Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 og starfsfólki með frumþarfir sínar, svo sem öndun, stjórnun líkamshita, útfall hjarta og blóð- þrýsting, næringu og vökvajafnvægi. Meðferðin krafðist þess að sjúklingi væri haldið í svo djúpu dái að hann gæti ekki sýnt viðbrögð (engar hreyfingar, glæruviðbragð, táramyndun, né breytingar á hjartslætti eða blóðþrýstingi við áreiti). Að auki var hann kældur niður í 34-35 gráður á Celcíus. Við þannig aðstæður er hætta á að litið sé á sjúklinginn sem hluta af vélunum og umhverf- inu. Vélarnar og tækin kröfðust athygli, þau létu vita og minntu á sig ef eitthvað fór úrskeiðis, en sjúklingurinn ekki. Við slíkar kringum- stæður sem og ávallt í allri hátæknimeðferð þarf stöðugt að minna á að tækin eru eingöngu til aðstoðar og öryggis við hjúkrun og meðferð sjúklingsins. Það er einstaklingurinn sjálfur, í hvaða ástandi sem hann er, sem þarfnast athygli, umönnunar og kærleika. Sjúklingur var í varnareinangrun. Sveppalyf í munn og magaslöngu svo og breiðvirkt sýklalyf í æð voru gefin sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum. Enn fremur var lögð mikil áhersla á að mæta hitaeininga- og próteinþörf á öllum stigum meðferðar til þess m.a. að styrkja og viðhalda eðlilegri virkni ónæmiskerfisins. Skert loftskipti tengd ARDS í hœgra lunga og brottnámi vinstra lunga. ARDS einkennist m.a. af auknu gegndræpi háræða í lungum en það leiðir til söfnunar á próteinríkum vökva milli lungnablaðra og í lungnablöðrur. Enn fremur á sér stað bólgusvör- un og aukin slímmyndun. Afleiðingin er veruleg minnkun á FRC (functional residual capacity) og skert þangeta lungna (lung compliance). Eftir að ECLA meðferð var hafin var sjúklingur alger- lega háður henni um loftskipti þar sem lítil sem engin súrefnisupptaka eða koltvíoxíðsútskiln- aður áttu sér stað ílunganu. Sjúklingur var áfram tengdur við hátíðniöndunarvél í þeim tilgangi að Iosa um og hreyfa slím frá lunganu. Enn fremur var sjúklingur tengdur af og til við Servo 900 C öndunarvél til þess að meta og fylgj- ast með hvort og þá hversu mikið koltvíoxíð væri skilið út (end-tidal C02), svo og til þess að mæla þangetu lungans. Á röntgenmynd var lungað nánast hvítt og yfirfullt af vökva. Sjúklingur var berkjuspegl- aður daglega í fyrstu og síðar annan hvern dag meðan á meðferð stóð íþeim tilgangi að fylgjast með bólgubreytingum, hreinsa upp slím og taka sýni til ræktunar. Ekki kom að sök þó að sjúkl- ingur væri tengdur frá öndunarvél af og til (t.d. meðan á berkjuspeglun og sogun stóð) þar sem hann var háður ECLA kerfinu. Útfall hjarta (cardiac output); breytilegur líkamshiti, áhrif lungnavélar og áhrif svæfinga og vöðvaslakandi lyfja. Það sem fyrst og fremst hafði áhrif á útfall hjarta og súrefnisþörf sjúklings var stig með- vitundar, líkamshiti og vöðvavirkni. Til þess að halda súrefnisþörf og útfalli hjarta innan æskilegra marka var sjúklingi haldið í djúpu dái, líkamshita var haldið á bilinu 34-35 gráður á Celcíus svo og var algerri vöðvaslökun náð með svæfinga- og vöðvaslakandi lyfjum í stöðugu dreypi. Til þess að halda jafnvægi á milli útfalls hjarta og flæðisins í kerfinu var sjúklingi enn fremur gefinn beta-blokki í sídreypi. Að auki var sjúklingur á prostacyclin (Flolan®) í sídreypi til þess að minnka viðnám í lungnaæðum (pulmonary vascular resistance) og með því létta álagi af hægri slegli (afterload) og til þess að minnka samloðun blóðflaga. Utanáliggjandi hjartagangráður var tengdur við sjúkling vegna hættu á hjartastoppi eða alvarlegri hægingu á hjartslætti einkum í tengsl- um við skipti á gervilunga (hvert lunga dugði í 3-8 daga). Mikið álag var á pumpuslöngu og tærðist hún smátt og smátt upp og var ávallt hætta á að hún rifnaði. Slangan rifnaði tvisvar sinnum en með skjótum viðbrögðum var komið í veg fyrir alvarlegan skaða. Breyting á nœringarpörf tengd kœlingu, meðvitundarleysi og ARDS. Sjúklingur með ARDS er í ofbrunaástandi (hypermetabolic) en hins vegar dregur kæling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.