Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 59
Helgarblað 22.–25. janúar 2016 Fólk Viðtal 39 en þáttur Heimis er gríðarlega mikill líka. Hann er mjög agaður, skipulagður og metnaðarfull- ur þjálfari. Kostir þessara tveggja manna saman hafa nýst okkur frá- bærlega.“ Geir tók við formennsku í KSÍ árið 2007 og viðurkennir að slakt gengi íslenska karlalandsliðsins fyrstu árin á eftir hafi verið hon- um þungbært. „Þegar maður lítur til baka þá sér maður að við vor- um með nokkra mjög góða leik- menn og einn frábæran – Eið Smára Guðjohnsen – en hinir voru ekki nógu góðir. Það vantaði meiri stuðning við Eið Smára. Þá voru allt of mörg mál sem komu upp þar sem menn neituðu að spila af ýmsum ástæðum, voru ósáttir við þjálfarana og margt fleira. Slíkt hef- ur ekki verið að koma upp núna og hópurinn heldur mjög vel saman.“ Aðspurður segir Geir það alveg á tæru að meiri fagmennska sé í kringum liðið núna en var á árum áður. Menn hafi kannski ekki alltaf verið að taka leikinn nógu alvar- lega. „Auðvitað vilja menn ná ár- angri í því sem þeir eru að gera. En ef hann næst ekki þá kannski slappast menn. Ef maður á ekki séns og er að tapa öllum leikjum þá kemur upp kæruleysi og vantrú. Þetta snýst líka um móral á milli kynslóða. Þegar ég horfi til baka þá er fagmennskan í kringum okk- ar lið í dag allt önnur en fyrir þrjá- tíu árum. En það er þannig á öllum sviðum.“ Geir segir að með tilkomu Lars og hans reynslu hafi ýmis- legt breyst innan KSÍ. „Hann hefur hjálpað okkur mikið. Hann hefur aðra nálgun á hlutina og viðhef- ur vinnubrögð sem okkar þjálfarar voru kannski ekki með. Þeir höfðu bara ekki reynslu til þess.“ Draumurinn að rætast Eftir að ljóst varð að Íslendingar voru á leiðinni á EM vildu margir eigna sér þá hugmynd að hafa feng- ið Lars til að þjálfa liðið. Geir hlær þegar blaðamaður spyr hann hver hafi átt hugmyndina í raun og veru. „Þetta var mjög aulalegt allt saman. Það er alveg sama hvað hugmynd- irnar eru margar, það er bara þannig að formaðurinn leiðir það að ráða þjálfara, enda þarf hann að vera í góðu samstarfi við þjálf- arann.“ Hugmyndin um að fá Lars sem þjálfara var því alfarið Geirs. „Já, algjörlega,“ segir hann án þess að hika. „Ég hafði fylgst mjög náið með landsleikjum Svíþjóðar á árunum 2000 til 2010 og tel hann einn sterkasta „mastermind“ í taktík í fótbolta í heiminum. Svo er margt svipað með okkur og Svíum. Við vorum alltaf að reyna að spila agaðan varnarleik hérna áður fyrr, en náðum því aldrei. Við höfum náð því með þetta landslið. Með Lars og Heimi. Allt í einu gátum við spil- að leiki án þess að fá á okkur mörk og þá þarf bara að skora eitt til að vinna,“ segir Geir og brosir stoltur. Hann er stoltur af því að hafa stuðl- að að frábærum árangri íslenska landsliðsins með ýmsum hætti. Og hann má vera það. Fölskvalaus gleðin yfir góðum árangri leynir sér ekki þegar hann talar um liðið. Draumurinn er loksins að rætast. „Tilfinningin er alveg frábær. Það er búið að vera draumur minn frá því ég hóf störf innan knattspyrnu- hreyfingarinnar að komast á HM eða EM. Við vorum svo nálægt því að fara til Brasilíu á HM. Ég hef haft þá stefnu og sýn að við myndum ná því að komast á stórmót. Ég hef aldrei gefið eftir. Þetta er búin að vera mikil uppbyggingarsaga og ég er heppinn að fá að lifa þessa tíma.“ Góður árangur smitar En telur Geir að Íslendingar geti viðhaldið þessum góða árangri í knattspyrnu þegar núverandi landsliðsmenn verða komnir af sínu léttasta skeiði? „Þessir strákar sem nú mynda kjarna liðsins geta hæglega gert það nokkrar keppnir í viðbót. Þeir eru á það góðum aldri. Svo var ég ótrúlega stoltur þegar íslenska 21 árs-liðið vann Frakka á heimavelli í Evrópukeppninni. Það sýnir að það eru fleiri efni á ferðinni. Mér eiginlega brá þegar ég sá strákana uppstillta þegar þjóð- söngvarnir voru leiknir. Frönsku strákarnir voru eins og fullorðnir menn, stórir og sterklegir, á meðan íslensku strákarnir voru eins og hálfgerðir unglingar. En liðsheildin okkar og góðir einstaklingar gerðu það að verkum að við gátum unnið þetta lið. Góður árangur A-liðsins smitar út frá sér og ég vona að við fáum aftur svona góða liðsheild og er í liðinu í dag. Það er svo mikil- vægt fyrsta skref að komast inn á lokakeppni stórmóts. Við sjáum það bara með kvennaliðið sem er tvisvar búið að fara á stórmót og nú stefnum við ótrauð á að fara inn í þriðja sinn.“ Aldrei góður í fótbolta Þótt Geir lifi gjörsamlega og hrær- ist í knattspyrnu alla daga, allan daginn, og jafnvel á nóttunni líka, þá hefur hann sjálfur aldrei verið neitt sérstaklega góður í leiknum. Hann komst mjög snemma að því þegar hann spreytti sig með KR sem barn og unglingur. Geir er fæddur og uppalinn í Vestur bænum og að sjálfsögðu gallharður KR-ingur. „Ég spilaði knattspyrnu með yngri flokkunum og dreymdi auðvitað um að spila fyrir liðið, en ég held að félagarnir hafi séð fyrir sér að ég yrði betri í pappírsvinnunni. Þegar menn voru farnir að biðja mig um að gera hitt og þetta utan vallar þá áttaði ég mig á því að ég væri lík- lega ekki í topp tuttugu. Ég byrjaði að þjálfa 16 ára gamall og fór fljót- lega að dæma líka. Svo fór ég að taka þátt í starfsemi deildarinnar. Ég var varaformaður knattspyrnu- deildar KR og framkvæmdastjóri. Ég starfaði mjög mikið að fram- gangi knattspyrnumála í KR í að minnsta kosti áratug, eða alveg til 1992, þegar ég fór inn í KSÍ.“ Geir segir það hafa komið sér vel eftir að hann hóf störf innan sambandsins að hafa bakgrunn í þjálfun og dóm- gæslu. Það hefur gefið honum betri innsýn. Fyrir utan þá tvo vetur sem Geir kenndi stærðfræði, bæði við Menntaskólann á Laugarvatni og í Reykjavík, hefur hann ein- göngu fengist við störf í tengslum við knattspyrnu. Sjálfur lauk hann stúdentsprófi af stærðfræðibraut MR og var mikill stærðfræðiheili. Það hefur komið sér vel í störfum hans fyrir KSÍ. „Það er gott að kunna aðeins á tölur. Ég hef allan þennan tíma komið að rekstri knattspyrnu- sambandsins. Þá er betra að vita muninn á plús og mínus,“ segir hann og hlær. Eftir stúdentsprófið byrjaði hann í Háskóla Íslands en fann sig ekki. „Fótboltinn togaði. Ég hefði kannski haft áhuga á því íþróttatengda námi sem núna er boðið upp á, en það var ekkert slíkt í boði á sínum tíma.“ Horfir á fótbolta og les ljóð Þegar blaðamaður spyr Geir hvort hann hugsi um eitthvað annað en fótbolta, er svarið einfalt: „Nei.“ Það er að minnsta kosti stutta útgáfan af svarinu. „Þegar ég er ekki bund- inn af öðrum verkefnum heima þá horfi ég á fótbolta í frítíma mínum.“ Hann á sér einfaldlega ekki önnur áhugamál og þannig slakar hann líka vel á. „Ég veit ekki hvað þetta er, kannski eitthvað í genunum, en ég get horft á fótbolta enda- laust. Ég vil samt bara horfa á gæðaknattspyrnu. Ég fer auðvitað á völlinn og fylgist með íslenskri knattspyrnu en það er bara sá raun- veruleiki sem er hér. En þegar ég er að horfa í sjónvarpinu þá reyni ég að velja góða leiki. Og fylgist auð- vitað alltaf með mínum mönnum í Barcelona.“ Blaðamaður vill varla trúa því að Geir geri ekkert annað í frítímanum en að fylgjast með fót- bolta, enda kemur annað á daginn þegar hann er spurður aftur. „Mér finnst gaman að lesa ljóð. Ég er ekki mikið fyrir langlokur eða spennu- bækur. Ljóðin eru það helsta fyrir utan fótboltann. Ég er alltaf með einhverja ljóðabók nærri. Ljóð eru knappt form sem hentar mér.“ Geir tekur þó skýrt fram að hann sinni fjölskyldunni líka þótt hann sé alltaf á kafi í boltanum, en hann á sambýliskonu og tvö börn. „Ég reyni svo sannarlega að sinna skyldum mínum í þeim efn- um, þannig að ég get ekki horft á fótbolta alveg út í eitt. Það er alveg kvartað yfir því að ég horfi of mikið og auðvitað verð ég stundum að tempra það. Skilningurinn er al- veg til staðar, upp að vissu marki,“ segir Geir sposkur á svip, en hin- ir fjölskyldumeðlimirnir deila ekki gífurlegum knattspyrnuáhugan- um. „Það er hæfilegur áhugi og mér finnst það fínt. Ég hef bara sjón- varpsherbergi fyrir mig þar sem ég horfi. Þá er ég ekki fyrir öllum hin- um.“ Sér sig bara í knattspyrnunni Geir segist að sjálfsögðu líka þurfa að sinna heimilisstörfunum. En það sé í góðu lagi, enda ákveðin hvíld fólgin í því að sinna þeim. „Starfið er þannig að álagið er mikið. Ég er aldrei alveg í fríi, þótt ég sé heima. Maður veit aldrei hvenær mál- in koma upp í þessari hreyfingu. Þetta hefur breyst svo mikið frá því ég tók við. Það var alltaf rólegra yfir vetrar tímann en nú er það bara smá tími í desember sem er rólegt. Og eftir að við komumst á EM þá er álagið meira en aldrei fyrr,“ segir Geir sem hefur þó litlar áhyggjur af því að keyra sig út fyrir mótið. „Þetta er svo skemmtilegt verkefni að það lyftir mér upp.“ Geir sér ekki fyrir sér að hann komi til með að gera neitt annað í framtíðinni en að halda áfram að lifa og hrærast í knattspyrnu. „Ég vil halda áfram að gefa af mér á meðan ég get. Ég hef mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði og íslensk knattspyrna er í mikilli sókn. Á meðan svo er þá bara iða ég í skinninu yfir því að halda áfram að vinna að framgangi leiksins.“ n „Þegar menn voru farnir að biðja mig um að gera hitt og þetta utan vallar þá áttaði ég mig á því að ég væri líklega ekki í topp tuttugu Asus fartölva Tryggðu þér áskrift að DV og Asus-fartölvu Apple TV Tryggðu þér áskrift að DV og Apple TV 2 Miði á Bieber Tryggðu þér áskrift að DV og miða á Justin Bieber 9.9. 2016 1 Taktu tilboðinu á tilbod.dv.is 3 Nú tryggir áskrift að DV þér miða á Bieber, Apple TV eða fartölvu tryggðu þér áskrift núna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.