Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Eftirfarandi bœkur, bœklinga og bókalista er hcegt að nálgast eða fá upplýsingar um hjá Tímariti hjúkrunar- frceðinga, Suðurlands- braut 22, sími 687575 Bækur íslenskar: Uppkomin börn alkóhólista. Að losna úr fjötrum fortíðar. Höfundur: Árni Þór Hilmarsson, sálfrœðingur. Útgefin af Almenna bókafélaginu 1993. Á bókarkápu segir: „í bókinni er leitast við að svipta hulunni af þeim álögum sem margt af þessu fólki virðist vera í. Þeir þættir í uppeldinu sem ollu þessum dularfullu áhrifum eru útskýrðir og bent á leiðir fyrir uppkomin börn alkohólista að hamingju- ríkara lífi.“ Erlendar: Angst og háb - digte fra en onkologisk berneafdeling. Höfundur: Sanne Nielsen, hjúkr- unarfrceðingur. Útgefin af Dansk Sygeplejerád 1993. Höfundurinn lýsir í ljóðum erfiðum augnablikum þegar foreldrar, veik börn þeirra og hjúkrunarfræðingurinn deila með sér angist, von og gleði. Ljóðin segja frá daglegu lífi hjúkrunar- fræðingsins, í meðbyr og mót- læti. Bakgládje - Baka utan gluten och mjölk (kynning frá forlagi). Höfundar: Ulla Ingeson og Irene Fransson. Útgefin af LIC Förlag AB, Svíþjóð, 1993- Höfundarnir vilja sýna að hægt sé að baka glúten- og mjólkur- laust brauð sem hefur sömu þéttni og bragð og annað brauð. í bókinni eru uppskriftir að hrökkbrauði, bruðum, tertum, vínarbrauðum, vöfflum, pizzum og bökum. Auðvelt er að gera uppskriftirnar sojalausar líka. Bland ánglar och dárar. Höfundur: Lars Midböe, hjúkrunarfrœðingur. Útgefin af Várdförbundet SHSTF, Svfþjóð,1993. Skáldsaga um Karl-Oskar Larsson sem 112 ára gamall veikist og verður að leggjast á sjúkrahús. í sögunni lenda hann og nýr vinur hans, drengurinn Max, í ævintýrum á stóru sjúkrahúsi. Með kímni og hæðni að vopni vekur Lars Midböe athygli á þörfum sjúklinga og varpar ljósi á gleði- og sorgarstundir nútíma sjúkradeildar. Den dag Simon og Signe skulle bedoves. Höfundar: Hannah Jensen og Mariane Kristensen, hjúkrunar- frœðingar, Amtssygehuset i Fakse. Útgefin af Dansk Sygeplejerád 1993. Bók ætluð börnum sem þurfa að fara í svæfingu fyrir aðgerð. Simon er svæfður með grímu en Signe með lyfi í æð. Et liv i kamp & kærlighed - om sygeplejerske Elna Hiort - Lorenzen Höfundur: Ole Sohn. Útgefin af Dansk Sygeplejerád 1993. Líf Elnu Hiort- Lorenzen er ævintýralegt, spennandi og áhrifamikið. Á þriðja áratug vorrar aldar starfaði hún á barna- sjúkrahúsi í Chile. Þegar hún kom heim voru nazistar að komast til áhrifa í Evrópu. Til mótvægis við þá þróun skráði Elna sig í danska kommúnista- flokkinn. Hún ferðaðist til Spánar meðan borgarastyrjöldin geisaði þar og var ólöglegur boðberi (kurér) í Þýskalandi og Póllandi. Með manninum sínum, Arne Munch-Petersen, sem var þing- maður fyrir danska kommúnista- flokkinn, fór hún til Moskvu á Stalíntímanum. Þar var hann handtekinn og eru örlög hans óljós upp frá því. Hún skilaði sér aftur til Danmerkur, vann við hjúkrun og var virk í danska h júkrunarfélaginu. Health Care and Social Services in Seven European Countries. Útgefin af Socialstyrelsen í Svíþjóð 1993. Lýst er í stuttu máli menningu og hugmyndafræði sem liggur til grundvallar heilbrigðiskerfi í hverju landi fyrir sig. í bókinni eru hagfræðisjónarmið og fjármál reifuð, og greint frá vissum lýð- fræðilegum upplýsingum um þjóðirnar, lifnaðarhætti og heilbrigði. Health for all targets. The health policy for Europe. Útgefin af Alþjóðaheilbrigðismála-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.