Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 og starfsfólki með frumþarfir sínar, svo sem öndun, stjórnun líkamshita, útfall hjarta og blóð- þrýsting, næringu og vökvajafnvægi. Meðferðin krafðist þess að sjúklingi væri haldið í svo djúpu dái að hann gæti ekki sýnt viðbrögð (engar hreyfingar, glæruviðbragð, táramyndun, né breytingar á hjartslætti eða blóðþrýstingi við áreiti). Að auki var hann kældur niður í 34-35 gráður á Celcíus. Við þannig aðstæður er hætta á að litið sé á sjúklinginn sem hluta af vélunum og umhverf- inu. Vélarnar og tækin kröfðust athygli, þau létu vita og minntu á sig ef eitthvað fór úrskeiðis, en sjúklingurinn ekki. Við slíkar kringum- stæður sem og ávallt í allri hátæknimeðferð þarf stöðugt að minna á að tækin eru eingöngu til aðstoðar og öryggis við hjúkrun og meðferð sjúklingsins. Það er einstaklingurinn sjálfur, í hvaða ástandi sem hann er, sem þarfnast athygli, umönnunar og kærleika. Sjúklingur var í varnareinangrun. Sveppalyf í munn og magaslöngu svo og breiðvirkt sýklalyf í æð voru gefin sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum. Enn fremur var lögð mikil áhersla á að mæta hitaeininga- og próteinþörf á öllum stigum meðferðar til þess m.a. að styrkja og viðhalda eðlilegri virkni ónæmiskerfisins. Skert loftskipti tengd ARDS í hœgra lunga og brottnámi vinstra lunga. ARDS einkennist m.a. af auknu gegndræpi háræða í lungum en það leiðir til söfnunar á próteinríkum vökva milli lungnablaðra og í lungnablöðrur. Enn fremur á sér stað bólgusvör- un og aukin slímmyndun. Afleiðingin er veruleg minnkun á FRC (functional residual capacity) og skert þangeta lungna (lung compliance). Eftir að ECLA meðferð var hafin var sjúklingur alger- lega háður henni um loftskipti þar sem lítil sem engin súrefnisupptaka eða koltvíoxíðsútskiln- aður áttu sér stað ílunganu. Sjúklingur var áfram tengdur við hátíðniöndunarvél í þeim tilgangi að Iosa um og hreyfa slím frá lunganu. Enn fremur var sjúklingur tengdur af og til við Servo 900 C öndunarvél til þess að meta og fylgj- ast með hvort og þá hversu mikið koltvíoxíð væri skilið út (end-tidal C02), svo og til þess að mæla þangetu lungans. Á röntgenmynd var lungað nánast hvítt og yfirfullt af vökva. Sjúklingur var berkjuspegl- aður daglega í fyrstu og síðar annan hvern dag meðan á meðferð stóð íþeim tilgangi að fylgjast með bólgubreytingum, hreinsa upp slím og taka sýni til ræktunar. Ekki kom að sök þó að sjúkl- ingur væri tengdur frá öndunarvél af og til (t.d. meðan á berkjuspeglun og sogun stóð) þar sem hann var háður ECLA kerfinu. Útfall hjarta (cardiac output); breytilegur líkamshiti, áhrif lungnavélar og áhrif svæfinga og vöðvaslakandi lyfja. Það sem fyrst og fremst hafði áhrif á útfall hjarta og súrefnisþörf sjúklings var stig með- vitundar, líkamshiti og vöðvavirkni. Til þess að halda súrefnisþörf og útfalli hjarta innan æskilegra marka var sjúklingi haldið í djúpu dái, líkamshita var haldið á bilinu 34-35 gráður á Celcíus svo og var algerri vöðvaslökun náð með svæfinga- og vöðvaslakandi lyfjum í stöðugu dreypi. Til þess að halda jafnvægi á milli útfalls hjarta og flæðisins í kerfinu var sjúklingi enn fremur gefinn beta-blokki í sídreypi. Að auki var sjúklingur á prostacyclin (Flolan®) í sídreypi til þess að minnka viðnám í lungnaæðum (pulmonary vascular resistance) og með því létta álagi af hægri slegli (afterload) og til þess að minnka samloðun blóðflaga. Utanáliggjandi hjartagangráður var tengdur við sjúkling vegna hættu á hjartastoppi eða alvarlegri hægingu á hjartslætti einkum í tengsl- um við skipti á gervilunga (hvert lunga dugði í 3-8 daga). Mikið álag var á pumpuslöngu og tærðist hún smátt og smátt upp og var ávallt hætta á að hún rifnaði. Slangan rifnaði tvisvar sinnum en með skjótum viðbrögðum var komið í veg fyrir alvarlegan skaða. Breyting á nœringarpörf tengd kœlingu, meðvitundarleysi og ARDS. Sjúklingur með ARDS er í ofbrunaástandi (hypermetabolic) en hins vegar dregur kæling

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.