Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 í töflu 2 kemur fram hversu lengi sjúkl- ingarnir höfðu dvalið á deildinni þegar könn- unin fór fram. Meira en þriðjungur sjúkling- anna hafði dvalið skemur en 30 daga á deild- inni. Tafia 2. Hve lengi sjúklingarnir hafa dvaliö á deildinni í þessari innlögn 1991 1992 1993 30 daga og skemur 30,8% 42,4% 44,3% 1 til 6 mánuði 29,2% 27,7% 27,4% 6 mánuði og lengur 40,0% 30,9% 28,3% Allar spurningarnar voru krossaspurningar með fjórum til fimm valmöguleikum nema tvær. Þær tvær sem voru opnar gáfu sjúkling- unum tækifæri til að segja álit sitt á því hvað betur mætti fara meðan á dvöl þeirra stæði og taka fram atriði sem þeir vildu koma á framfæri við hjúkrunarstjórn. í listanum vom spurningar um reykingar, spurt var hversu almennar reyk- ingar væru svo og um viðhorf sjúklinga til reyk- ingabanns. Einnig var spurt hvort þeir sem reyktu vildu hætta reykingum. í fyrstu könn- uninni var einnig spurt um þekkingu sjúklinga á afleiðingum reykinga. Notað var sama mæli- tæki og Ása Guðmundsdóttir og fl. (1990) notuðu í könnun sem gerð var meðal starfs- manna Ríkisspítala. Sjúklingarnir voru beðnir um að taka afstöðu til tíu fullyrðinga um áhrif reykinga. Niöurstöður Talið er að 52-88% geðsjúkra reyki (Gritz, Stapleton, Hill ogjana, 1985; Hughes, Hatsuk- ami, Mitchell og Dahlgren, 1986; O’Farrell, Connors og Upper, 1993). Niðurstöður könn- unarinnar leiddu í ljós að sjúklingar geðdeilda reykja mjög mikið. Árið 1991 reyktu 71,2%, 1992 reyktu 72,9% og 1993 reykja 66,9% sjúklinganna (Jóna Siggeirsdóttir og Þórunn Pálsdóttir 1991a, 1991b, 1992, 1993). Samkvæmt niðurstöðum 1993 reykja 70,3% karla og 62,5% kvenna. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt skýrslu Jónasar Ragnarssonar og Þorsteins Blöndals (1990) reyktu 33,5% fullorðinna karla og 34,9% kvenna á aldrinum 18-69 ára árið 1989. í könnun Þorsteins Blöndals, Hagerups Isaksens ogjónínu Hafliðadóttur (1992), sem gerð var meðal sjúklinga og deildarhjúkrunarfræðinga Ríkisspítala, reyktu 41 % karlsjúklinga og 34% kvensjúklinga. í könnun, meðal starfsmanna Ríkisspítala (Ása Guðmundsdóttir o.fl., 1990) kom fram að 23,9% karla og 25,6% kvenna reykja. Af þessu má sjá að reykingar eru nær helmingi algengari hjá sjúklingum á geðdeild- inni en almennt gerist. í könnuninni var spurt hverjir vildu hætta að reykja. í ljós kom að 36,8% þeirra sem reykja vildu hætta. í þeim hópi ætti að vera hægt að aðstoða fólk við að draga úr reyk- ingum. Viðhorf sjúklinga til reykingabannsins á stofnuninni sést á mynd 1. Viðhorfin hafa lítið breyst á þessum þremur árum. Ef litið er sér- staklega á þá sem taka afstöðu til reykinga- bannsins sést að 32,9% eru sammála reykinga- banni en 67,1 % ósammála. 80,4% þeirra sjúkl- inga, sem reykja, eru á móti reykingabanni á stofnuninni. f fyrrnefndri könnun Þorsteins Blöndals o. fl. (1992) á Ríkisspítölum var leitað eftir viðhorfum sjúklinganna til reykingabanns. Þar kemur fram rnun meiri stuðningur við reyk- ingabannið en í niðurstöðum okkar. 63% þeirra sjúklinga sem reyktu studdu reykinga- bannið og 78% þeirra sem ekki reyktu studdu bannið. Ekki hefur verið samræmt eftirlit með því hvernig reykingabanninu hefur verið fram- fylgt á mismunandi deildum Ríkisspítala og því hafa skapast mismunandi hefðir á deildum. Hugsanlega hefur það áhrif á viðhorf sjúklinga til bannsins. f fyrstu könnuninni 1991 voru sjúklingarnir spurðir um þekkingu á skaðsemi reykinga. Þeir voru beðnir um að taka afstöðu til tíu fullyrð- inga. Sem dæmi um þekkingu þeirra kemur meðal annars fram að 88,2% þeirra sem svara eru sammála þeirri fullyrðingu að reykingar auki áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.