Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Page 18
Ragnheiður, 3.fv., ásaml samslarfsmnnnum slnum ( BláJjöllum „Aðstaðan, sem ég fékk, var ágæt,“ segir Ragnheiður. „Til liðs við mig fékk ég átta sjálfboðaliða í Bláfjöllum, þar af tvo hjúkrunarfræðinga og sex björgunarsveitarmenn, sem skiptu með sér helgum á fjögurra manna vöktum. I miðri viku vorum við tvö, ég og aðstoðarmaður sem ég kallaði sleðamanninn. í Skálafelli voru sex bjiirgunarsveitarmenn sem skiptu með sér helgum, þrír og þrfr í senn og einn aðstoðarmaður á launum sem var ábyrgur fyrir daglegu starfi þar samkvæmt mínu skipulagi. Ég var mest í Bláfjöllum en fór aðra hverja helgi í Skálafell. Mottó okkar var að sýna vinsemd og alúð og við vorum alltaf reiðubúin til aðstoðar. Stundum lijálpuðum við fólki niður brekkur þegar það var lent í sjálfheldu eða brast kjark til að fara niður sjálft. Við vorum eins og við gátum á skfðum innan um fólkið. Við unnum markvisst að því að fækka slysum, sinntum fyrstu hjálp og ákváðum viðeigandi flutning ef slys bar að höndum.“ Ragnheiður fékk því framgengt að ýmsum varúðarskillum var komið fyrir til merkingar, kom með hugmyndir um að láta útbúa kort af skíðasvæðunum sem síðan voru hengd upp á áberandi stöðum. Á kortin eru skíðaleiðir og brekkur merktar með litum eftir því hve erfiðar þær eru. Hún þýddi alþjóða- skíðareglurnar (SKIVET), sem voru settar á stór veggspjöld og dreift um svæðin. Hún hvatti til notkunar skíðahjálma á börn og kom þvf til leiðar að í aprfl 1995 festi ÍTB kaup á skíða- hjálmum sem börn geta nú fengið lánaða endurgjaldslaust á skíðasvæðunum. í byrjun hvers dags sem var opið, fóru Ragnheiður og aðstoðarmaðurinn yfir svæðið og gættu þess að öll öryggisatriði væru í lagi. Hún segir daglegt eftirlit nauðsynlegt vegna þess að aðstæður séu svo háðar örum veðurbreytingum. Að hennar mali þarf stanslausa vakt 3-4 manna til að annast öryggisgæslu í Bláfjöllum þegar margt er. Reynt að gera lítið úr störfum mínum Að flestu leyti gekk starfið vel og Ragnheiður segir að hjá ITR hafi hún notið skilnings og stuðnings við það sem hún var að gera. Þó bar þann skugga á að samstarf við fólkvangsvörðinn í Bláfjöllum, Þorstein Hjaltason, var ekki eins og best varð á kosið. Erfiðleikarnir byrjuðu strax fyrsta daginn sem Ragnheiður mætti til vinnu. „Hann kom inn í sjúkraherbergið þar sem ég var að raða í hillur og undirbúa starfið. Hann tók í hendina á mér og sagðist telja mig góða ef ég ætlaði að fyrirbyggja öll beinbrot á skíðasvæðum Reykvíkinga. Ég svaraði því til að líklega hefði hann eitthvað misskilið ætlunarverk mitt því að ég ætlaði einungis að gera mitt besta til að fækka slysum. Því miður náðum við aldrei að vinna saman í bróðemi. Hann hæddist að því sem ég var að gera og reyndi að gera lítið úr störfum mínum og sjálfboðaliðanna, jafnvel á slysstað fyrir framan fjölda fólks. Viðbrögð hans voru öll á þá leið að reyna að losna við okkur af svæðinu. Ég skil ekki enn hvers vegna. Vill hann ekki veg og vanda staðarins, sem hann gætir, sem mestan og bestan? Allar breytingar til batnaðar hljóta að auka hróður staðarins.“ Ragnheiður segist hafa verið í Bláfjöllum þá daga sem var opið og hún bjó ekki á skíðasvæðunum eins og aðrir starfsmenn enda ekki ástæða til. Þá daga, sem var lokað, vann hún f bænum og sinnti ýmsum verkefnum sem tengdust starfinu. Hún segir að afstaða Þorsteins hafi ráðið nokkru um að í byrjun misskildu starfsmennirnir hvað hún var að reyna að gera. ,y4ítli þeim hafi ekki fundist vera lýst vantrausti á sig þegar ég var ráðin. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að kasta rýrð á það sem vel var gert áður en ég kom. Hins vegar er aldrei nógu mikið öryggi viðhaft á stöðum eins og skíðalöndum. Mér finnst að við eigum að bera okkur saman við það sem best er gert í nágrannalöndunum þar sem þykir sjálfsagt að hafa sérþjálfað fólk við öryggisgæslu á svona stöðum. Þegar starfsmennirnir kynntust mér breyttist líka viðmót margra þeirra til mín til batnaðar,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Skráði öll slys „Þó að ég byggi ekki í Bláfjöllum og væri ekki í vinnu nema þá daga sem var opið reyndist þetla meira en full vinna. I mars og apríl var stundum opið alla sjö daga vikunnar og ég varð alltaf að vera í viðbragðsstöðu þá daga sem var lokað. Þá hringdi ég á símsvarann til að heyra hvenær yrði opnað, stundum oft á dag, þvf fólkvangsvörður Bláfjalla lét mig aldrei vita. Stundum var opið alla daga vikunnar nema um helgar. Þá hélt fólk að alltaf væri lokað og ég var spurð hvort ég væri nokkurn tímann í vinnunni,“ segir Ragnheiður, verður svo hugsandi á svip og bætir við: „Fullorðið fólk fer mest á skíði um helgar og mér finnst hálfleiðinlegt hvað fáir fara á skíði í miðri viku. Það er Hrund Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Hjúkrunarstofunni Karítas, starfaði um hríð sem sjálfboðaliði við öryggisgæslu í Bláfjöllum með Ragnheiði. Hún segist hafa átt gott samstarf við Ragnheiði. „Reynsla hennar frá Noregi kom sér vel. Hún vissi nákvæmlega hvað hún var að gera og sýndi öryggi og ábyrgð i starfi. Það væri mjög mikil afturför ef hennar starfi yrði hætt. Ég er ekki viss um að það þurfi stanslausa vakt fagmanneskju í brekkunum en hins vegar hlýtur að koma sér vel að hafa þar manneskju sem getur veitt alla nauðsynlega fyrstu hjálp. Mér finnst að starfið þurfi að minnsta kosti að vera undir stjórn hjúkrunarfræðings eða læknis," segir Hrund. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA I. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.