Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 23

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 23
LAUSAR STOÐUR LANDSHTALINN Geðdeild Landspítalans Hjúkrunarfræðingar! Við þurfum mjög á vinnuframlagi ykkar að halda. Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á húsakosti og allri aðstöðu á geðdeild Land- spítalans, alltfrá bráðamóttöku til endurhæfingar. Mögu- ieiki er á fullu starfi eða hlutastarfi, jafnvel sveigjanlegum vinnutíma. Boðið er upp á skipulagða starfsaðlögun. Sækja má um húsnæði og barnaheimili. Upplýsingargefnar hjáhjúkrunarforstjóra í síma 602600. LANDSPITALINN Hjúkrunarfræðingar! Lausar stöður á almennu hjúkrunarsviði Um er að ræða stjórnunarstöður; hjúkrunarstjóra, hjúkrunar- deildarstjóra og aðstoðarhjúkrunardeildarstjóra, K-l og K-ll stöður. Stöður hjúkrunarfræðinga, fullt starf eða hlutastarf, vaktavinna, dagvinna eða fastar næturvaktir. Boðið er upp á: - Einstaklingshæfða starfsaðlögun með leiðbeinanda. - Sveigjanlegt vaktafyrirkomulag. - Víða unnin þriðja hver helgi. - Góð tækifæri til símenntunar. - Ýmsar nýjungar eru á döfinni, s.s. frammistöðumat, sem er að hefjast á öllum deildum. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, eða hjá viðkomandi hjúkrunarframkvæmdastjórum í síma 601300. Sjúkrahús Seyðisfjarðar Hjúkrunarfrædingar. Sjúkrahús Seyðisfjarðar óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Húsnæði ásamt staðaruppbót og fleira í boði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-21406. Heilsugæslustöðin Laugarási, Biskupstungum Hjúkrunarforstjóri óskast að heilsugæslustöðinni í Laugar- ási, Biskupstungum næsta vetur, eða frá 1. september 1991 til 1. júní 1992. Laun samkvæmt samningi fjármálaráðu- neytis og HFl. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri heilsugæslustöðvar- innar í síma 98-68880 og Jón Eiríksson rekstrarstjóri í síma 98-65523, sem einnig tekur við umsóknum um starfið. BORGARSPÍTALINN Ágætu hjúkrunarfræðingar. Á Borgarspítalanum eru miklir möguleikar fyrir hjúkrunarfræð- inga til þroska í starfi vegna fjölbreyttra viðfangsefna, hvatn- ingar og tækifæra til símenntunar. Einnig styrkir spítalinn hjúkr- unarfræðinga sína með ýmsu móti. Má þar nefna: - klíníska sérfræðinga í hjúkrun, sem m.a. eru til ráðgjafar um hjúkrun sjúklinga með flókin hjúkrunarvandamál - fagbókasafn, þar sem bókasafnsfræðingur annast upplýs- ingaöflun að óskum starfsfólks - hjúkrunarfræðsludeild, sem býður upp á fjölþætta möguleika til símenntunar og ýmis konar faglega ráðgjöf - sjúklingaflokkun, þar sem fylgst er með hjúkrunarálagi deilda. Hjúkrunarfræðingar á Borgarspítalanum hafa frumkvæði að fjölmörgum faglegum verkefnum, t.d. fræðslu fyrir sjúklinga og starfsfólk, skráningu hjúkrunar o.fl. Pannig gefst þeim tækifæri til að hafa áhrif á þróun hjúkrunar. Einnig er kennsla, ráðgjöf og þátttaka í rannsóknum vaxandi þáttur í starfi hjúkrunarfræð- inga. Nú þegar eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á hinum ýmsu deildum spítalans. Verið velkomin og leitið frekari upplýsinga hjá Lauru Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóra í síma 696356. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN HUSAVIK Óskum að ráða hjúkrunarforstjóra til afleysinga í eitt ár frá 1. sept. 1991. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 og 96-41855. Heilsugæslustööin Húsavík Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Deildarstjóri óskast á öldrunardeild nú þegar eða eftir sam- komulagi. Ennfremur vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Upplýsingar gefur Aldís Friðriksdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. SJÚKRAHÚS AKRANESS Áhugasama hjúkrunarfræðinga vantar sem fyrst á lyfjadeild og hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Starfsandi og vinnu- aðstaða góð. Skemmtilegur starfsmannabústaður. Stutt til Reykjavíkur og samgöngur góðar. Ef þið hafið áhuga komið þá og skoðið sjúkrahúsið ykkur að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.