Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 45
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
sem við vorum að gera og tel að við höfum tekið rétta stefnu. Mennt er máttur!
Hjúkrunarfræðingar þurftu meiri og fjölbreyttari menntun vegna síaukinna krafna
um þekkingu bæði innan sjúkrahúsa og utan. Nú er kominn háskóli á Akureyri
þar sem hjúkrunarnám er ein aðalnámsgreina. Það kom í hlut okkar Stefáns B.
Sigurðssonar, sem var formaður námsbrautarstjórnar á undirbúningsárum þess
skóla, að sitja í nefnd af hálfu Háskóla íslands. Formaður þeirrar nefndar var
skólameistari Menntaskólans á Akureyri, þá voru tveir fulltrúar Fjórðungssjúkra-
hússins þar og við Stefán. Sú nefnd vann að undirbúningi, m.a. mögulegum
tengslum við námsbrautina. Alla pappíra þaðan, námsskrár, stundatöflur og annað,
sem ég áleit að koma myndi að gagni, fengu þeir norðanmenn til afnota.
Hvað um uppbyggingu heilsugmsiu og heilsugœslustöðva? Ertu sátt við hvernig hefur
verið steðið eð þeim máium hár á iendi?
Að auka heilsugæslu og koma upp heilsugæslustöðvum, ekki síst úti á landi, var
jafnnauðsynlegt og að koma þar upp góðum skólum. Ég tel að mjög vel hafi til
tekist með þá uppbyggingu. Menn deila um leiðir og alltaf verður að velja og
hafna. Þegar lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi 1. janúar 1974 kom inn ákvæði
um nýja skiptingu læknishéraða. Þá voru 55 héraðslæknar í landinu, dreifðir um
allt land. Þeir unnu einir og konur þeirra, sem stóðu oft vaktina á meðan þeir
voru í vitjunum úti um sveitir, hjálpuðu þeim svo við aðgerðir og móttöku á
stofum. Það þarf ekki að taka fram að þær voru launalausar ef frá er talið þakklæti
og virðing sveitunga þeirra. í nýju lögunum var landinu skipt í átta læknishéruð
og einn héraðslæknir sat í hverju þeirra. Með tilkomu heilsugæslustöðva komu
hjúkrunarfræðingar, ritarar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn til starfa með læknum.
Byggð var upp heilsuvernd: smábarna- og ungbarnavernd, mæðravernd, heilu-
gæsla í skólum og heimahjúkrun.
Frá mínum fyrstu árum hefi ég tekið þátt í uppbyggingu heilsugæslu og
heilsugæslustöðva hér á landi. Ráðuneytinu tókst að byggja upp heilsugæslu-
stöðvar út um allt land og nú má segja að heilsugæsla hér sé með því besta sem
þekkist í heiminum. Heilsugæslustöðvar í landinu eru nú 81. Það er mjög gaman
að taka þátt í þessu uppbyggingarstarfi. Ég vinn mikið með ráðuneytisstjóra,
arkitektum og heimamönnum að teikningum fyrir heilsugæslustöðvar, ferðast um
allt land og hitti heilsugæslustarfsmenn og stjórnendur stöðvanna. Um þær ferðir
og þá samvinnu á ég margar ágætar minningar. Undanfarin ár hefi ég verið
formaður byggingarnefndar heilsugæslustöðva í Reykjavík. Þar er mikið starf fram
undan, margar heilsugæslustöðvanna í Reykjavík búa við mjög þröngan húsakost
og úr því þarf að bæta svo fljótt sem unnt er.
Tilheyre dveler- og tyúkrunarheimili eldreðre ekki einnig þlnu sterfssviði?
Að hluta til gera þau það. Við vinnum saman að þeim málum Hrafn Pálsson,
deildarstjóri, og ég. Við tökum þátt í hönnun nýrra bygginga og breytingum á
þeim eldri. Ég fjalla ásamt heimamönnum og starfsmönnum í ráðuneytinu um
tækjakaup og mönnun þessara heimila. Kröfur um húsrými, starfsaðstöðu, tæki og
þjálfún á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra eru allt aðrar en áður. Þau nýju
eru miklu betur búin en þau eldri. Eldri stofnanirnar hafa orðið að fækka