Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 28
Hvað segirðu um offitu og sið- frœði? - Við höfum ekki yfir annarri betri meðferð að ráða. Auðvitað verður ekki öllum hjálpað með atferlismeðferð. Einfaldlega vegna þess að sumir hafa ekki áhuga á að breyta sínum lífsháttum. Margs konar aðferðir eru reyndar nú á tímum til þess að vinna bug á offitu, t.d. skurðaðgerðir, alltaf eru á boð- stólum töflur sem eru sagðar vera megrandi en eru það ekki. Fjöl- margir vinna að rannsóknum við að finna efni sem gæti auðveldað þungu fólki að léttast, t.d. með því að finna ekki til hungurs eða verða fyrr mettir. Aðrar aðferðir eru notaðar eins og t.d. að setja blöðru ofan í maga. í rannsókn sem gerð var í Sví- þjóð kemur í ljós að þessar blöðrur hafa engin áhrif. Það ætti ekki að nota slíkar aðferðir. Það er siðferði- lega ekki rétt þegar vitað er að árangurinn er enginn. Mig langar að nefna hve oft heilbrigðisstéttir, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar fara illa með of þungt fólk. Ég hafði konu til meðferðar, hún hafði lést um 30 kg í meðferð hjá okkur. Hún lagðist inn á annan spítala vegna gallblöðru- bólgu. Henni var umsvifalaust sagt að hún þyrfti að léttast. Samt var hún stöðugt að léttast, hafði lést um 30 kg. Þarna hefðu hjúkrunarfræðingar og læknar, siðferðilega, átt að afla sér upplýsinga um hvort líkams- þyngd væri jöfn, var hún að aukast eða minnka? Við eigum margt ólært varðandi þennan hóp. Offita er eiginlega eina heilsufarsástandið sem ekki er tekið alvarlega. Fólk hugsar á þá leið að þessir einstaklingar borði of mikið og eigi að borða minna til þess að iéttast, en það er einmitt það sem þeir geta ekki. Peir þarfnasl hjálpar við að lcera hvernig á að breyta þessu atferli. Sjóræningjar notuðu þang sem sáraumbúðir, þegar tréfóturinn særði stúfinn. Nú notum viö KALTOSTAT — sáraumbúöir KALTOSTAT eru nýjar, áhrifaríkar sáraumbúðir til meðhöndlunar á leggsárum, sárum sykursjúkra, æðabólgu, ákomudrepi og legusári. Einnig á húðtökusári við húðágræðslu. KALTOSTAT er unnið úr brúnu þangi og er samsett úr kalsíum- og natríumalgínati, sem er ofið í mjúkar og þægilegar umbúðir. KALTOSTAT getur sogað til sín mikið magn vökva, sem þýðir lengri tíma milli umbúðaskipta. KALTOSTAT er brotið niður lífræðilega og þarf því ekki að fjar- lægja fullkomlega úr sárinu. Læknar og hjúkrunarfólk spara tíma og efni. Sjúklingum er hlíft við óþarfa ertingu og sársauka. Heildsöludreifing og frekari upplýsingar: FARMASÍA ? W Sími: 91-62 66 22 Fax: 91-62 39 19 24 HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.