Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Síða 30
» NÁM « margvíslegum starfsvettvangi. Með aukinni klíniskri sérþekkingu hjúkr- unarfræðinga er treystur grundvöllur fyrir sjálfstæði í störfum og þróun hjúkrunar. Klíniskt viðbótarnám gefur þátttakendum tækifæri til að auka þekkingu sína, en eflir jafn- framt skilning þeirra á mikilvægi símenntunar og gildi áframhaldandi þekkingaröflunar. Skilgreining: Viðbótarnám hjúkrunarfræðinga í námsbraut í hjúkrunarfræði er u.þ.b. eins árs nám (verkleg þjálfun meðtalin) í formi námskeiða á ýmsum sérsviðum hjúkrunar. Námið er klinísk sérhæfing á háskólastigi, en lýkur ekki með háskólagráðu. Pátttakendur: Námið er ætlað hjúkrunarfræð- ingum með grunnnám annað hvort úr háskóla eða hjúkrunarskóla. Væntanlega munu hjúkrunarfræð- ingar með sérnám eða framhalds- nám einnig sækja þetta nám í ein- hverjum mæli. Fyrirkomulag náms: Viðbótarnámið er byggt upp af nokkrum sjálfstæðum þáttum eða námskeiðum, sem metin eru til ein- inga svipað og nám í námsbraut í hjúkrunarfræði. Nemendur sem ljúka öllum námskeiðum í tilgreindu námi og standast námsmat teljast hafa lokið viðbótarnámi á sérsviði hjúkrunar. Auk þess geta hjúkrun- arfræðingar sem þess óska tekið eitt eða fleiri námskeið innan skipulagðs viðbótarnáms, án þess að ljúka nám- inu í heild sinni. Námstími: Þeir nemendur, sem stunda sam- fellt nám geta lokið því á u.þ.b. einu ári. Við skipulag námskrár er gert ráð fyrir að nemendur geti verið allt að þrjú ár að ljúka viðbótarnámi, og geti jafnvel stundað námið að ein- hverju leyti samhliða vinnu. Þetta er framkvæmanlegt til dæmis með því að fresta starfsþjálfun eða valeining- um. Valnámskeið: Gert er ráð fyrir að hluti bóknáms sé valeiningar. Val á námskeiðum þarf að samþykkja af umsjónar- kennara viðbótarnáms. Valeiningar geta verið námskeið í grunnnámi í hjúkrunarfræði við HÍ eð HA, nám- skeið í öðrum deildum háskóla eða margvísleg námskeið á háskólastigi, sem metin eru til eininga. Settar verða viðmiðunarreglur um val námskeiða fyrir hvert viðbótarnám og þær kynntar nemendum. Inntökuskilyrði: Umsækjendur um viðbótarnám þurfa að hafa íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. eins árs starfsreynslu. Nauðsynlegt kann að vera að tak- marka fjölda þátttakenda í viðbótar- námi og verður það þá tilkynnt sér- staklega. Undirbúningur nemenda: Þátttakendur í viðbótarnámi munu væntanlega hafa mjög ólíkan undirbúning, bæði mislanga starfs- reynslu og fjölbreytt grunnnám frá mismunandi tíma. í>ví er mikilvægt að nemendur viti við hvaða undir- stöðuþekkingu er miðað, og verður því tilgreint með fyrirvara fyrir hvert nám á hvern hátt nemendur geta undirbúið sig. Reynt verður að skilgreina aðfararnám með hliðsjón af námskeiðum í námsbraut í hjúkr- unarfræði til þess að þeir sem þess óska geti nýtt þann undirbúning. Kennsluaðferðirlnámsaðferðir: Við kennslu verður tekið tillit til þess að um fullorðna nemendur er að ræða og er því mikil áhersla lögð á sjálfstæða vinnu þeirra, áhrif þeirra á fyrirkomulag náms og ýmsar ein- staklingsbundnar áherslur í námi. Umræðutímar, einstaklings- og hóp- verkefni og verkefnavinna munu því einkenna kennslu fremur en fyrir- lestrar og próf. Námsefni: Gert er ráð fyrir að nemendur tileinki sér samþjappað námsefni á stuttum tíma. Því verður reynt eftir föngum að kynna lestrarefni með nokkrum fyrirvara þannig að nemendur geti auðveldað sér námið með undirbúningslestri. Þetta er nauðsynlegt fyrir þá nemendur sem ætla sér að taka námið samhliða ein- hverjum störfum. Starfsþjálfun: Nemandi getur hafið fjögurra mánaða starfsþjálfun þegar hann hefur lokið tilskyldum bóklegum einingum. Starfsþjálfun getur farið fram á heilbrigðisstofnun (einni eða fleiri) að vali nemenda með sam- þykki umsjónarkennara og stjórn- enda stofnana. Nemendur verða að jafnarði í 80% starfshlutfalli á starfsþjálfunartíma. Hærra hlutfall er ekki ásættanlegt vegna verkefnavinnu og eðlis námsins. Vilji nemendur hins vegar vera í minna starfshlutfalli og dreifa starfsþjálfun yfir lengri tíma er ekk- ert því til fyrirstöðu. Hver nemandi ber að töluverðu leyti sjálfur ábyrgð á að nýta námstækifæri sem bjóðast, en hann vinnur með leiðbeinanda sem starfar á viðkomandi stofnun auk þess sem kennari frá námsbraut í hjúkrunarfræði leiðbeinir við gerð verkefnis/verkefna. Stofnanir þar sem starfsþjálfun fer fram þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem eru sett fyrir hvert viðbótarnám. Námsmat: \ lok hvers námskeiðs fer fram námsmat og eru að jafnaði gefnar einkunnir eða umsagnir fyrir frammi- stöðu. Jafnframt meta nemendur ýmsa þætti námskeiðsins og gera grein fyrir áliti sínu. Á starfsþjálfun- artíma velja nemendur klíniskt við- fangsefni, sem þeir skoða sérstak- lega og skrifa um greinargerð, sem kynnt er nemendum og öðru sam- starfsfólki. 26 HJÚKRUN Vsi — 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.