Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Page 66
Helgarblað 22.–25. janúar 201646 Sport Jack Butland Félag: Stoke City Aldur: 22 Langbesti ungi markvörðurinn í deildinni. Hefur níu sinnum haldið markinu hreinu. Verður líklega varamarkvörður Englands á EM í Frakklandi en eftir þá keppni má Joe Hart að hafa sig allan við til að halda stöðu sinni í liðinu. Hector Bellerin Félag: Arsenal Aldur: 20 ára Sókndjarfur hægri bakvörður sem hefur blómstrað með Arsenal á leiktíðinni. Hefur allt til brunns að bera til að verða einn besti hægri bakvörður heims einn daginn. Kemur úr unglingastarfi Barcelona. Á enn eftir að leika fyrir landslið Spánar. John Stones Félag: Everton Aldur: 21 árs Líklega efnilegasti enski miðvörðurinn. Stundum kallaður hinn nýi John Terry. Mjög góður á bolta og getur einni leyst stöðu hægri bakvarðar og sem djúpur miðju- maður. Kurt Zouma Félag: Chelsea Aldur: 21 árs Já, hann er bara 21 árs. Skrímsli að burðum. Óhemju hraustur og með ágætis bolta- tækni. Oft líkt við Marcel Desailly. Luke Shaw Félag: Man Utd Aldur: 20 ára Frábær vinstri bakvörður sem fótbrotn- aði illa í Meistaradeild Evrópu í upphafi leiktíðar. Verður framtíðar bakvörður enska landsliðsins nái hann sér að fullu af meiðslunum. Raheem Sterling Félag: Man City Aldur: 21 árs Mjög leikreyndur sóknarmaður miðað við aldur. Var potturinn og pannan í liði Liver- pool á síðustu leiktíð og hefur leikið stórt hlutverk í liði City á þessari leiktíð sem nú eltir alla þá titla sem eru í boði. Ross Barkley Félag: Everton Aldur: 21 árs Einn hæfileikaríkasti leikmaður Englendinga. Frábær miðjumaður með næmt auga fyrir marki. Dele Alli Félag: Tottenham Aldur: 19 ára Sókndjarfur miðjumaður sem getur skorað mörk. Átrúnaðargoð hans á yngri árum var Steven Gerrard. Alli gæti þróast í verða „box to box“ leikmaður eins og átrúnaðargoðið hans var þegar það var upp á sitt besta. Anthony Martial Félag: Man Utd Aldur: 20 ára Ein af kaupum vetrarins frá Mónakó. Strákurinn er nánast með allt. Fljótur, sterkur og með mikla tækni. Harry Kane Félag: Tottenham Aldur: 22 ára Þeir voru margir sem héldu að Kane gæti ekki fylgt eftir góðri leiktíð í fyrra. En hann hefur gefið öllum þeim hrakspám langt nef. Skoraði langflest mörk í ensku úrvalsdeildinni árið 2015 eða 27 talsins. Romelu Lukaku Félag: Everton Aldur: 22 ára Afskaplega leikreyndur miðað við aldur. Lukaku er betri en nokkru sinni fyrr. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Jamie Vardy. Borðapantanir í síma 512-8181 eða á www.casagrande.is Glaður bóndi er góður bóndi Við tökum vel á móti þér og þínum. Velkomin á Casa Grande 2 fyrir1 tilboð af sérréttaseðli frá sunnudegi til miðvikudags Leiktíð ungu strákanna í enska boltanum Hjörvar Hafliðason velur lið skipað bestu ungu leikmönnunum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíð- inni. Langt er síðan ungir leikmenn hafa gert sig jafn gildandi í þessari sterku deild eins og raun ber vitni á yfirstandandi leiktíð. Hjörvars Hafliðasonar Hápressa Bellerin Sterling Shaw Martial Butland Zouma Kane Alli Lukaku Barkley Stones Bekkur: Jordan Pickford (21 árs Sunderland) Oxlade Chamberlain (22 ára Arsenal) Eric Dier (22 ára Tottenham) Mempis Depay (21 árs Man Utd) Ward Prowse (21 árs Southampton) Ayoze Perez (22 ára Newcastle) Emre Can (22 ára Liverpool)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.