Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Verknám fór eftir sem áður fram á sjúkrahúsunum. Nú hefur sá skóli verið lagður niður og sjúkraliðar hljóta sína menntun í fjölbrauta- og verkmenntaskólum. Þar hefur Fjölbrautaskólinn í Breiðholti verið í forystu og stutt dyggilega þá skóla er á eftir komu. Svo var það Nýi hjúkrunarskólinn. Stuttu eftir að ég kom í ráðuneytið kom Jón Sigurðsson, borgarlæknir, að máli við mig og spurði hvort ekki væri hægt að skipuleggja hjúkrunarnám fyrir ljósmæður sem vildu leggja fyrir sig hjúkrun, styttra nám og þá meira samanþjappað en það sem boðið var upp á í Hjúkrunar- skóla íslands. Ljósmæðranám var eitt almanaksár. Ég bar saman námsgreinar, efni og kennslustundafjölda í þessum tveim skólum og taldist svo til að ef ljósmæður slepptu einstaka greinum og styttu verknám á fæðingardeildum væri hægt að stytta nám þeirra án þess að slá af námskröfum. Heilbrigðisráðuneytið ákvað að hefjast handa og undirbjó hjúkrunarnám fyrir ljósmæður. María Pétursdóttir tók að sér forstöðu þess fyrir ráðuneytið. Á þessum árum var mjög bagalegt hve illa gekk að manna stöður hjúkrunar- fræðinga. Þess vegna var til umræðu að koma á fót öðrum hjúkrunarskóla í tengslum við Borgarspítalann. Ég tók sæti í nefnd með tveimur fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, borgarlækni og framkvæmdastjóra Borgarspítalans. Fulltrúar borgarinnar vildu fá annan hjúkrunarskóla. Fulltrúar menntamálaráðu- neytisins töldu af og frá að hægt yrði að fá hjúkrunarkennara að öðrum skóla þar sem ómögulegt var að fá nógu marga kennara að skólanum er fyrir var. Það urðu mikil átök í þessari nefnd. Ég var að vissu leyti oddamaður og mér fannst ég bera mikla ábyrgð á að þetta mál hlyti framgang. Borgarspítalinn bauð húsnæði í hinni nýju Grensásdeild, en allt sat fast með að fá hjúkrunarfræðinga til kennslu. Eftir nokkra fundi sagði formaður nefndarinnar, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri: , Jæja, Ingibjörg, ef þú getur útvegað hjúkrunarfræðing til þess að taka að sér skólastjórn, þá skal ég ekki setja mig upp á móti öðrum skóla.“ Ég fékk frest í eina viku. Nú voru góð ráð dýr. Ekki gat ég beðið kennara Hjúkrunarskólans um að sækja um stöðu skólastjóra enda ekki um marga að ræða. Þá datt mér í hug María Pétursdóttir. Ég leit svo á að eðlilegra væri að hjúkrunar- nám fyrir ljósmæður færi fram í skóla en að það heyrði undir heilbrigðisráðu- neytið. Ég hringdi til Maríu um kvöldið og við ræddum málið góða stund. María sagði: ,,Ég skal gefa þér svar á morgun.“ Klukkan var rétt rúmlega níu morguninn eftir þegar María hringdi og svaraði: ,,Ef þið treystið mér skal ég taka þetta að mér. Að minnsta kosti skal ég sækja um stöðuna, verði hún auglýst." Mér fannst ég geta hoppað hæð mína af feginleik og var kotroskin á næsta fundi þegar ég kom með þessar upplýsingar. María var þjóðkunn fyrir störf sín að hjúkrunarmálum og hafði verið kennari við Hjúkrunarskóla íslands í mörg ár. Enda stóð ekki á samþykki fundarmanna og Birgir stóð við sitt. Magnús Torfi Ólafsson var þá menntamálaráðherra. Hann var mjög hlynntur því, að stofnaður yrði nýr skóli og gaf honum nafnið Nýi hjúkrunarskólinn. Skólinn hóf starfsemi sína haustið 1972. Reglugerð var sett og skyldi skólinn starfa eftir sömu lögum og Hjúkrunarskóli íslands. Þessi skóli tók þó fljótt aðra stefnu. í fyrstu var þar kennsla í hjúkrunarfræði fyrir nokkra hópa ljósmæðra og eina tvo hópa nýnema í hjúkrunarnámi. Ég sat í stjórn skólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.