Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 10
» FÉLAGSMÁL «
innan BSRB. í kjaramálum verða
sjaldnast stökkbreytingar, það er
verið að vinna með mál og þoka
þeim áfram skref fyrir skref, oft í
mörg ár. Þetta er erfitt að skilja því
allir telja sína sérstöðu það mikla að
hún eigi að hafa forgang. Hin seinni
ár hefur öll samningagerð harðnað
og stjórnvöld oftar gripið inn í með
hvers kyns aðgerðum. Viðsemjendur
okkar hafa einnig snúið bökum
saman og komið fram sem samein-
aður samningsaðili. Síðustu tvö ár
hefur þjóðarsátt verið í gildi, launa-
fólk hefur sem fyrr tekið á sig þungar
byrðar við að ná niður verðbólgu. í
dag er fólk uggandi yfir því hvað
haustið ber í skauti sér, en samn-
ingar alls launafólks eru þá lausir.
Margt hefur þó áunnist, bæði hvað
varðar röðun starfsheita í launa-
flokka og fjölgun starfsaldursþrepa,
ásamt hagsmunamálum er snerta
menntun og félagsleg réttindi. Má
þar nefna lengingu námsleyfis úr
þrem mánuðum í níu mánuði eftir
tólf ára starf. Mat á viðbótarmennt-
un, reglur um endurmenntunar-
kostnað og tilomu K-staða. Réttindi
lausráðinna, lenginu barnsburðar-
leyfis, rýmkun á veikindarétti og
færsla á réttindum frá einum vinnu-
stað til annars. Allt eru þetta mál
sem launafólk hefur ýmist sameigin-
lega staðið að eða eitthvert félag-
anna náð fram og hinir því einnig
fengið. Hvað viðbótarsamninga
hjúkrunarfræðinga úti á landsbyggð-
inni áhrærir hafa þar oft náðst umtals-
verðar kjarabætur ýmist við sveitar-
féiögin eða stjórnir heilbrigðisstofn-
anna. Með tilkomu nýrra verka-
skiptalaga er tóku gildi sl. ár eru í
reynd flestir hjúkrunarfræðingar
ríkisstarfsmenn. Ég sé fyrir mér að
það verður átakamál í þeim samn-
ingum er í hönd fara í haust að halda
því sem þar hefur áunnist og reyna
að gera enn betur þannig að það
komi öllum hjúkrunarfræðingum til
góða.
Úrsögn okkar úr BSRB hefur
margþætt áhrif og við blasa ný verk-
efni. Hver eru þau?
- Umræðan um úrsögn okkar úr
BSRB á sér langa sögu sem allir
hjúkrunarfræðingar í HFÍ þekkja.
Eftir niðurstöðu allsherjaratkvæða-
greiðslunnar árið 1983 var það vilji
okkar félagsmanna að við værum
áfram í BSRB. Ég taldi okkur því
skylt að starfa þar af heilum hug sem
eitt af bandalagsfélögunum. Vilji
félagsmanna sl. ár var skýr, þar sem
tæp 86% vildu úrsögn úr bandalag-
inu. Það blasa því mörg verkefni við.
Að mínu mati skiptir það okkur nú
höfuðmáli að efla okkur og styrkja
sem félag, sækja fram og eflast enn
meir faglega og stéttarlega, verða
enn sterkari sem þjóðfélagslegt afl.
Við höfum verið að vinna með marg-
vísleg verkefni í vor er tengdust
BSRB, s.s. að stofna starfsmenntun-
arsjóð HFÍ og semjareglurum hann.
Par koma inn starfsmenntunarsjóður
HFI hjá Reykjavíkurborg og Akur-
eyrarbæ. Pað er von mín að sjóður-
inn eflist og í komandi samningum á
að leggja mikla áherslu á það að ná
fram umtalsverðum kjarabótum í
þeim málum. Hvað orlofshúsamálin
áhrærir rennur nú framlag vinnuveit-
enda 0,25% af fullum launum hjúkr-
unarfræðinga óskipt til félagsins, en
áður skiptist það þannig að BSRB
fékk 60% en HFÍ 40% af framlag-
inu. Sú stefna var tekin að leigja or-
lofshús út um allt land fyrir félags-
menn í sumar, en endurskoða síðan
málin í haust með tilliti til þess hvaða
stefnu félagið vill taka í framtíðinni.
Hvernig standa sameiningamál
hjúkrunarfélaganna nú?
- Það hefur mikil orka og tími
farið í sameiningarmálin þau ár sem
ég hef verið formaður. Samstarf mitt
við alla formenn Fhh hefur verið
með miklum ágætum og við í sam-
einingu verið að vinna að hinum
ýmsu hagsmunamálum stéttarinnar í
heild. í dag er staðan sú að bæði
félögin hafa lagt fram yfirgripsmikla
stefnumótun hvað varðar stofnun
nýs hjúkrunarfélags. Okkar tillögur
sem byggja á eldri tillögum og stefnu
félagsins í margvíslegum málum
voru lagðar fram á fulltrúafundinum
í maí. Þar var einnig kosið í laga-
nefnd sem hefur það verksvið að
semja ásamt fulltrúum Fhh drög að
lögum nýs hjúkrunarfélags. Ég ber
fyllsta traust til formannsins okkar
og hans stjórnar að stýra því máli
áfram þannig að nýtt og öflugt félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga líti
dagsins ljós sem fyrst. Pað er ein-
dreginn vilji félagsmanna í báðum
félögunum, undan því verður ekki
vikist, enda til heilla allri hjúkrunar-
stéttinni.
Hvað segirðu um þœr tillögur sem
liggja fyrir um viðbótar- og fram-
haldsnám fyrir hjúkrunarfrœðinga?
- Þau ár sem ég hef verið for-
maður í félaginu hefur mikil breyting
átt sér stað í menntunarmálum stétt-
arinnar. Hjúkrunarskóli Islands
hætti störfum árið 1986, og hjúkrun-
arnám er eftir það alfarið í háskóla,
Háskóla íslands, og seinna bættist
við hjúkrunarnám í Háskólanum á
Akureyri. Nýi hjúkrunarskólinn
hætti sinni starfsemi árið 1990 og þar
með er allt nám hjúkrunarfræðinga í
háskóla. Þetta er stórkostlegur
áfangi fyrir okkur sem stétt og í takt
við þá þróun sem átt hefur sér stað í
málefnum hjúkrunarfræðinga víða
um heim. Slíkt gerist þó ekki af
sjálfu sér, heldur er þetta árangur af
áratuga baráttu framsýnna braut-
ryðjenda innan stéttarinnar. Það rof
sem myndaðist í þessari þróun hjá
hjúkrunarfræðingunum sjálfum er
sem betur fer að brúast og þær til-
lögur sem nú eru í burðarliðum hvað
viðbótar- og framhaldsnámi okkar
viðvíkur tel ég að séu góðar bæði
hvað varðar hjúkrunarfræðingana
sjálfa og hjúkrunarþjónustuna á ís-
landi.
/ þinni tíð hafa félagsgjöld verið
hœkkuð, ertu sátt við rekstur félags-
ins eins og hann hefur verið?
- Þegar ég tók við sem formaður í
félaginu voru félagsgjöldin einungis
af föstum launum félagsmanna.
10 HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur