Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 44
» FRÉTTIR « Frá landlæknisembættinu: Bólusetning gegn lungnabólgubakteríum Landlæknir hefur ákveðið í sam- ráði við Farsóttanefnd ríkisins að ráðleggja bólusetningu gegn lungna- bólgubakteríum. Inngangur: Lungnabólgubakteríur (pneumo- kokkar) eru algengur og oft alvar- legur sjúkdómsvaldur meðal manna. Þær valda einkum lungnabólgu, blóðsýkingu og heilahimnubólgu með hárri dánartíðni hjá þeim sem eru eldri en 65 ára og miðeyrnabólgu hjá börnum innan 3 ára. Ef tekið er mið af rannsóknum á lungnabólgum á sjúkrahúsum í Reykjavík á árunum 1983-1984 (1,2) má búast við allt að 500 lungnabólgu- tilfellum á landinu öllu sem leiða til sjúkrahúsvistar eða koma fyrir á sjúkrahúsum hérlendis. Af þeim má gera ráð fyrir að minnsta kosti þriðjungur stafi af lungnabólgubakt- eríum. Nýgengi blóðsýkinga af völdum þessarar bakteríu í öllum aldurshópum er um 12/100.000 og heilahimnubólgu um 1/100.000 (3). Bóluefni: Til er á markaði hérlendis bóluefni gegn lungnabólgubakteríum. Nefn- ist það Imovax Pneumo og er sam- sett úr 23 mismunandi mótefna- vökum fjölsykrunga úr hjúpi bakt- eríanna. Samanburður á samsetn- ingu mótefnavaka í bóluefninu og sjúkdómsvaldandi lungnabólgu- baktería á íslandi benda til þess að bóluefnið eigi vel við hérlendis (3). Nýverið hefur bóluefni þessu verið lýst í Læknablaðinu (4) með kostum þess og göllum. Virkni bólusetningar: Flest bendir til þess að bóluefnið sé gagnlegt (5). Virkni (efficacy) bóluefnisins er talin um 70% meðal einstaklinga sem eru yfir 50-55 ára aldri (6,7). Virkni bóluefnisins er lægri eða um 60% meðal þeirra sem eru í áhættuhópum fyrir lungna- bólgu svo sem áfengissjúklingum, sykursýkissjúklingum og sjúklingum með lungna-, hjarta- og nýrnasjúk- dóma (5). Rannsóknir benda til þess að bólusetning gegn lungnabólgu- bakteríum sé fjárhagslega arðbær (7,8). Bóluefnið gagnast ekki börnum undir 2ja ára aldri vegna lélegrar mótefnasvörunar. Aukaverkanir: Hiti og vægar staðbundnar auka- verkanir með roða, eymslum og hersli á stungustað eru algengar en þær líða að jafnaði hjá innan tveggja sólarhringa. Alvarlegar aukaverk- anir svo sem liðverkir, vöðvaverkir og anafylaktískar svaranir eru sjald- gæfar. Endurbólusetning er óráðleg innan 5 ára frá frumbólusetningu þar sem aukaverkanir eru meiri ef styttri tími líður frá fyrstu bólusetn- ingu. Framkvœmd bólusetningar: Ákveðið er að bólusetning hefjist haustið 1991. Mælst er til þess að eftirtöldum verði boðin bólusetning: 1. Öllum sem náð hafa 60 ára aldri. 2. Öllum sem fengið hafa lungna- bólgu og eru í sérstakri áhættu á að fá sjúkdóma af völdum lungna- bólgubaktería vegna langvinnra sjúkdóma (þ.e. hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, sykursýki, áfengissýki, skorpulifur og mænu- vökvaleka). 3. HIV smituðum með eða án ein- kenna. 4. Öllummeðskertónæmiskerfisvo sem vegna illkynja sjúkdóma, ónæmisbælandi meðferðar, miltis- leysis og nýrnabilunar. Tímasetning bólusetningar: 1. Mikilvœgt er að bólusetning gegn lungnabólgubakteríu verði skráð og sjúklingi sé gert Ijóst að slík bólusetning hafi verið fram- kvœmd þar sem óráðlegt er talið að endurtaka bólusetninguna innan 5 árafráfrumbólusetningu. 2. Einstaklingum í áhættuhópum verði boðin bólusetning á 5 ára fresti. Öðrum verði boðin bólu- setning á 10 ára fresti. 3. Ákjósanlegt er að t.d. bjóða fólki bólusetningu um leið og það kemur til inflúensubólusetningar. Frábending: Varðar einstaklinga er hafa fengið bóluefnið áður og fengið ofnæmi fyrir því. Bólusetningu er unnt að fá á: 1) heilsugæslustöð, 2) sjúkrahúsum og3) öldrunarheimilum. HEIMILDIR: 1) Guðbjörnsson B. et al. Læknablaðið 1987;73:359-63. 2) Haraldsson Á. et al. Læknablaðið 1989; 57-61. 3) Jónsdóttir K. Óbirtar niðurstöður. 4) Bárðardóttir E. Jónsson S. Lækna- blaðið 1988;74:251-3. 5) CDC. MMWR; 1989: 64-76. 6) Sims R.V. et al. Ann Intern Med 1988; 108: 653-7. 7) Gable C.B. et al. JAMA 1990; 264: 2910-15. 8) Sisk J.E., Riegelman R.K. Ann Int- ern MED 1986; 104: 79-86. Landlœknir Styrkur til könnunar Framkvæmdastjórn HFI sam- þykkti á fundi sínum þann 4. apríl sl. að veita Ragnheiði Har- aldsdóttur lektor styrk að upp- hæð kr. 150.000. Styrkurinn er veittur til könnunar á högum og viðhorfum hjúkrunarfræðinga til starfa og náms. Þessi könnun er gerð í tengslum við undirbúning og skipulagningu á viðbótarnámi fyrir hjúkrunarfræðinga. Heilbrigði fyrir heiminn - samræmd hjúkrun ICN hefur látið gera skyggnur sem nota má til að útskýra uppruna. 40 HJÚKRUN 2Ai — 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.