Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 ingardagur. Einnig var númer læknis skráð, afgreitt magn og fyrirmæli á lyfjaumbúðum. Töflur, hylki og stílar hverrar tegundar var talið og skráð. Síðan var reiknað út hvort lyf hefðu verið tekin samkvæmt fyrirmælum. Merkt var við hvort tekið hefði verið of mikið eða of lítið og mismunurinn skráður. Eflyf var rangt tekið, eða ekki, og fólk var ekki meðvitað um það, þá var gleymska skráð sem ástæða þess. Væri það vísvitandi gert, var merkt við ,,viljandi“ og ástæðan skráð. Kannað var hver tók til lyfið og hver gaf það, hvort það var einstaklingurinn sjálfur, hjúkr- unarfræðingur, aðstandandi eða aðrir. Þá var skilningur þátttakandans á lyfjum kann- aður og skipt í þrjá flokka: góður, í meðallagi og slakur. Skilgreiningin á góður var sá að ein- staklingurinn vissi nafn og verkun lyfsins. í meðallagi ef hann vissi við hverju það var en ekki verkun þess. Slök ef hann vissi ekkert ofangreint atriði. Tölfræðingur var fenginn til að vinna úr mæli- gildum könnunarinnar og dæma um áreiðan- leika, fylgni og marktækni hinna ýmsu þátta. Niöurstöður Gott minni mældist hjá 42 einstaklingum en 25 einstaklingar reyndust hafa skert minni. Af þessum 25 einstaklingum sáu tíu að öllu leyti sjálfir um lyfjatöku súia. Níu þeirra voru á föstum lyfjum og tóku þau rangt. Þátttakendur greind- ust á bilinu frá 11 stigum til 30. Nítján þátttakenda (28%) voru með skerta sjón. Afþeim voru átta einstaklingar sem sáu um lyf sín sjálfir eða 42% sjónskertra. Rúmlega 22% þátttakenda voru með skerta stjórn á handa- hreyfingum. Fimm mismunandi tegundir lyfjaglasa voru notuð við könnunina (mynd 1). Fólki gekk misvel að opna glösin. Aðeins einn gat ekki opnað glas nr. 1. Eins var með glas nr. 3. Glas nr. 2 gátu 27 einstaklingar, eða 40% þátttakenda ekki opnað. Þrír einstaklingar gátu ekki opnað glas nr. 4 og glas nr. 5 gátu 13 einstaklingar ekki opnað eða 19%. Án lyfjakorts voru 71 % þátttakenda. Á kort- um þeirra sem þau höfðu var allt frá einu lyfi upp í tíu. Fjöldi lyfja í eigu einstaklinga var allt frá einu upp í 44 lyf. T íu einstaklingar (15%) áttu tvö lyf. Átta einstaklingar áttu sjö lyf og sjö einstaklingar áttu þrjú lyf. Samtals áttu þessir 67 einstaklingar 524 lyf í fórum sínum, að meðaltali næstum átta lyf á einstakling (mynd 2). Fjöldi lækna, sem ávísuðu lyfjum til hvers einstaklings, var allt frá einum lækni upp í 15. Einn einstaklingur átti 36 lyf ávísuð af 15 læknum. Sá sem átti 44 lyf var með 24 lyf eftir ávísunum 7 lækna en 20 lyf voru án lyfseðils. Við flokkun lyfja var notað ATC-kerfi (Ana- tomical-Therapeutical-Chemical Classifícation). Flestir einstaklingar, alls 39 manns (58%) voru með lyf sem flokkuð eru N05, en það eru geð- lyf, róandi lyf og svefnlyf. Lyf úr flokki N02, MYND 1. Talið frá vinstri, glas nr. 1, 2, 3, 4 og 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.