Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 4
Formannspistill Hver stýrir eiginlega bátnum? Ásta Möller Þessi spuming er sett fram af gefnu tilefni, því ýmsir aðilar hafa gert tilkall til þess að vera kallaðir æðstu yfirmenn heilbrigðisstofnunar og sýnist sitt hverjum. Sumir læknar hafa talið, og þá jafnvel með vísan í heilbrigðislög, að þeir ættu að vera faglegir yfirmenn á sjúkrastofnunum og þar með yfirmenn hjúkrunarfræðinga. Hjúkmnarfræðingar kunna margar kúnstugar sögur í þessu sambandi. Sfðast fór fram á ritvöllinn, heilsugæslulæknir nokkur að nafni Gunnar Ingi Gunnarsson sem í grein sinni f Mbl. 19. janúar sl. telur, að eitt af helstu vandamálum heilbrigðiskerfisins sé að tveir séu í brúnni, karl og kerling, lækningaforstjóri og hjúkrunarforstjóri, í sitt hvorum glugganum. Varla þarf að gera því skóna hver það er sem læknirinn telur að eigi að stjórna. Þeirri skoðun sinni hefur hann margoft komið á framfæri. Sem betur fer virðist þó sem þessi skoðun sé á undanhaldi meðal lækna, að minnsta kosti hafa þeir ekki eins hátt um það nú og áður. Framkvæmdastjórar sjúkrastofnana gera núna tilkall til þess að þeir, og þeir einir, séu karlarnir í brúnni. Þeir séu, með vísan í heilbrigðislög, æðstu yfirmenn heilbrigðisstofnana og þar með yfirmenn yfirlækna og hjúkrunarforstjóra. Ljóst er að þessi skilningur framkvæmdastjóra sjúkrastofnana hefur á undanförnum mánuðum verið að lauma sér inn í skipurit heilbrigðisstofnana. Þessi misskilningur/rangtúlkun framkvæmdastjóranna hefur þegar leitt til ágreinings á heilbrigðisstofnunum milli fagaðila og þeirra. Hjúkrunarforstjórar starfandi á heilbrigðisstofnunum, sérstaklega úti á landi, hafa að undanförnu rakið fyrir undirritaðri dæmi þar sem framkvæmdastjórar hafa tekið sér sjálfsvald um fjárhagslegar ákvarðanir án samráðs við hjúkrunarforstjóra, ákvarðanir sem hafa áhrif á faglega og stjórnunarlega ábyrgð hjúkrunarfræðinga á hjúkrun. En hvað segja lög og lögskýringar um hverjir stjórna heilbrigðisstofnunum? í 29. grein heilbrigðislaga er kveðið á um stjórnun sjúkrahúsa, um ábyrgð lækna á lækningum, hjúkrunarfræðinga á hjúkrun, og um ábyrgð framkvæmdastjóra varðandi áætlanir, skýrslugerð og rekstrarákvarðanir. Þar segir einnig að yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri séu framkvæmdastjóra til ráðgjafar um slík mál hvor á sínu sviði. í bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá árinu 1991 til landlæknis er eftirfarandi túlkun ráðuneytisins um stjómun heilbrigðisstofnana: „Skv. þeirri grein (29. gr., innskot ÁM) þarf að vera yfirlæknir, hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri við hvert sjúkrahús og ráðuneytið li'tur svo á að þessir stjómaraðilar heyri hver fyrir sig beint undir stjóm stofnunarinnar með þau sérmál sem þeir hver fyrir sig sinna. Þessi aðilar eiga allir rétt til setu á fundum stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétti og það er túlkun ráðuneytisins að þeir séu allir jafnréttháir gagnvart stjórninni.“ Heilbrigðis- og tryggingamálaráherra hefur staðfest í svari sínu til Sigríðar Snæbjömsdóttur, formanns fagdeildar hjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa innan Félags íslenskra lijúkrunarfræðinga, dags. 1. ágúst 1995 að afstaða ráðuneytisins til stjórnunar sjúkrastofnana sé óbreytt frá framangreindu bréfi til landlæknis. Því hefur verið haldið fram að heilbrigðisstofnanir eigi að lúta sömu stjómskipulegu lögmálum og öll önnur fyrirtæki og að þar eigi einn aðili að bera ábyrgð, sá sem ber endanlega fjárhagslega ábyrgð. Starfsemi heilbrigðisstofnana snýst hins vegar ekki um fjárhagslegan gróða eða fjárhagslegt tap lieldur fyrst og fremst um að þjóna fólki. Þar eru teknar ákvarðanir sem varða li'f og heilsu manna. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisstofnana hafa fyrst og fremst skyldur gagnvart skjólstæðingum sínum, en þeir hafa einnig þær skyldur gagnvart þjóðfélaginu að þjónusta þeirra taki mið af ákveðnum fjárhagslegum ramma. Við þær aðstæður sem íslenskt þjóðfélag býr við í dag, þar sem fjármagn til heilbrigðismála er takmarkað, er enn mikilvægara en áður að fagleg og fjárhagsleg ábyrgð þessara heilbrigðisstétta fari saman til að tryggja ábyrgar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu. Því er túlkun heilbrigðisráðuneytisins á stjórnun heilbrigðisstofnana rökrétt, en til þess að taka af allan vafa um hvaða karlar og hvaða kerlingar em í brúnni, þurfa heilbrigðislög að kveða fastar að, svo misskilningur eins og sá sem að framan greinir verði ekki að vandamáli í heilbrigðisþjónustunni. Svo virðist sem einhver sjái ofsjónum yfir því að „kvennastéttin“ hjúkrunarfræðingar hafí samkvæmt lögum svo mikla ábyrgð og völd innan heilbrigðiskerfisins sem að framan greinir. Þegar tekið er mið af því að hjúkrunarfræðingar hafa sýnt að þeir eru lullfærir um að standa undir þessari ábyrgð og hafa ekki veigrað sér við að taka erfiðar faglegar og fjárhagslegar ákvarðanir, er ekki laust við að sú hugsun bærist með manni að eitthvað sé etv. til í hendingunni: „Karlar vilja ráða - en láta aðra vinna verkin.“ 4 TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.