Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 af skólasystrum mínum með norður og fleiri komu síðar. Þetta voru allt ungar og fallegar stúlkur, fullar af lífsgleði og áhuga á að takast á við nýtt starf. Það var mér mikill styrkur og var eins og góð vítamínsprauta fyrir hjúkrun í sjúkrahúsinu. Ég vann í þrjú ár áður en ég fór í framhaldsnám í Danmarks Sygeplejerskehoj- skole í Árósum. Þar lagði ég stund á kennslufræði og stjórnun í eitt ár. Þá kynntist ég námi og störfum „sygehjælpere", aðstoðarfólki við hjúkrun. Er heim kom sumarið 1965 hafði ég samband við nokkra hjúkrunarforstjóra í Reykavík og Sigurð Sigurðsson, landlækni, og lagði til að við reyndum að koma á fót námi fyrir aðstoðarfólk við hjúkrun. Undirtektir voru mjög góðar og fyrstu íslensku sjúkraliðarnir voru brautskráðir frá Akureyri vorið 1966. Þótt nám sjúkraliða væri til að byrja með aðeins átta mánuðir reyndust þeir ágætir starfsmenn sem léttu mjög undir við aðhlynningu sjúklinga. Einn karlmann brautskráði ég á þessum árum. Það var Jóhann Konráðsson, söngvari og starfsmaður á geðdeildinni hjá okkur. Jóhann var góður félagi og létti sjúklingum marga stundina með söng sínum. Nemendur úr Hjúkrunarskóla íslands komu norður í verknám. Það var gaman að fá þá og ekki voru ungu mennirnir í bænum síður hrifnir. Sem betur fór sýndu þeir það mikinn áhuga að sumar þessara stúlkna festu þar ráð sitt og störfuðu áfram við sjúkrahúsið. Það var margt brallað í nemabústaðnum á þessum árum en ég skipti mér lítið af því. Þá voru eldri nemendur yfirleitt í stöðum hjúkrunarfræð- inga. Ég vildi ekki skipta mér af stúlkunum í frítíma þeirra þegar þeim var svo falið að sjá um 50 rúma sjúkradeild í starfi. Hvemlg ver hjúkrunarnám þá frábmgðið því sem nú er? Hvernig undirbúningur ver þeð fyrir hjúkrunerfræðing sem fúr beint frá prófborði i stjórnunarstarf? Námið þá var varla sambærilegt við það sem nú er kennt í háskólanum hér og fyrir norðan. Það eru rúmlega 30 ár liðin frá því að ég brautskráðist frá Hjúkrunar- skóla íslands. Nám í þeim skóla breyttist mikið frá þeim tíma og þangað til skólinn var lagður niður 1986 og allt nám í hjúkrunarfræði var flutt yfir í háskóla. Bóknám var miklu minna, en verknám í sjúkrastofnunum að sama skapi meira. Þetta var þriggja ára nám, almanaksára en ekki skólaára. Nemendur voru á launum og urðu að skila mikilli ,,vinnu.“ En þau ár, sem ég var í skólanum, hafði hann á að skipa afbragðs kennurum og mér fannst ég læra heil ósköp í bóknámi þótt tími, sem til þess var ætlaður, væri alltof stuttur. Allur samanburður á þessum námsleiðum yrði mjög ósanngjarn. Trúlega er það svo með flest. Samanburður við fortíðina yrði ósanngjarn, ekki síst á námi sem var flutt af framhaldsskólastigi yfir á háskólastig. Ekki get ég sagt að skólinn byggi mig undir þetta stjórnunarstarf enda ekki til þess ætlast að nemendur færu beint frá prófborði til stjórnunarstarfa. Eftir eð hefe starfeð sem forstöðukonua vlð FSA um árabil gerðist þú deildarstjóri hjá heiibrigðis- og tryggingamáiaráðuneytinu. Hvernig vildi það tii? Ég kom til starfa í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1. júlí 1971. Það var þá nýtt ráðuneyti, ekki stofnað fyrr en 1. janúar 1971. Heilbrigðismál heyrðu áður undir dóms- og kirkjumálaráðherra. Eftir 10 ára starf á Akureyri gat ég vel hugsað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.