Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Page 35
» FAGMÁL « þessir eru reiðubúnari og betur í stakk búnir til að taka á móti fræðslu en þeir einstaklingar sem dvelja inni á sjúkrahúsum. Heilsuskóla eða heilbrigðisskóla þekkjum við frá nágrannaþjóðum þar sem þeir eru ýmist ríkisreknir eða reknir af einkaaðilum, einir og sér eða í tengslum við heilsuhæli. Mikil umræða á sér stað í þjóðfélag- inu í dag um lífsstílssjúkdóma og hvernig unnt er að fyrirbyggja þá með fræðslu. Þrátt fyrir fræðslu og auglýsingar í fjölmiðlum, er greinilegt að grípa þarf til víðtækari og róttækari aðgerða ef árangur á að nást. Heilsu- skóli byggður á góðum grunni gæti orðið vænlegur til árangurs þar sem fólki væri skipulega leiðbeint inn á brautir sem gætu nýst því til heil- brigðara lífs og lífshamingju. í einu tölublaða Heilsuverndar gefur að líta eftirfarandi staðhæf- ingu: „Öll viljum við vera fallegri og hamingjusamari“. Ef við erum rit- stjóranum sammála þá hlýtur markmið heilbrigðisþjónustunnar að taka mið af þessum þáttum. Náttúrulœkningafélag íslands hefur rekið einasta heilsuhœli lands- ins hér í Hveragerði síðan 1955. A þeim bæ hefur sú hugmynd nú fengið byr undir báða vængi hvort ekki sé tímabært að stofna heilsuskóla sem annað hvort yrði rekinn af ríkinu eða einkaaðila með þjóðarhag í huga. Þegar Jónas Kristjánsson læknir brautryðjandi náttúrulækninga- stefnunnar á Islandi stofnaði Nátt- úrulækningafélag Islands og seinna Heilsuhælið í Hveragerði kvað hann svo á um að kenna bæri fólki að lifa rétt til þess að koma í veg fyrir sjúk- dóma. Hugsjón hans var að setja hér upp eins konar skóla fyrir unga sem aldna. Einn af samtíðarmönnum Jónasar sagði um náttúrulækningastefnuna þegar hún var að ryðja sér til rúms fyrir 50 árum að hún væri sem gull í lófa framtíðarinnar. Sú framtíðarsýn hefði eflaust betur ræst ef hug- myndin um heilsuskóla hefði komið til framkvæmda um leið og Heilsu- hælið. En einmitt um sama leiti er Jónas í skrifum sínum að vitna til heilsuhæla og heilsuskóla erlendis og segir að þangað sæki menn nýja heilsu, nýja von, nýjan skilning, ný viðhorf til lífsins og nýjan lífsþrótt. Með ólíkindum er hvað innsæi og framsýni þessa hugsjónamanns hefur verið, samanber ræða sem Jónas flutti á Sauðárkróki 1923 fyrir hönd framfarafélags Skagfirðinga. En þar segir hann að ef við íslend- ingar tækjum okkur ekki til og breyttum lífsháttum vorum þá yrði að nokkrum árum liðnum ennþá meira til af sjúkrahúsum og læknum og þörfin fyrir slíka þjónustu væri vandfyllt. Er það ekki einmitt þar sem við stöndum í dag 68 árum seinna í sam- félagi lífsgæðakapphlaups með lífs- stílssjúkdóma, fjölgun á sjúkrarúm- um, offramboði á læknum ásamt hátæknivæddri læknaþjónustu. Tæknin er góðra gjalda verð en það er með tæknina eins og vísindin, óræk vísindi í dag, ótæk eða úrelt á morgun, á meðan alþýðufræðslan í skólum skilar sér endurnýjuð í takt við tímann. Heilbrigðisþjónustan er talin grundvallarmannréttindi. Öll leggjum við okkar skerf að mörkum svo að hún geti verið sem best og ætlumst til að hún skili okkur arði. Vel upplýst þjóð eins og íslendingar hlýtur að gera sér ljóst að heilbrigðisþjónustan í dag er ekki það sem við hefðum vænst að hún væri þrátt fyrir allt það fé sem í hana er lagt. Ótryggt heilbrigðiskerfi er ein af mörgum forsendum fyrir stofnun heilsuskóla. Heilbrigðiskerfi sem byggir stofnanir á stofnanir ofan en skellir svo hurðum í lás á nefið á neytendum samanber niðurskurð og lokun deilda á sjúkrahúsum. Slíkt siðleysi og dæmalaus óvirðing fyrir veiku fólki vekur okkur tvímælalaust til umhugsunar um eigið öryggi. Enn ein forsendan fyrir stofnun heilsuskóla eru breyttir tímar. Kyn- slóðin sem er öldruð í dag hugsaði öðruvísi en sú sem nú er að vaxa úr grasi. Sú fyrri vissi takmarkað og lagði allt sitt traust á heilbrigðisstétt- irnar, „læknirinn minn sagði“, o.s.frv. En í dag lifum við á fræðslu og upplýsingaöld og fólk spyr spurn- inga og leyfir sér að véfengja hluti. Það veit hvers læknavísindin eru megnug og hvers ekki. Þessi upp- rennandi kynslóð gerir kröfur til að vita og mega velja og hafna. Hún krefst fræðslu og vill vera ábyrg og við viljum gera hana ábyrga fyrir eigin sjálfsbjörg. Heilsuskóla tel ég vera mikilvœgan í viðleitninni að kjörorðum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, „Heil- brigði fyrir alla árið 2000“, þ.e.a.s. bœta lífi við árin, en ekki bara ári við lífið. Þetta viðhorf WHO endurspeglast í tillögu til þingsályktunar um íslenska heilbrigðisáætlun ’88-’89 en hún er líkust því að hafa verið samin af frumkvöðlun náttúrulækninga- stefnunnar sem rituðu um þessi mál fyrir nærri hálfri öld. Hugsjónum þeirra fylgdi stofnun heilsuhælis. Heilbrigðisáætluninni íslensku þyrfti að fylgja stofnun heilsuskóla eða sambærilegt framtak, ef ævintrýrið árið 2000 og heilbrigðisáætlunin eiga að vera annað og meira en orðin tóm. Heildarmarkmið heilsuskóla gœti verið á þessa leið: Að kenna einstakl- ingi að breyta um lífsmynstur til að fyrirbyggja sjúkdóma og lœra að lifa sjálfstœðu lífi og sem þjáninga- minnstu. Með þessu markmiði ætlum við að hafa áhrif á og breyta rótgrónum lífsstíl eða hugsunar- stefnu í annan og farsælli farveg, þ.e. að gera hugarfarsbreytingu. Með áróðri er hægt að hafa áhrif á gildismat fólks eins og t.d. það hvað er stöðutákn og eftirsóknarvert á hverjum tíma. Er þá ekki líka hægt að gera heilsu og hreysti að stöðu- tákni fyrir fólk á öllum aldri? Ekki alls fyrir löngu heyrði ég aldeilis ágæta skilgreiningu á heilbrigði en hún var á þá leið að heilbrigður væri sá einstaklingur sem vaknar upp á morgnana þegar vekjaraklukkan hringir, stekkur upp, ýtir á takkann, teygir úr sér og segir „LOKSINS". HJÚKRUN ;/9i - 67. árgangur31

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.