Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 11
þátttakendur teldu að læknar og hjúkrunarfræðingar gætu gert eitthvað sem bætt gæti líðan þeirra meðan þeir biðu eftir aðgerð. Innan við helmingur taldi svo vera (40,6%), annar eins hópur var óviss (42,2%) og 17,2% sögðu nei. Spurl var nánar um hvað það væri sem læknar og hjúkrunarfræðingar gætu gert til að bæta líðan þeirra. Tafla 3 sýnir þau atriði sem þátttakendur töldu mikilvægust. Tafla 3 . Stuðningur sem lækuar og Iijúkruuarfræðingar gætu veitt (n=63) Atriði % Skriflegt efni 34,9 Leiðbeiningar til að minnka streitu 23,8 Símatími læknis 20,3 Leiðbeiningar um þjálfun og hreyfingu 19,0 Að fá upphringingu til að ræða líðan 15,9 Símatími hjúkrunarfræðings 11,1 Umfjöllun Niðurstöðurnar sýna að fólk, sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð, upplifir andlega og líkamlega vanlíðan auk þess sem félagsleg staða þess er erfið. Flestallir þátttakendur álíta að veikindi þeirra hafi áhrif á vinnu og daglegt líf og segjast vera ósáttir við heilsu sína. Rúmlega þriðjungur metur heilsu sína fremur slæma eða mjög slæma undanfarinn mánuð. Tæpur helmingur getur um brjóstverk eða óþægindi frá hjarta, af og til (39,7%) eða stöðugt allan sólarhringinn (5,2%). Líkamleg geta og úthald til athafna daglegs lífs er verulega skert sem sjá má af því að 22,9% telja sig eiga mjög erfitt með að sinna heimilisstörfum eða geta það ekki, 39,6% telja sig eiga mjög erfitt með að sinna áhugamálum eða geta það ekki og 62,7% segjast eiga mjög erfitt með hlaup og að lyfta þungum hlutum eða að þeir geti það ekki. Þátttakendur eru verr haldnir af kvíða (60,9%) og streitu (86,6%) en fram kemur í erlendum rannsóknum. Þess ber þó að gæta, eins og fram hefur komið, að ekki voru notuð sarns konar mælitæki. Ein af ástæðum kvíðans er tilhugsun um það að fá hjartaáfall áður en viðkomandi kemst í aðgerð. Þátttakendur nefndu enn fremur að það ylli kvíða og streitu að vita ekki um aðgerðartíma. Þátttakendur höfðu beðið að meðaltali 5-6 mánuði þegar rannsóknin var gerð. Er það svipaður biðtfmi og fram kemur í þeim erlendu rannsóknum þar sem biðtími er lengstur. Af þátttakendum eru 12,7% sem vita ekki hvort þeir eru á biðlista eða í hversu langan tíma þeir hafa beðið. Líklega mætti draga úr kvíða og streitu ef sjúklingum væri strax greint frá hvenær þeir yrðu kallaðir inn og staðfest við þá að þeir væru skráðir á biðlista. Aðgerð varfrestað hjá 18,6% sjúklinga og í flestum tilvikum var frestunin vegna aðstæðna á spítalanum. I breskri rannsókn (Davenport, 1991) varaðgerð frestað hjá 10% sjúklinga (N=702) og hafði frestunin veruleg áhrif á 61% þeirra. Þau andlegu áhrif sem sjúklingar fundu fyrir þegar þeir komast ekki í aðgerð á fyrirhuguðum tíma eru m.a. reiði og vonbrigði (Bresser, Sexton og Foell, 1993). Þekkt er að reiði og streita geta vahlið skertu blóðílæði um hjartavöðva og á þann hátt framkallað breytingar á hjartarafriti og brjóstverk (Verrier, Hagestad og Lown, 1987; Bairey, Krantz og Rozanski, 1990; Rocco, 1990; Stone, 1990; Toíler o.fl., 1990), því geta áhrif mikils andlegs álags fyrir hjartasjúklinga verið alvarleg. í ljósi þessa eru andlegur stuðningur og streitumeðferð mikilvægir þættir í þjónustu við hjartasjúklinga, ásamt þvf að draga úr streituvaldandi atburðum og aðstæðum. Auk andlegs álags leiðir langur biðtími og frestun aðgerða til aukins kostnaðar sem og aukinnar áhættu, þar sem veikindaleyfi sjúklings lengist, hætta á ótímabærum dauða eykst og reynst getur nauðsynlegt að endurtaka klínískar rannsóknir og mælingar (Marber, MacRae og Joy, 1991; Suttorp o.fl., 1992). Því hefur verið haldið fram að lengd veikindaleyfis hjá sjúklingum, sem fá ígrætt hjarta, hafi forspárgildi fyrir atvinnuþátttöku þeirra eftir aðgerð (Bohachick o.fl., 1992). Einnig hefur verið sýnt fram á að þeir sjúklingar, sem bíða styttra eftir kransæðaaðgerð, fara fyrr að vinna eftir aðgerð en þeir sent þurfa að bíða aðgerðar lengur (Lundbom o.fl., 1992). í þessari rannsókn reyndust áhrif biðtíma og sjúkdómsástands á atvinnuþátttöku umtalsverð. Með tilliti til atvinnuþátttöku eftir aðgerð er það áhyggjuefni að 40,8% þátttakenda hafa beðið lengur en 5 mánuði og 39,4% eru óvinnufær. Niðurstöður leiða í ljós að 21,7% einstaklinganna telja sig þunglynda og 60,9% telja sig kvíðna. Yngri einstaklingar eru marktækt verr haldnir af kvfða, þunglyndi, viðkvæmni, óþolin- mæði og pirringi en þeir sem eldri eru. Enn fremur benda niðurstöður þessarar könnunar til þess að andleg og líkamleg líðan svarenda versni eftir því sem biðtími lengist og er það í samræmi við erlendar niðurstöður. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir einstaklingar, sem haldnir eru þunglyndi og kvíða í talsverðum eða miklum mæli fyrir aðgerð, eiga enn fremur á hættu að lenda í tilfinningalegum erfiðleikum í allt að 2 ár eftir aðgerð (Strauss o.fl., 1992). Niðurstöður þessarar könnunar benda þvf til þess að hluti sjúklinga, sem bíða hjartaaðgerðar, eigi sérstaklega á hættu að lenda í andlegum erfiðleikum eftir aðgerð. Til þess að finna þá einstaklinga, sem eru í áhættuhópi, er mikilvægt að meta andlega líðan hjartasjúklinga sem bíða aðgerðar, s.s. með tilliti til streitu, kvíða og þunglynds, félagslegs stuðnings og fyrri aðlögunarleiða. Með því að veita einstaklingum í áhættuhópi sérstakan stuðning og fræðslu fyrir og eftir aðgerð aukast líkur á betri árangri aðgerðar þegar til lengri tfma er litið, sjúklingi og þjóðfélagi til hagsbóta. Þegar kynjamunur er skoðaður kentur f ljós að karlar eru marktækt verr haldnir af streitu á biðtíma en konur og er það f samræmi við erlendar niðurstöður (Hawthome, 1994). Karlar áttu enn fremur erfiðara með að sinna áhugamálum og að taka þátt í félagsstarfi. Þess ber þó að gæta að konur eru einungis um fjórðungur svarenda (26,5%). í öðrum rannsóknum á áhrifum hiðar á hjartaskurðsjúklinga er hlutfall kvenna frá 5% -22% og því yfirleitt ekki gerður greinarmunur á kynjum í úrvinnslu gagna. í rannsókn Hawthornes kont fram að andleg viðbrögð karla og kvenna við því að fara í hjartaðagerð em ólík. Konur virtust ganga í gegnum hjartaaðgerð í minni kreppu og litu á sjúkdóminn sem eðlilegan fylgikvilla aldurs. Karlarnir fundu fyrir nteira tilfinningalegu ójafnvægi og fannst hjartaaðgerð ógnun við líf þeirra og sjálfsntynd og þannig stærstu kreppu í lffinu. Þeir em minntir á dauðleika sinn og fara að endurmeta lífshlaup sitt (Hawthorne, 1994). Ef rétt reynist að hjartaaðgerð valdi körlum meira andlegu álagi en konum og sé þeim einnig meiri hvati til að endurmeta líf sitt, ntá ætla að þeir þurfi meiri stuðning en séu jafnframt móttækilegri en konur fyrir því að gera breytingar á lífsmynstri sínu. Þessi tilgáta, sem hér er sett fram, hefur ekki verið prófuð svo vitað sé. Niðurstöður henda til að þátttakendur vanti upplýsingar um mikilvæg alriði er varða daglegt líf og það að lifa við langvinnan TfMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.