Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 58
Helgarblað 22.–25. janúar 201638 Fólk Viðtal um þjálfun yngri flokkanna. „Við gerum þá kröfu á okkar aðildar- félög að þau séu með menntaða þjálfara. Á Norðurlöndunum er þessu öðruvísi farið því fjöldi iðk- enda er svo mikill. Þá eru það bara foreldrar sem sjá um að skipta í lið og þjálfa. Þarna er styrkurinn í fá- menninu. Við getum gert þessar kröfur, að þjálfarar hafi ákveðna grunnmenntun samkvæmt staðli frá Evrópska knattspyrnusam- bandinu.“ En það kemur meira til að mati Geirs. „Kjarninn í þessu öllu saman, sem á líka stóran þátt í því að kvennalandsliðið hefur tvisvar komist í lokakeppni og stefnir á þá þriðju, og 21 árs liðið komst í lokakeppni, það er þessi ótrúlegi kraftur og skipulag í okkar aðildar- félögum. Ótrúlegur vilji og fórnfýsi ótal sjálfboðaliða sem hefur byggt upp starfið. Með þessu byggjum við upp sterkari grunn og sterkari fé- lög,“ segir Geir, en hann vill einnig meina að hugarfar Íslendinga, keppnisandinn og samkenndin hafi sitt að segja. Einn sigur gæti dugað Einhverjir vilja meina að Ís- lendingar hafi verið heppnir með riðil á EM, sem samanstendur, auk okkar, af Austurríkismönnum, Portúgölum og Ungverjum. Geir er að einhverju leyti sammála því að strákarnir megi teljast heppnir, en þó ekki alveg. „Portúgalir eru með einn besta leikmann í heimi, Ron- aldo. Leikmenn eins og hann og Messi vinna leiki upp á eigin spýt- ur. Austurríkismenn eru með mjög áhugavert lið og það lið sem kom einna mest á óvart í undankeppn- inni. En kannski vorum við heppnir að fá Ungverja. Þeir voru fyrirfram taldir slakasta þjóðin í keppninni.“ Einn sigur í riðlakeppninni gæti komið okkur áfram í 16 liða úrslit, en það er ekki öruggt. Efstu tvö liðin komast alltaf áfram og svo fjögur lið af sex sem lenda í þriðja sæti. „Ég hef alla trú á því að þeir geti náð mjög langt. Það væri mik- ill sigur fyrir mig persónulega ef við komumst upp úr riðlakeppninni í 16 liða úrslit. Það væri stór áfangi fyrir Ísland.“ Stuðningsmenn gera gæfumuninn Liðið er ekki að fara á þetta stór- mót bara til að vera með, að sögn Geirs. Strákarnir ætla sér miklu meira en það. „Metnaðurinn í þess- um drengjum er þannig að þeir horfa bara alla leið. Við erum auð- vitað að spila við allar snjöllustu knattspyrnuþjóðir í Evrópu, en það vegur mjög þungt að við megum reikna með um 7.000 Íslendingum á leikjunum okkar. Það er þvílíkur styrkur fyrir okkur,“ segir Geir. Það er einlægni í orðum hans og það fer ekki á milli mála að hann er í alvöru virkilega þakklátur fyrir áhugann og stuðninginn. „Á allri minni tíð hjá knattspyrnusambandinu eru sára- fáir leikir þar sem við höfum feng- ið mikinn stuðning á útivelli, þótt það sé undantekningar, eins og í Hollandi í fyrra. 7.000 stuðnings- menn geta gert mjög mikið fyrir liðið í keppninni.“ Íslendingar fengu úthlutað rúmlega tuttugu þúsund miðum á leikina þrjá í riðlakeppninni, sem er mjög mikið miðað við aðrar þjóðir. Það orsak- ast af því að leikirnir verða spilaðir á stórum leikvöngum í Marseille og París. Við höfðum nefnilega heppnina með okkur við þá niður- röðun. Búið er að loka fyrir umsóknir um miða á EM en alls sóttu Íslendingar um 26.985 miða. Það samsvarar um 8,25 prósentum þjóðarinnar. Hafa ber þó í huga að margir hafa eflaust sótt um miða á alla leikina. En gera má ráð fyrir því að allir sem sóttu um fái miða. Það voru þó ekki allir sem höfðu trú á því að þessir miðar myndu seljast svo glatt og Geir fékk að heyra þær efasemdaraddir frá er- lendum kollegum. „Á síðasta ári þegar við vorum búin að vinna leik- inn í Kasakstan og allir að tala um að Ísland væri á leið á EM, þá hitti ég forseta UEFA, Michel Platini, og hann sagði: „Ætlið þið að fara alla leið? Það er nú frábært. En verðið þið með einhverja stuðn- ingsmenn?“ Hann veit auðvitað að við erum bara 330 þúsund,“ segir Geir kíminn. Hann svaraði Platini að sjálfsögðu mjög kokhraustur – sagði að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa af því. „Þessar umsóknir eru þó umfram mínar björtustu vonir. Menn áttu ekki von á þessu, enda var það helsta fréttin inni á síðu UEFA eftir að umsóknarfrestinum lauk að miðamagnið hefði sam- svarað 8,25 prósent af fólksfjöldan- um.“ Spilling innan FIFA Fyrst Platini hefur borist í tal er ekki úr vegi að spyrja Geir út í spill- inguna sem kom upp innan Al- þjóðaknattspyrnusambandsins – FIFA – á síðasta ári og teygði anga sína inn í UEFA þar sem Platini var forseti. Þá hafði Platini gefið út að hann ætlaði að sækjast eftir forsæti í FIFA á þessu ári, þegar Sepp Blatt- er stigi til hliðar. Eftir að FBI hóf rannsókn á spillingu og fjársvikum innan FIFA kom í ljós að FIFA hafði lagt tæpar tvær milljónir sviss- neskra franka, eða um 240 milljónir íslenskra króna, inn á reikning Platini árið 2011. Báðir segja þeir að greiðslan hafi verið vegna van- goldinna launa fyrir ráðgjafar- störf sem Platini vann fyrir Blatt- er á árunum 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er hins vegar til vegna þeirra starfa, enda segj- ast þeir aðeins hafa gert munnlegt samkomulag sín á milli. Ástæðuna fyrir því að greiðslan barst svo seint segja þeir vera slæma fjárhags- stöðu FIFA á þeim árum sem Platini sinnti ráðgjafarstörfum. Sú skýring hefur ekki verið tekin gild og hef- ur siðanefnd Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins dæmt þá báða í átta ára bann frá knattspyrnu. Trúir frásögn Platini „Þetta er mjög sorglegt mál fyrir okkur á sama tíma og við erum að eiga okkar stærstu stundir í knattspyrnusögunni. FIFA er auð- vitað búið að vera í skelfilegum málum og það er enn verra að UEFA skuli dragast inn í þetta. Við höfum alltat stutt og staðið þétt við bak- ið á Platini. Þegar Svíinn Lennart Johansson var búinn að vera í 17 ár sem forseti FIFA þá studdum við Platini í forseta. Þetta er auðvit- að mjög slæm staða fyrir alla, hvert sem litið er; Evrópska knattspyrnu- sambandið, okkur og hann sjálfan. Ég vona að honum takist að hreinsa sitt nafn, eins og hann stefnir að og hefur sagst ætla að gera.“ Aðspurður segir Geir þetta hafa verið áfall fyrir hann sjálfan. „Þetta var mikið áfall fyrir mig og alla forystumenn í Evrópu þegar þetta kom upp.“ En trúir hann á sakleysi Platini? „Þetta er kannski ekki spurning um sekt eða sakleysi. Hann hefur gengist við því að hafa gert þennan munnlega samning við Blatter. Þetta snýst ekki um það. Spurningin snýst frekar um hvort hann hafi átt að upplýsa stjórnir UEFA og FIFA um það þegar hann fékk þessa greiðslu loksins. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að hann segi satt og rétt frá. Það sem gerist er að hann innheimtir þetta ekki strax og hlutirnir breytast og þróast. Þegar hann loksins fer að innheimta þá segir Blatter honum að senda reikinginn inn og hann er greiddur. Það sem lítur svo illa út er að nokkrum mánuðum seinna er Blatter endurkjörinn forseti FIFA. Reyndar án mótframboðs.“ Löngu tímabært að taka til Geir segir það í sjálfu sér ekki hafa komið sér á óvart þegar upp komst um spillingu innan FIFA. Þegar hann var að byrja að starfa innan KSÍ og var að kynnast kollegum sín- um á Norðurlöndunum, þá bentu þeir honum á nokkra „þrjóta“, sér- staklega frá Mið-Ameríku. „Þeir sögðu: This is a crook. Og það eru einmitt þeir sömu og voru loksins teknir núna, tuttugu árum seinna,“ segir Geir, en nokkrir af æðstu stjórnendum FIFA voru handtekn- ir í aðgerðum lögreglu á síðasta ári. Það var því almenn vitneskja um það innan FIFA að þar viðgengist spilling og mútur. „Eins og þessi frægasti, Jack Warner, hann var kennari, en varð allt í einu múltí- milli. Það kom ekkert á óvart með þessa menn. Spillingarvandamál- ið virðist vera landlægt og þá helst í Mið-, Suður- og Norður-Ameríku. Það var orðið löngu tímabært að taka til, en það kom á óvart hvað þetta var mikið.“ Það hefur aldrei komið til þess að reynt hafi verið að hafa áhrif á Íslendinga með vafasömum hætti í knattspyrnuheiminum, að sögn Geirs. Enda hafa Íslendingar aldrei átt stjórnmarmann í FIFA og einungis tvisvar í UEFA. „Það hefði örugglega verið reynt að nálgast okkur ef við hefðum verið í þannig aðstæðum. Ég þekki marga Evrópu- menn sem augljóslega var reynt að hafa áhrif á,“ segir Geir hreinskil- inn. Spillingin er því víða þótt hún nái sem betur fer ekki til Íslands. Og þangað snúum við aftur. Meiri fagmennska í dag Samningur við Lars Lagerbäck, annan þjálfara landsliðsins, renn- ur út að loknu Evrópumóti, en mik- ill vilji er fyrir því að halda honum áfram. Að öllu óbreyttu mun hins vegar Heimir Hallgrímsson, hinn þjálfarinn, taka alfarið við keflinu. „Það er draumur Íslendinga, alla- vega þeirra sem hafa áhuga á fót- bolta, að hafa hann áfram. Ég hef rætt við Lars. Hann liggur undir feldi og ætlar að ræða við mig síð- ar,“ segir Geir sposkur á svip. „Ég vil hafa þá báða áfram. Auðvitað er það Lars sem hefur fært okkur alla þessa reynslu og kunnáttu, Meiri fagmennska Geir segir það alveg á tæru að meiri fag- mennska sé í kringum landsliðið í dag en hér áður fyrr. Mynd ÞorMAr VIgnIr gunnArSSon „Ég vona að honum takist að hreinsa sitt nafn, eins og hann stefnir að, og hefur sagst ætla að gera. „7.000 stuðn- ingsmenn geta gert mjög mik- ið fyrir liðið í keppninni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.