Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Side 17
®ry99is9æsla a skíðum Launastefna borgarinnar er víst svona Viðtal við Ragnheiði Þór. Guðmundsdóttur Ragnheiður Þór. Guðmundsdótlir er hvorki há í loftinu ne' mikil á þverveginn en það er töggur í henni. Hún er smávaxin og fínleg, hjúkrunarfrœðingur, góð skíðakona og sérþjálfuð í skyndihjálp á skíðasvœðum. Hún er brautryðjandi í markvissu starfi að ötyggisgœslu á skíðum hér á landi og áhugi hennar er óbilandi þó að stundum hafi á móti blásið þann tíma sem hún hefur haft sig íframmi á því sviði. Það er athyglisvert að heyra hana segja frá reynslu sinni undanfarin ár. Að afloknu sjúkraliðaprófi og síðan stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti langaði Ragnheiði Þór. Guðmundsdóttur að vinna einhvers staðar þar sem hún kæmist daglega á skfði. Hún kannaði nokkra möguleika og endaði á skíðahóteli í Geilo í Noregi. Strax fyrsta veturinn vakti !,skipatruljen“ áhuga hennar en það var sveit sérþjálfaðs fólks sem var að vinna við slysavörslu og öryggisgæslu í skíðabrekkunum. Næsta vetur sóttist hún eftir vinnu í slíkri sveit og fékk starfið eftir að hafa lokið ströngu námskeiði í skyndihjálp. Hún starfaði síðan með „skipatruljen“ í Geilo í þrjá vetur og líkaði vel. Miklar kröfur voru gerðar til þjálfunar og þekkingar liðsmanna og þurftu þeir m.a. að sækja námsstefnur og ráðstefnur árlega til að halda þekkingu sinni við. Liðsmenn í „skipatruljen“ voru klæddir áberandi búningi og sveimuðu á skíðum um brekkur svæðisins allan daginn. Fjórir voru á vakt í senn og þurftu þeir að dreifa sér um brekkurnar eftir ákveðnu kerfi. Tilgangur starfseminnar var í fyrsta lagi að sinna öryggisgæslu í forvarnarskyni, í öðru lagi að veita fyrstu hjálp ef með þurfti og í þriðja lagi að veita gestum svæðisins öryggistilfinningu. Oryggisgæslunni var sinnt með ýmsu móti, s.s. að gæta þess að skíðamenn fylgdu settum reglum á svæðinu. Sumum þurfti t.d. að kenna umgengni við lyftur og mikilvægi þess að drífa sig frá lyftunni uppi á toppi til að minnka líkur á árekstrum. Bmn var bannað á svæðinu og góma þurfti þá sem ekki sinntu þeirri reglu. „Þá leyndist maður á milli trjánna og sat fyrir glönnunum,“ segir Ragnheiður. „Það var klippt á árskort þeirra sem vom staðnir að verki og þeim gert ljóst að við endurtekið brot yrði kortið tekið af þeim. Arskortið var fólki of dýrmætt til að það léti góma sig tvisvar.“ »Skipatmljen“ gætti þess einnig að öll vamðarskilti, svampar á staurum og aðrar öryggisvarnir væm í lagi og lagfærði ef með þurfti. Ragnheiður segir að algengustu slys, sem fólk verður fyrir á skíðum, séu beinbrot, liðhlaup, höfuðáverkar, liðbandaslit, liðbandatognanir í hné og ýmis meiðsl á þumli. Hún segist sem betur fer aldrei hafa lent í dauðaslysi þar sem hún liefur verið. Líkamlegt ástand skiptir máli og Ragnheiður segir að lélegt úthald og linir vöðvar auki hættu á slysum og áverkum. „Þeir sem ætla sér að stunda skíði ættu að byrja að æfa allan líkamann á haustin. Það er einnig mikilvægt að hita upp áður en lagt er af stað niður brekkur. Hér á landi er of algengt að fólk leggi beint í brekkuna, alveg pinnstíft af kulda, eftir að hafa verið í lyftunni. Betra er að gera léttar æfingar t.d. að ganga á staðnum, til að hita upp áður en rennt er af stað,“ segir hún. Eftir fjöguna ára dvöl í Noregi fór Ragnheiður heim til íslands til að læra hjúkmn við námsbraut í hjúkmnarfræði í Háskóla íslands. Vinnan í „skipatruljen“ hafði vakið áhuga hennar á að læra meira um mannslíkamann og heilbrigði en skyndihjálpina eina. „Reyndar hafði hjúkmn verið ofarlega í huga mér alveg frá því ég var krakki. í Noregi varð ég hins vegar fyrst viss um að ég vildi læra hjúkrun," segir hún. Að loknu námi árið 1990 fékk hún vinnu á bráðamóttökunni á Landspítalanum sem þá hafði nýlega verið opnuð. „Ég hef eiginlega verið þar síðan. Ég er ánægð þar, starfsandinn er góður og starfið spennandi,“ segir Ragnheiður. En þó vinnan á bráðamóttökunni sé góð hefur liún ekki læknað skíðabakt- eríuna sem konan gengur með. Unnum markvisst að því að fækka slysum „Mig dreymdi um að fá að starfa við skíðasvæðin liéma að námi loknu og lét vita af mér hjá íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR),“ segir Ragnheiður og heldur áfram: „Ég sagði að ég teldi mig færa um og langa til að koma á markvissri öryggisgæslu, á borð við þá sem ég kynntist í Noregi, á skíðasvæðunum umhverfis Reykjavík. Ég var beðin um að skila skýrslu um hugmyndir mínar og gerði það en fékk hins vegar ekkert svar. Þá las ég í blöðunum að borgin væri að taka upp ýmislegt úr skýrslunni minni og gerði því aftur vart við mig hjá ÍTR. Þá var Markús Örn Antonsson borgarstjóri og það vildi svo vel til að hann var búinn að leyfa mannaráðningar í svona verkefni. Ég var lausráðin sem hjúkrunarfræðingur til að skipuleggja öryggis- gæslu í Bláfjöllum og í Skálafelli yrir skíðatímann, frá 1. janúar til 30. apríl. Ég skipulagði öryggisgæsluna og keypti og endur- nýjaði nauðsynlegan skyndilijálparbúnað haustið 1992 og hóf svo störf á skíðasvæðunum í janúar 1993 með aðsetur í Bláfjöllum." TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.