Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Síða 43
» FRÉTTIR « Bætur fyrir líkamstjón A síöustu vordögum gaf Lögfræö- ingaþjónustan hf. út ritiö Bœtur fyrir Líkamstjón sem einkum er ætlað þeim sem veröa fyrir líkamstjóni vegna slysa, t.d. í umferðinni eða við vinnu. í ritinu er leitast við að svara ýmsum spurningum sem vakna þegar líkams- og heilsutjón verður. ★ Frá Landlæknisembættinu Heimilishjálp og heima- hjúkrun þarf að efla Margir tala um að kostnaður við heilbrigðisþjónustu sé orðinn of hár. Menn benda því á ýmsar leiðir til úrbóta, m.a. aukna hagræðingu og jafnvel aukningu á eigin greiðslum fólks fyrir meðferð og aðgerðir. Oft gleymist að stærsti hluti kostnaðar er vegna þeirra eldri sem sjúkir eru og þess vegna ekki auðvelt að draga úr kostnaði. En hvað er hægt að gera til úrbóta? Er hægt að beita meiri hag- kvæmni án þess að auka heildarút- gjöld? Margt bendir til þess að svo sé. T.d. má nefna hagræðingu í lyfja- kostnaði sem nú er unnið að. Rekstur fimmdaga-deilda, flutning minni- háttar aðgerða út fyrir sjúkrahúsin, væntanlegan samruna tveggja stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík o.fl. Lítið hefur verið aðhafst varðandi hagræðingu í öldrunarþjónustu en verulegur kostnaður fer til þeirrar þjónustu og sífellt eykst stofnana- rýmið. Stofnanarými er meira fyrir aldraða hér á landi en í nágranna- löndum en við leysum frekar vanda- mál gamals fólks með stofnanavistun en nágrannaþjóðirnar. Sjá töflu I. Taflal Hlutfallslegur fjöldi 65 ára og eldri á elli- og hjúkrunardeildum á Norðurlöndunum 1986-1987 Island Danmörk Finnland Noregur Sviþjód 9,7 5,4 6,3 6,8 3,8 11 1984 Social tryghed i Nordiske lande,> K0benhavn 1989 Nágrannaþjóðir sinna þó ekki síður eldra fólki en við, en gefa því mun meiri möguleika á að dvelja heima, sbr. töflu II. Tafla II Fjöldi einstaklinga er fá heimilishjálp á Norðurlöndum Fjöldi Á 1000 íbúa Land einstaklinga 65 áraogeldri fsland 3.400 127,0 Danmörk1' 191.000 239,0 Finnland 432.000 653,0 Noregur 128.000 185,0 Svíþjóð 309.000 204,0 Health Stat Nordic Counlríes 1966-921 21 1988 Á íslandi fá færri heimilishjálp meðal 65 ára og eldri en í nágranna- löndunum. Um fjölda þeirra er fá heima- hjúkrun má lesa um í töflu III. Tafla III Heimahjúkrun á Norðurlöndum fyrir 65 ára og eldri árið 1989 Fjöldi Á 1000 íbúa Land einstaklinga 65 ára og eldri ísland um 2.400 90,0 Danmörk - 222.000 277,0 Finnland - 75.000 113,0 Noregur - 114.000 165,0 Svíþjóð - 116.000 76,0 Health Stat Nordic Countries 1966-92* Að öllu jöfnu fá til muna færri HJÚKRUN 'M - 68. árgangur 39

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.