Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
fyrsta lagi var spurt um persónulegar upplýs-
ingar, s.s. kyn, aldur og menntun. í öðru lagi
var spurt um áhættuþætti og dvölina á hjarta-
deildinni, s.s. lengd sjúkrahúsdvalar, fyrri dvöl,
endurhæfingu o. fl. í þriðja lagi var leitað svara
við hversu mikla fræðslu sjúklingurinn fékk
annars vegar og þörf hans fyrir fræðslu hins
vegar. Einnig var sjúklingurinn beðinn að svara
því hvort maki hans hefði fengið fræðslu. í
fjórða lagi var spurt hverjir veittu fræðsluna á
deildinni og hvernig hún var veitt. Að lokum
var spurt hvort einstaklingurinn hefði breytt
um lífsstíl í kjölfar fræðslunnar.
Við forprófun var spurningalistinn lagður
fyrir 4 einstaklinga á aldrinum 35 -67 ára sem
fengu kransæðastíflu í október 1992. Tveir
þeirra lágu á hjartadeild Landspítalans og tveir
á hjartadeild Borgarspítalans. Tveim spurn-
ingum var breytt í samræmi við athugasemdir
einstaklinganna en að öðru leyti þótti þeim
spurningalistinn vera auðskiljanlegur og að-
gengilegur. Einstaklingarnir voru 13-15 mínút-
ur að svara listanum.
Spurningalistinn var sendur út 30. október
1992 að öllum leyfum fengnum. Með spurninga-
listanum fylgdi frímerkt umslag og var beðið
um að senda listann til baka fyrir 20. nóvember
1992. ítrekunarbréf var sent út til allra þann 20.
nóvember 1992.
Nlöurstöður
í niðurstöðum eru svör þátttakenda flokkuð út
frá rannsóknarspurningum. f lokin er gerð grein
fyrir öðrum upplýsingum sem fengust við
úrvinnslu gagna.
Hverjar eru fræðsluþarfir kransœðasjúklinga
og hvernig er komið til móts við þœr?
Til að svara þessari spurningu eru borin
saman svör við tveimur spurningunum úr
spurningalistanum. Annars vegar spurningunni
„hversu mikla fræðslu fékkst þú um eftirfarandi
atriði þegar þú varst á spítalanum?" Hins vegar
spurningunni „hversu mikla fræðslu um eftir-
farandi atriði finnst þér þú hefðir þurft að fá
eftir kransæðastíflu?“ (mynd 1). Niðurstöðumar
sýna að meira en helmingur svarenda vonaðist
eftir meiri fræðslu en hann taldi sig fá. Af
svörum við ofangreindum spurningum var
tekið meðaltal. Stuðst var við Likert - kvarða
og gaf hann valmöguleikana:
1 = Engin fræðsla
2 = Lítil fræðsla
3 = Töluverð fræðsla
4 = Mikil fræðsla
MYND 1. Samanburöur á þeirri frœöslu sem sjúklingarnir vildu fá og þeirri frœöslu sem þeir töldu sigfá.