Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Side 60
Helgarblað 22.–25. janúar 201640 Fólk Viðtal Lífið eftir krabbamein Á hverju ári greinast um 70 einstaklingar á aldrinum 18–40 ára með krabbamein. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, stendur þessa dagana fyrir átak- inu #shareyourscar þar sem hugrakkir einstaklingar stíga fram og deila sinni sögu. DV spjallaði við fimm einstaklinga sem greinst hafa með illkynja eða góð- kynja æxli og bera þess merki alla ævi. indiana@dv.is Í enda árs 2010 varð ég svo skrítin í líkamanum, með verki og fann að eitthvað var að sem leiddi til þung- lyndis og kvíða. Ég sem hafði alltaf verið svo glöð og kát. Læknarnir voru ráðalaus- ir en ástandið versnaði og fljótlega fór að myndast kúla út úr hálsinum á mér,“ segir Sandra Berndsen, sem býr í Danmörku. Golfkúla í hálsinum Sandra segir lækna hafa talið að um sýkingu væri að ræða. „Foreldrar mínir og frænka sem vann á krabbameins- deild ýttu á mig að láta skoða þetta betur og pressa á læknana en aftur og aftur fékk ég að heyra að þetta væri sýking. Kúlan hélt hins vegar áfram að stækka og var orðin eins og golf- kúla. Það var ekki fyrr en ég fór að finna fyrir öndunarörðugleikum og gat ekkert borðað nema fljót- andi að læknar reyndu að ná sýni úr kúlunni, fjórum sinnum, án ár- angurs.“ Alltaf háð lyfjum Á endanum var skýrsla Söndru send á annað sjúkrahús. „Daginn eftir fékk ég símtal og sagt að koma strax. Á sjúkrahúsinu var mér tilkynnt að nú yrði krabba- meinið skorið úr hálsinum á mér.“ Aðgerðin tók marga klukku- tíma en í ljós kom að skjaldkirtill Söndru var uppétinn af krabba- meini. „Skjaldkirtillinn var tek- inn og kalkkirtlarnir skemmdust en meinið hafði einnig dreift sér í eitlana í hálsinum. Ég fór í geisla- meðferð þar sem mér var gefið geislavirkt joð í einangrun í fjóra sólarhinga og svo geislameðferð,“ segir Sandra, sem varð einkenna- laus ári eftir aðgerðina en mun verða háð lyfjum út ævina. Ekki tekið mark á henni Aðspurð segist hún hafa upplifað reiði vegna þess hve seint hún var greind. „Ég var 23 ára og fannst eins og læknarnir litu á mig sem krakka og tóku ekki mark á mér. Ég var þó ekki lengi reið og hef- ur tekist að halda í jákvæðnina í gegnum þetta allt saman. Svona reynsla breytir manni, einhvern veginn verður allt alvarlegra og maður verður þakklátari fyrir líf- ið,“ segir hún og játar því að fólk sé forvitið um örið sem hún ber á hálsinum eftir aðgerðina. „Ég er oft spurð af hverju ég sé með ör og er þá bara hreinskilin. Örið er partur af mér og minning um það sem ég gekk í gegnum.“ „Svona reynsla breytir manni“Ég ákvað strax að láta þetta ekki stoppa mig enda hörð af mér og mikill bardaga- maður,“ segir Sigríður Lár- usdóttir lífeindafræðing- ur, sem greindist með sarcoma-krabbamein í læri í febrúar 2010. Svona herðir mann Sigríður hefur verið hrein af krabbanum í sex ár en getur ekki beitt fætinum af sama krafti og áður. „Ég gekk inn á spítalann, hress og kát, lá í tvær vikur og þurfti á með- an að notast við hjólastól og göngu- grind og gekk þaðan út með hækjur, sem ég þurfti að styðjast við í nokkra mánuði. Svona lagað herðir mann og ég er alltaf að reyna á mörk mín. Í dag er ég 51 árs og hef lært á mótor- hjól, kafa, stunda skíði og hreyfi mig almennt mikið. Ég er að vinna mark- visst og ákveðið í bucket-listanum mínum.“ Sigríður segir sárið á sál- inni gróa hægar. „Örið minnir mig á þetta á hverjum degi. Fólk spyr, gláp- ir, pískrar og grettir sig jafnvel. Ég er mjög meðvituð um örið en það fer eftir dagsforminu hvort það vekur hjá mér óöryggi eða hvort ég sé stolt af því. Glápið særir mig ekki lengur en það er ótrúlegt hvað fullorðið fólk hefur leyft sér að segja þegar ég geng í heita pottinn eða á ströndinni.“ Möguleikarnir takmarkaðir Hún segir veikindin hafa breytt sér. „Ég ákvað strax að taka þetta á hnefanum og passaði að vera sterk fyrir börnin mín. Það var kannski eðlilegast til að komast í gegnum þessar aðstæður. Áfallið kom eft- ir á, þegar fór að hægjast um. Ég vildi að þetta hefði ekki gerst en fyrst þetta gerðist reyni ég að gera það besta úr stöðunni. Möguleik- ar mínir voru ótakmarkaðir áður en ég veiktist en eru takmarkaðir í dag. Ég vildi að ég hefði kunnað að meta lífsgæðin, en eins klisjukennt og það hljómar, þá virðist mann- skepnan þurfa að fara í gegnum missi til að vita hvað skiptir raun- verulega máli. Nú hef ég lært á eig- in skinni hve lífið er dýrmætt og hvað það skiptir máli að njóta þess sem er að gerast á líðandi stundu.“ Örið á sálinni grær hægar Hörð af sér Sigríður var strax ákveðin í að láta veikindin ekki stoppa sig. Krabbinn tekinn Sigríður gekk hress inn á sjúk ra- húsið en fór út tveimur vikum seinna á hæk jum. Kúlan talin sýking Sandra viðurkennir að hafa verið reið vegna þess hversu langan tíma tók að fá greiningu. Þakklát fyrir lífið Sandra segir reynsluna hafa breytt sér. Mynd Aron BErndSEn (iKorninn)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.