Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 5
Nýr ritstjóri Ritstjórnarspjall Bryndís Kristjánsdóttir hefur verið ráðin til að leysa af Þorgerði Ragnarsdóttur, ntstjóra Tímarits hjúkrunarfrœðinga, í eitt ár. Þorgerður fer ( barnsburðarleyfi frá og með 1. mars 1996. Var Bryndís valin úr hópi 11 hœfra umsœkjenda. Bryndís lauk BA prófi í íslensku og ensku frá Háskóla íslands árið 1982. Hún hefur starfað lengi sem blaðamaður °g vann m.a. í fjögur ár hjá SAM útgáfunni þar sem hún var ritstjóri á Vikunni og skrifaði einnig fyrir Hús og híbýli og Samúel. Hún var siðar ritstjóri hjá Vöku-Helgafelli og sá um tímarit bókaklúbba útgáfunnar. Bryndís hefur um árabil verið í •'itnefnd og skrifað fyrir blað Kven- réttindafélags íslands, 19. júru' og hún var blaðamaður á Forum Avisen á Nordisk Forum. Bryndís hefur setið í stjórn Blaðamannafélags íslands í 6 ár °g er auk þess formaður umhverfismála- ráðs Reykjavíkurborgar. Undanfarin ár hefur aðalstarf hennar verið að gera handrit og texta fyrir fræðslu- og heim- ildarmyndir fyrir sjónvarp fyrir Valdimar Leifsson, kvikmyndagerð, en Valdimar er eiginmaður hennar. Meðal þeirra hand- rita sem hún hefur unnið eru handrit að niyndum fyrir Ríkisspítala um hjarta- deild, barnadeild, ónæmisfræði, geð- deild, Kópavogshæli og Landspítalann 60 ára. Hún hefur einnig unnið að handritum að leiknum fræðslumyndum sem tengjast slysavörnum bama. Þá má nefna handrit að mynd um starfsemi Al|)ingis, þátt um myndlist í þáttaröðinni List og lýðveldi í Sjónvarpinu og mynd u'n listakonuna Nínu Sæmundson. Bryndfs verður í 70% starfi hjá hélagi íslenskra hjúkmnarfræðinga frá °g nieð miðjum febrúar. Hún er hér með boðin hjartanlega velkomin til starfa. ÞR Forgangsröðun Forsetakosningar, vímuefnavandi, ofbeldi, úthafsveiðideilur og forgangsröðun. Öll þessi málefni hafa verið mikið til umrœðu í þjóðfélaginu að undanförnu á mannamótum og ífjölmiðlum. Svo vill til að Tímarit hjúkrunarfrœðinga snýst að þessu sinni á ýmsan hátt um eitt þessara málefna, forgangsröðun í heilbrigðiskeifmu. Er þar fyrst að telja að greint erfrá stofnun nefndar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, skipaði nýlega um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfrœðingar eiga sína fulltrúa í nefndinni sem vonandi geta unnið sjónarmiðum hjúkrunar nokkurt brautargengi þar innanstokks. I grein Sigríðar Snœbjörnsdóttur, hjúkrunarforstjóra, kemur fram að forgangsröðun er engin ný bóla. I hvert sinn sem jjárveitingar til heilbrigðismála eru ákveðnar er verið að forgangsraða. Ef eitt sjúkrahús fœr jjárveitingu til að auka umsvif sín þýðir það gjarnan að annað verður að draga saman seglin. Efféer lagt íframkvœmdir og tœkjakaup á einum stað í kerfmu situr annað á liakanum á meðan. Hvernig er staðið að ákvörðunum um slíkar jjárveitingar? Er það kannski liáð því hver hefur hœst hverju sinni? Grein Lovísu Baldursdóttur, dr. Helgu Jónsdóttur og dr. Arnórs Guðmundssonar jjallar um líðanfólks sem bíður eftir kransœðaskurðaðgerð. Fáir verða jafn áþreifanlega varir við forgangsröðun og sjúklingar sem þurfa að bíða lengi eftir að komast í aðgerð. Hvað kostar það kerfið að hafa fólk á biðlista? Hverjir komast að og eftir hvaða leiðum? Eru einhverjir sem ekki ná að bíða nógu lengi? I blaðinu er einnig viðtal við Ragnheiði Þór. Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing, sem undanfarin ár hefur unnið að öryggismálum á skíðasvæðum á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Ifyrra stóð liúnframmi fyrir því að fagþekking hennar var ekki metin til launa. Launastefna sem virðir fagmennsku að vettugi er enn ein tegund forgangsröðunar. Hver á að ákveða hvort tiltekið starf krefst fagþekkingar eða ekki? Er hœgt að ráða mann í starf vegna þess að hann býr yfir ákveðinni þekkingu, ákveða síðan að leikmaður hefði getað gegnt starfinu og því sé hœgt að spara með því að sniðganga kjarasamninga stéttarfélags fagmannsins og greiða honum lœgri laun? Nei, forgangsröðun er ekki ný bóla. Hún er gömul og ill nauðsyn. Spurningin er ekki hvort á að forgangsraða heldur hvernig? Á að halda áfam að gera það samkvæmt hentistefnu og duttlungum ráðamanna hverju sinni eða er skynsamlegra að forgangsraða samkvœmt settum reglum og markmiðum? Vonandi getur nefndin sem heilbrigðisráðherra hefur nú skipað fundið svör við því. Þorgerður Ragnarsdóttir TfMARlT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.