Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 í töflu 2 kemur fram hversu lengi sjúkl- ingarnir höfðu dvalið á deildinni þegar könn- unin fór fram. Meira en þriðjungur sjúkling- anna hafði dvalið skemur en 30 daga á deild- inni. Tafia 2. Hve lengi sjúklingarnir hafa dvaliö á deildinni í þessari innlögn 1991 1992 1993 30 daga og skemur 30,8% 42,4% 44,3% 1 til 6 mánuði 29,2% 27,7% 27,4% 6 mánuði og lengur 40,0% 30,9% 28,3% Allar spurningarnar voru krossaspurningar með fjórum til fimm valmöguleikum nema tvær. Þær tvær sem voru opnar gáfu sjúkling- unum tækifæri til að segja álit sitt á því hvað betur mætti fara meðan á dvöl þeirra stæði og taka fram atriði sem þeir vildu koma á framfæri við hjúkrunarstjórn. í listanum vom spurningar um reykingar, spurt var hversu almennar reyk- ingar væru svo og um viðhorf sjúklinga til reyk- ingabanns. Einnig var spurt hvort þeir sem reyktu vildu hætta reykingum. í fyrstu könn- uninni var einnig spurt um þekkingu sjúklinga á afleiðingum reykinga. Notað var sama mæli- tæki og Ása Guðmundsdóttir og fl. (1990) notuðu í könnun sem gerð var meðal starfs- manna Ríkisspítala. Sjúklingarnir voru beðnir um að taka afstöðu til tíu fullyrðinga um áhrif reykinga. Niöurstöður Talið er að 52-88% geðsjúkra reyki (Gritz, Stapleton, Hill ogjana, 1985; Hughes, Hatsuk- ami, Mitchell og Dahlgren, 1986; O’Farrell, Connors og Upper, 1993). Niðurstöður könn- unarinnar leiddu í ljós að sjúklingar geðdeilda reykja mjög mikið. Árið 1991 reyktu 71,2%, 1992 reyktu 72,9% og 1993 reykja 66,9% sjúklinganna (Jóna Siggeirsdóttir og Þórunn Pálsdóttir 1991a, 1991b, 1992, 1993). Samkvæmt niðurstöðum 1993 reykja 70,3% karla og 62,5% kvenna. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt skýrslu Jónasar Ragnarssonar og Þorsteins Blöndals (1990) reyktu 33,5% fullorðinna karla og 34,9% kvenna á aldrinum 18-69 ára árið 1989. í könnun Þorsteins Blöndals, Hagerups Isaksens ogjónínu Hafliðadóttur (1992), sem gerð var meðal sjúklinga og deildarhjúkrunarfræðinga Ríkisspítala, reyktu 41 % karlsjúklinga og 34% kvensjúklinga. í könnun, meðal starfsmanna Ríkisspítala (Ása Guðmundsdóttir o.fl., 1990) kom fram að 23,9% karla og 25,6% kvenna reykja. Af þessu má sjá að reykingar eru nær helmingi algengari hjá sjúklingum á geðdeild- inni en almennt gerist. í könnuninni var spurt hverjir vildu hætta að reykja. í ljós kom að 36,8% þeirra sem reykja vildu hætta. í þeim hópi ætti að vera hægt að aðstoða fólk við að draga úr reyk- ingum. Viðhorf sjúklinga til reykingabannsins á stofnuninni sést á mynd 1. Viðhorfin hafa lítið breyst á þessum þremur árum. Ef litið er sér- staklega á þá sem taka afstöðu til reykinga- bannsins sést að 32,9% eru sammála reykinga- banni en 67,1 % ósammála. 80,4% þeirra sjúkl- inga, sem reykja, eru á móti reykingabanni á stofnuninni. f fyrrnefndri könnun Þorsteins Blöndals o. fl. (1992) á Ríkisspítölum var leitað eftir viðhorfum sjúklinganna til reykingabanns. Þar kemur fram rnun meiri stuðningur við reyk- ingabannið en í niðurstöðum okkar. 63% þeirra sjúklinga sem reyktu studdu reykinga- bannið og 78% þeirra sem ekki reyktu studdu bannið. Ekki hefur verið samræmt eftirlit með því hvernig reykingabanninu hefur verið fram- fylgt á mismunandi deildum Ríkisspítala og því hafa skapast mismunandi hefðir á deildum. Hugsanlega hefur það áhrif á viðhorf sjúklinga til bannsins. f fyrstu könnuninni 1991 voru sjúklingarnir spurðir um þekkingu á skaðsemi reykinga. Þeir voru beðnir um að taka afstöðu til tíu fullyrð- inga. Sem dæmi um þekkingu þeirra kemur meðal annars fram að 88,2% þeirra sem svara eru sammála þeirri fullyrðingu að reykingar auki áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.