðamikið er boðið upp á úttekt þar sem tæknimaður mætir á staðinn. n Ef verkefnið er nokkuð skýrt er kostnaður áætlaður. n Hentugur tími til að vinna verkefnið er fundinn sem er staðfestur með símtali síðar. Tæknimaður mætir á stað- inn og vinnur verkefnið með viðskiptavin á staðnum. Hann mætir með búnað sem þarf til verkefnisins og upplýsir við- skiptavin um kostnað. Þegar verki er lokið er kannað hvort allt virkar sem skyldi og við- skiptavini kennd öll helstu atriðin. Síðan er gengið frá greiðslu í gegnum kredit- eða debetkort. Reikningur er síð- an sendur með tölvupósti. Verðlagning Hver heimsókn með hálftíma vinnu inni á heimili kostar 11.990 krónur. Þar er inni- falinn akstur og aksturstími. Hver byrjaður hálftími í vinnu kostar 4.990 krónur. Búnaður og allt efni er svo verðlagt sér- staklega. Meðal algengra verkefna sveitarinnar eru: n Tengingar á tölvu- og net- búnaði n Stilling og uppsetning á sjónvörpum og afruglurum n Vírushreinsun og bætt net- öryggi n Ráðleggingar og aðstoð við að tryggja öryggi heimilisfólks á internetinu n Sett upp Netflix og aðrar veitur n Lagnavinna og ídráttur n Aðstoð við að endurtengja tæki og leggja lagnir eftir flutning í nýtt húsnæði Umsagnir viðskiptavina Við höfum fengið fjölmargar umsagnir sendar í tölvupósti frá okkar ánægðu viðskipta- vinum. Hér eru nokkur nafn- laus dæmi: Umsögn 1 - „Ég hafði lengi verið í vandræðum með sjón- varpsmálin hjá mér en nú er allt farið að virka í öllum þremur tækjunum hér í hús- inu. Ég var hissa á hversu fljótt ég gat fengið mann á staðinn og hversu vel gekk að koma þessu heim og saman.“ Umsögn 2 - „Þetta fór nú aldeilis vel. Komin með ljós- leiðarann á alla staði þar sem ég þurfti. Voru mjög smeykir við þetta í upphafi, þurfti að draga úr og draga í en þetta var eldklár náungi sem mætti og hann kláraði þetta með stæl. Þakka enn og aftur fyrir flotta þjónustu.“ Umsögn 3 - „Nú er allt að virka fullkomlega. Heimilis- fólkið getur nú horft á efnið í hvað tölvu eða sjónvarpi sem er. Þetta er algjör snilld. Ykkar maður var ekki nema þrjá tíma að stilla þessu upp, en það hefði tekið mig marga daga sjálfur.“ Við komum til þín þegar þú ert í vandræðum með tæknimálin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.