Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
Eftirfarandi bœkur,
bœklinga og bókalista
er hcegt að nálgast eða
fá upplýsingar um hjá
Tímariti hjúkrunar-
frceðinga, Suðurlands-
braut 22,
sími 687575
Bækur
íslenskar:
Uppkomin börn alkóhólista. Að
losna úr fjötrum fortíðar.
Höfundur: Árni Þór Hilmarsson,
sálfrœðingur.
Útgefin af Almenna bókafélaginu
1993.
Á bókarkápu segir: „í bókinni er
leitast við að svipta hulunni af
þeim álögum sem margt af þessu
fólki virðist vera í. Þeir þættir í
uppeldinu sem ollu þessum
dularfullu áhrifum eru útskýrðir
og bent á leiðir fyrir uppkomin
börn alkohólista að hamingju-
ríkara lífi.“
Erlendar:
Angst og háb - digte fra en
onkologisk berneafdeling.
Höfundur: Sanne Nielsen, hjúkr-
unarfrceðingur.
Útgefin af Dansk Sygeplejerád
1993.
Höfundurinn lýsir í ljóðum
erfiðum augnablikum þegar
foreldrar, veik börn þeirra og
hjúkrunarfræðingurinn deila með
sér angist, von og gleði. Ljóðin
segja frá daglegu lífi hjúkrunar-
fræðingsins, í meðbyr og mót-
læti.
Bakgládje - Baka utan gluten och
mjölk (kynning frá forlagi).
Höfundar: Ulla Ingeson og Irene
Fransson.
Útgefin af LIC Förlag AB,
Svíþjóð, 1993-
Höfundarnir vilja sýna að hægt
sé að baka glúten- og mjólkur-
laust brauð sem hefur sömu
þéttni og bragð og annað brauð.
í bókinni eru uppskriftir að
hrökkbrauði, bruðum, tertum,
vínarbrauðum, vöfflum,
pizzum og bökum. Auðvelt er
að gera uppskriftirnar sojalausar
líka.
Bland ánglar och dárar.
Höfundur: Lars Midböe,
hjúkrunarfrœðingur.
Útgefin af Várdförbundet SHSTF,
Svfþjóð,1993.
Skáldsaga um Karl-Oskar Larsson
sem 112 ára gamall veikist og
verður að leggjast á sjúkrahús. í
sögunni lenda hann og nýr vinur
hans, drengurinn Max, í
ævintýrum á stóru sjúkrahúsi.
Með kímni og hæðni að vopni
vekur Lars Midböe athygli á
þörfum sjúklinga og varpar ljósi
á gleði- og sorgarstundir nútíma
sjúkradeildar.
Den dag Simon og Signe skulle
bedoves.
Höfundar: Hannah Jensen og
Mariane Kristensen, hjúkrunar-
frœðingar, Amtssygehuset i
Fakse.
Útgefin af Dansk Sygeplejerád
1993.
Bók ætluð börnum sem þurfa
að fara í svæfingu fyrir
aðgerð. Simon er svæfður
með grímu en Signe með lyfi í
æð.
Et liv i kamp & kærlighed - om
sygeplejerske Elna Hiort -
Lorenzen
Höfundur: Ole Sohn.
Útgefin af Dansk Sygeplejerád
1993.
Líf Elnu Hiort- Lorenzen er
ævintýralegt, spennandi og
áhrifamikið. Á þriðja áratug
vorrar aldar starfaði hún á barna-
sjúkrahúsi í Chile. Þegar hún
kom heim voru nazistar að
komast til áhrifa í Evrópu. Til
mótvægis við þá þróun skráði
Elna sig í danska kommúnista-
flokkinn. Hún ferðaðist til Spánar
meðan borgarastyrjöldin geisaði
þar og var ólöglegur boðberi
(kurér) í Þýskalandi og Póllandi.
Með manninum sínum, Arne
Munch-Petersen, sem var þing-
maður fyrir danska kommúnista-
flokkinn, fór hún til Moskvu á
Stalíntímanum. Þar var hann
handtekinn og eru örlög hans
óljós upp frá því. Hún skilaði sér
aftur til Danmerkur, vann við
hjúkrun og var virk í danska
h júkrunarfélaginu.
Health Care and Social Services
in Seven European Countries.
Útgefin af Socialstyrelsen í
Svíþjóð 1993.
Lýst er í stuttu máli menningu og
hugmyndafræði sem liggur til
grundvallar heilbrigðiskerfi í
hverju landi fyrir sig. í bókinni
eru hagfræðisjónarmið og fjármál
reifuð, og greint frá vissum lýð-
fræðilegum upplýsingum um
þjóðirnar, lifnaðarhætti og
heilbrigði.
Health for all targets. The health
policy for Europe.
Útgefin af Alþjóðaheilbrigðismála-