Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Qupperneq 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Qupperneq 22
» FAGMÁL « Hún hefur nú þýtt bókina á íslensku og mun hún koma út hjá Máli og Menningu innan tíðar og bera heitið „Langar þig að léttast?" Bók um breytta lífshætti. Hjördís hafði þriggja daga námskeið á vegum endurmenntunardeildar Háskóla íslands, hélt fyrirlestur á vegum manneldisráðs á aðalfundi þess. Auk þess heimsótti hún Vífilstaðaspítala, námsbraut í hjúkrun við HÍ og þau hjón fóru nokkrar skoðunarferðir um nágrennið sem þau nutu vel, að ógleymdum sundstöðunum sem urðu þeim eftirminnilegir. Pú hefur skrifað greinar og jafnvel bók um þelta efni? - Já, ég hef skrifað margar greinar og a.m.k. tvær bækur. Ég hef líka útbúið snældu um hugþjálfun (cognitive training) sem er um hvernig hugsun okkar vaktar eða stjórnar hegðun. Það er meginatr- iðið svo við skiljum okkur sjálf og einstaklinginn sem við vinnum með. Hvernig við hugsum og hvernig hugsunin hefur áhrif á hegðun. Þetta er ekki nýtt en er nýtt í hjúkrun og er ekki hvað síst leið til að gefa starfi okkar form (stucture) í hjúkrunar- ferlinu. Hin bókin er bæði fyrir fólk sem á við offitu að stríða og leiðbein- endur eða hópstjóra. Hvað getur þú sagt mér um atferlis- meðferð og hjúkrun? - Ég tengi það saman og tel mikil- vægt að atferlismeðferð sé beint inn í hjúkrun. Ég tel hjúkrunarfræðinga vera mjög vel hæfa til að nota atferl- ismeðferð. Atferlismeðferð á rætur sínar að rekja til kenninga um lært atferli sem fræðimennirnir Skinner, Dyke o.fl. settu fram í byrjun þess- arar aldar. Richard Stuart varð fyrstur til að setja fram helstu þætti atferlismeðferðar við offitu. 1. Að gera sér ofátið ljóst. 2. Að breyta innkaupum. 3. Að gefa gaum að hvar og hvenær borðað er. 4. Að ákveða tíma og tímalengd fyrir mál- tíðir. 5. Að eigaekki afganga. 6. Að veita viðurkenningar í öðru formi en fæðu. 7. Að stunda tómstundaiðju. 8. Að stunda reglubundna hreyf- ingu. I atferlismeðferðinni er gerð upplýsingaöflun, greind vandamál, sett upp meðferða-módel, markmið og mat á árangri. Meginatriðið í atferlismeðferðinni er að kenna fólki að koma skipan á hugsanir sínar, þar sem hugsanirnar stjórna gerðunum. En hafa verður hugfast að það er aðeins um að ræða atferli sem fólk sjálft vill breyta, t.d. of feitt fólk eða reykingafólk. Við getum ekki ákveðið hvaða hegðun einstaklingur á að breyta við verðum að gera okkur grein fyrir því að einstaklingurinn sjálfur ákveður það. Við semjum áætlun saman svo hann geti breytt atferlinu. T.d. borða of þungir einstaklingar iðulega mjög óreglulega. Þeir borða hvenær sem þeir sjá mat. Þeir geta staðist mat daglangt en borðað yfir sig á kvöldin. Þá þarf að kenna þeim að borða morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Þetta kann að vera það eina sem þeir þurfa að þjálfa sig í lengi vel. Hafa verður í huga að reyna að varðveita eins mikið og hægt er af núverandi lífsháttum og breyta atferli eins lítið og hœgt er. Ef þú heldur að þú getir hjálpað ein- staklingi að breyta allri hegðun sinni þá næst enginn árangur því við erum svo háð vana. Mest af vana er af hinu góða, við spörum mikinn tíma vegna vana, en stundum er vani truflandi. Þegar einhver vill breyta vana sínum þá er atferlisþjálfun mjög góður kostur - hvernig hægt er að tala við sjálfan sig og segja sér hvað er betra fyrir sig svo að hugarfarið breytist varðandi vandamálið. Þetta er ferli sem getur tekið mjög langan tíma og hjúkrunarfræðingur sem er hópstjóri á að vita að það tekur langan tíma og að bakslag er nijög algengt. En hjúkrunarfræðingurinn á líka að gera einstaklingi í meðferð grein fyrir hve mikil hætta er á að falla aftur í sömu gryfju. Það er mjög al- gengt meðan nýtt atferli er að ná festu. Hið nýja atferli verður nýr vani. Með ýmsum hætti hverfa margir til fyrri vana. Við verðum að skilja að þetta er mjög langt ferli. Þessir einstaklingar þurfa á miklum stuðningi að halda. Þeir eru mjög hjálparvana, m.t.t. matarvenja, ekki á annan hátt að sjálfsögðu. Atferli þeirra er tengt matarvenjum og venjulega geta þeir ekki gert neitt í því sjálfir. Þeir þarfnast hjálpar. Hve langur tími er œtlaður til atferlisþjálfunar? Það er mjög einstaklingsbundið. Meðferðin hjá okkur fer alltaf fram í hópum með 8-10 einstaklingum. Fólkið kemur á spítalann og er þar í 4 vikur frá mánudegi til föstudags. Á þessum tíma fær viðkomandi fræðslu, eldar, verslar, stundar líkams- æfingar og göngur. Síðan fá einstakl- ingarnir atferlisþjálfun þar sem við reynum að kenna þeim hvernig þeir geta breytt matarvenjum sínum - ákveðin hegðun hefur ákveðnar afleiðingar. Eftir þessar 4 vikur koma þeir í viðhaldsmeðferð og geta verið eins lengi og þeir vilja, fengið stuðning og ráð. Ég er enn með ein- staklinga til meðferðar sem hafa verið í 10 ár. Þeir koma örðu hvoru, ekki endilega reglulega, koma kannski 5-10 sinnum á ári. Sumir þurfa ekki nema þessa 4 vikna byrj- unarmeðferð. Ég held að þegar við gerum greiningu viðfangsefna, m.ö.o atferlisgreiningu, ásamt við- komandi ef við erum þjálfuð til að veita þessa meðferð, þá fáum við mjög nákvæma mynd af einstaklingi og hver vandamál hans eru. Stundum getur maður spáð fyrir um hvernig muni ganga hjá þeim og hve langan tíma það muni taka. Hvers vegna tekur það svo mis- langan tíma? - Við höfum ekki hugmynd um það. Hins vegar hafa sumir margs konar önnur vandamál, sem við ætlum okkur ekki að leysa. Við segjum einstaklingunum að við ætlum að hjálpa þeim með slæmar matarvenjur þeirra og þegar þeir 22 HJÚKRUN V91 - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.