Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Síða 19
Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavíkur, segist aðeins hafa hafft óbein afskipti af starffi Ragnheiðar á skíðasvæðunum en að ^ starfsfólk slysa- og sjúkravaktarinnar hafi reynt að styðja hana eftir bestu getu. Hann segir: „Án þess að ég sé að leggja dóm ó hvernig starfsemin í Blófjöllum var fyrir, þó kom Ragnheiður með faglegt innlegg sem ekki var fyrir hendi óður. Þarna var manneskja sem lét vita ef við óttum von ó slösuðu fólki fró henni og gat gert grein fyrir hvers eðlis meiðslin voru. Hún er góður fagmaður sem er vei til þess fallin að vinna svona vinnu. Mér finnst hins vegar erfitt að meta V þörfina fyrir að hafa fagaðila þarna upp fró ón þess að hafa einhverja tölfræði að styðjast við. Samskipti okkar voru óbein og það var aldrei leitað til mín formlega um að vera læknisfræðilegur bakhjarl. Ég ligg ekki á þeirri skoðun minni að það hefði verið sterkara ffyrir hana að hafa lækni á bak við sig." oft dásamlegt að vera þarna upp frá á kvöldin. Stundum er þoka og ekki hægt að sjá út úr augunum á daginn en léttir svo til á kvöldin. Þá er kannski stjörnubjart og hægt að sjá öll ljósin í Reykjavík. “ Ragnheiður segir að vinnan í Bláfjöllum hafi verið spennandi og skemmtileg þrátt fyrir samstarfsörðugleikana. ^ Það sýndi sig líka að það kom sér vel að hafa hjúkrunarfræðing á staðnum. „Ég skráði öll slys, skoðaði fólk, mat ástand þess, gaf lyf, súrefni og jafnvel vökva í æð, niældi blóðþrýsting og fylgdist með meðvitundarástandi ef með þurfti. Ég var komin í nokkuð gott samband við slysadeild Borgarspítalans og befði viljað auka og treysta þá samvinnu. Það má segja að best væri að hafa lækni í þessu hlutverki eins og er sums staðar. Næstbesti kosturinn er hins vegar að hafa sérþjálfaðan hjúkrunarfræðing eða sambærilegan fagmann og þriðji besti kosturinn að hafa leikmann sem hefur verið þjálfaður í skyndihjálp," segir hún. Ragnheiður sótti um og fékk styrk lil að fara í námsferð til Geilo og Hemsedal í Noregi í desember 1994. í ferðinni fylgdist hún með starfi öryggisvarða á báðum stöðum og sótti ráðstefnu og námskeið. Töluverður munur reyndist vera á skipulagi öryggisgæslu á svæðunum tveimur. í Hemsedal er starfandi læknir með vel þjálfaða aðstoðarmenn. I Geilo starfa m.a. hjúkrunarfræðingar í „skipatruljen“. Hún segir að ferðin hafi verið lærdómsrík. Hún hafi skilað skýrslu um það sem hún lærði og dreif í að skrifa fræðslugreinar í blöðin um öryggi á skíðasvæðum. K Ekki vel séð að tala við stéttarfélagið Þremur dögum fyrir ferðalagið fékk Ragnheiður upphringingu frá starfsmannastjóra ITR. Henni var sagt að borgin myndi ekki framar greiða hjúkrunarfræðingi laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir öiyggisgæslu í Bláfjöllum. Ef hún vildi gæti hún starfað áfram á launum almennra starfsmanna í Bláfjöllum. Henni var seinna tjáð að það væri ekki vel séð ef hún leitaði til stéttarfélags síns eftir aðstoð. Ragnheiður varð að vonum ekki kál því grunnlaun hennar lækkuðu við þetta um 15 - 20.000 kr. á mánuði. Hún vildi samt ekki trúa því að þetta yrði látið ganga eftir og pantaði viðtal við borgarstjóra. „Ég fór á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttui' sem þá var orðin borgarstjóri," segir hún. „Hún tók mér vel og sagðist skyldi athuga málið. Síðan gerðist ekkert. Launastefna borgarinnar er víst svona. Ég lét mig hafa það að byrja að vinna á lægri launum og ákvað að vera veturinn fyrst ég var búin að gera ýmsar ráðstafanir, s.s. að fá leyfi frá Landspítalanum og byrjuð að undirbúa skíðavertfðina. Ekki batnaði samstarfið við fólkvangsvörð. Það sauð endanlega upp úr á fundi hjá ÍTR þar sem hann hélt því fram að ég hefði ekkert gert af viti og hann gæti ekki betur séð en að slysum hefði fjölgað eftir að ég fór að skipta mér af á skíðasvæðunum. Nú átti að nota það gegn mér að ég hafði skráð öll slys og áverka samviskusamlega. Aður hafði ekki mikið verið lagt upp úr skráningu. Þá bætti hann við að það væri peningaeyðsla og algjör óþarfi að hafa mig þarna upp frá. Ég sagðist þar með ekki geta tekið þessu fjandsamlega viðmóti hans lengur og væri hætt. Þar með var fundi slitið í snarhasti og málið látið niður falla í bili.“ Seinna var Ragnheiður boðuð á fund þar sem hún var beðin um að halda áfram. Það var höfðað til allra áforma hennar sem höfðu komið fram í skýrslunni sem hún skilaði eftir Ómar Einarsson, framkvæmdasljóri, ÍTR var inntur eftir reynslu sinni af samstarfi við Ragnheiði og hvernig öryggisgæslu yrði hagað á skíðasvæðum borgarinnar i vetur. Ómar segir að enn sé ekki ókveðið hvað verði gert i öryggisgæslu á skíðasvæðum borgarinnar i vetur. Hann segir reynslu sína af starfi Ragnheiðar ó skíðasvæðum borgarinnar í alla staði góða. Það starf hafi orðið til að hennar frumkvæði og óhuga og að hugmyndir hennar um forvarnir, fræðslu og upplýsingar hafi verið góðar. „Það liggur Ijóst ffyrir fró okkar hólfu, hjó ÍTR, að það þarf að hafa fagmanneskju þarna. Um það eru hins vegar ekki allir á eitt sóttir og ekki Ijóst hvernig þetta verður leyst af hendi i vetur. Sem stendur er verið að meta í borgarkerfinu hvernig starfskrafta þurfi til að sinna þessu starfi." TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.