Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 1988. Verður heiðursfélagi í Fhh ásamt Maríu 1960: Aukahollið í HSÍ. Pétursdóttur. Með á myndinni er Laura Sch. Thorsteinsson, formaður Fhh og Sigrún Gunnarsdóttir, varaformaður. fyrstu árin og barðist alltaf fyrir því, að þessi skóli byggði upp sérnám hjúkrunar- fræðinga. Þar eygði ég von um að hjúkrunarfræðingar gætu stundað framhaldsnám hér heima í stað þess að fara utan í dýrt nám. Er fram liðu stundir varð það hlut- verk skólans og ég tel að undir stjórn Maríu hafi hann skilað miklu og merkilegu hlutverki. Nú hefur Nýi hjúkrunarskólinn verið lagður niður og allt nám í hjúkrunarfræðum fer fram við háskólana í Reykjavík og á Akureyri. Þá er að minnast á námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands sem hefúr verið mitt hjartans mál í mörg ár. Stuttu eftir að ég kom til starfa í ráðuneytinu bað Sigurður Sigurðsson, þáverandi landlæknir og formaður stjórnar Hjúkrunar- skóla íslands, mig um að leggja sér lið við að útvega kennara erlendis frá að Hjúkrunarskólanum því að þar vantaði hjúkrunarfræðinga til kennslu. Nefnd undir forsæti Þorbjargar Jónsdóttur, skólastjóra, hafði starfað um hríð og lagt til að framhaldsnámi fyrir hjúkrunarfræðinga yrði komið á fót við Háskóla íslands. í framhaldi af því starfi skipaði menntamálaráðherra undirbúningsnefnd sem gekk undir nafninu ,,sjömannanefndin“. Formaður nefndarinnar var Þórður Einarsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, síðar sendiherra. Aðrir nefndarmenn voru Jóhann Axelsson, forseti læknadeildar, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir og dósent í læknadeild, Ólafur Ólafsson, landlæknir, María Pétursdóttir, formaður HFÍ, Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands, og ég sem fulltrúi míns ráðuneytis. Sumarið 1973 fengum við til landsins dr. Dorothy C. Hall, yfirmann hjúkrunar- mála hjá Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO). Áður höfðu fulltrúar frá WHO verið hér í sömu erindagjörðum. Dorothy hafði aðstöðu hér í ráðuneytinu í stuttan tíma og vann með ,,sjömannanefndinni“ að drögum um fjögurra ára nám í hjúkrunarfræði í háskólanum. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, Magnús Már Lárusson, rektor Háskóla íslands og Háskólaráð samþykktu þau og fyrsti áfanginn var í höfn. Þarna höfðu margir áhugasamir einstaklingar stillt saman strengi sína. Öll höfðum við óbilandi trú á að meiri menntun hjúkrunarfræðinga myndi stuðla að betri heilsugæslu fyrir lands- menn; betri heilsuvernd, hjúkrun, kennslu, stjórnun og rannsóknum. Fyrstu nemendurnir hófu nám í október 1973 svo að nú á þessu hausti eru 20 ár liðin frá stofnun námsbrautarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.