Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 22
hjúkrunarstarfinu. Engin skipulögð kennsla var á deildum.
Símenntun, starfsmannafræðsla og sjúklingafræðsla voru
óþekkt hugtök. Að afla sér viðbótarþekkingar var algjörlega
undir hverjum og einum komið. Sjúkdómshugtakið var alls-
ráðandi í menntun hjúkrunarfræðinga og lækna allt fram undir
1970. Það bjarmaði þó enn af nýjum degi, áherslur voru að
breytast. I stað þess að meðhöndla sjúkdóma var byrjað að
fyrirbyggja þá. Almenningur fór að taka meiri ábyrgð á eigin
heilsu og vildi fá svör við spurningum og ráðleggingar. Fræðsla
og kennsla í hjúkrunarstarfi blómstruðu. I markmiði WHO frá
1977, „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, fólsl eiustakt tækifæri
og hvatning fyrir hjúkrunarfræðinga. SSN tók heilsugæslu og
hlutverk heilsugæsluhjúkrunarfræðinga til eflingar og viðhalds
heilsu fyrir á ráðstefnu árið 1982.
Árið 1984 var yfirskrift fulltrúafundar SSN „Heilsa fyrir
alla“ og þar var lögð rík áhersla á mikilvægi heilsugæslu,
almenningsfræðslu, hvatningu til einstaklinga um að taka
ábyrgð á eigin heilsu, menntun, hjúkrunarrannsóknir og
skynsamlega nýtingu íjármagns í heilbrigðisþjónustunni.
Umönnun - Hjúkrunarfrœðingar hafa áhrif
Rannsóknir í hjúkrunarstarfinu fóru fyrst að efiast up|) úr 1950
þó að mikilvægi þeirra hafi verið haldið frani strax árið 1922.
SSN hefur valið ýmsar leiðir til að stuðla að lijúkmnarrann-
sóknum. Námskeið hafa verið haldin, siðareglur fyrir rann-
sóknir í hjúkrun á Norðurlöndum gefnar út og unnið hefur verið
með öðrum samtökum. Rannsóknartímaritið Várd i Norden
hefur verið gefið út síðan 1980. Gæðatryggingarnámskeið var
haldið á vegum SSN árið 1987 og í framhaldi af því var ákveðið
að koma á samstarfi um virka gæðatryggingu á Norðurlöndum.
Sigþrúður sagðist liafa leitast við að rýna í sögu SSN með
hjúkrun að leiðarljósi. Máli sínu lauk hún með sögu sem kom
inn á alla þætti hjúkrunar; starfs, hugar hjarta og handar.
Helga Jónsdóttir
Framlíðarsýii
Helga byrjaði á að spyrja hvort hjúkrun hefði batnað (takt við
aukna menntun hjúkrunarfrœðinga og bœttar starfsaðstæður.
Svarið var að þó jleslir séu vœntanlega þeirrar skoðunar að
hjúkrunarmenntun og starf skuli vera samofm, hjúkrunar-
fœðingar eigi að vera fœrir um að útfœra skólalœrdóminn í
verki og að hjúkrunarmenntunin þurfi að koma til móts við
mismunandi þarfir þjóðfélagsins fyrir hjúkrun sé því ekki
endilega þannig farið. Bœtt menntun og bœtt vinnuumliverfi
tryggja ekki gæði hjúkrunar. Með það í huga leitaði Helga
svara við þremur spurningum:
A. Kemur hjúkrunarstarfið og hjúkrunarmenntunin til móts
við fjölbreytilegar og flóknar þarfir fólks fyrir heilbrigðis-
þjónustu f nútímaþjóðfélagi?
B. Hæfir þekkingin hjúkrunarstarfinu?
C. Geta hjúkrunarfræðingar nýtt þekkingu sína og hæfni í
starfi?
Kemur hjúkrunarstarfið og hjúkrunarmenntunin til
móts við fjölbreytilegar og flóknar þarfir fólks fyrir
heilbrigðisþjónustu í nútímaþjóðfélagi?
Mikilvægt er að hjúkrunarmenntun undirbúi nemendur til
starfa í heilbrigðiskerfi sem tekur sífelldum breytingum.
Markmiðið er að hjúkrunarfræðingar líti svo á að þeir þurfi og
vilji sífellt bæta þekkingu sína og venjist ])ví að nýta sér hana f
starfi. Því miður er of algengt að starfið byggist á gömlum vana.
Skoðun margra er að starfandi hjúknjnarfræðingar notfæri
sér niðurstöður rannsókna í minna mæli en vonir stóðu til.
Hugsanlegar ástæður geta verið ólullnægjandi kynning
rannsókna, að hjúkrunarfræðingar skilji ekki niðurstöðumar,
liafi ekki trú á þeim, fái ekki leyfi til að notfæra sér þær eða
finnist j)ær ekki skipta máli fyrir hjúkrun. Þá hefur verið bent á
að lítið sé um vandaðar rannsóknir sem bæði liæfa og séu
aðgengilegar starfandi hjúkmnarfræðingum.
Spurningunni verður aðeins að hluta til svarað með því að
hjúkrunarfræðingar séu ekki duglegir við að nýta sér þekkingu
í starfi. Hins vegar er ljóst að það mun verða sífellt erfiðara
fyrir hjúkmnarfræðinga að mæta vaxandi þörfum skjólstæðinga
sinna samfara stöðugum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.
Hæfir þekkingin hjúkrunarstarfinu?
Stutt er síðan hjúkrunarfræðingar tileinkuðu sér markvissa
skráningu í hjúkrunarstarfinu og saga hjúkrunarmenntunar í
háskóla er stutt. Hjúkrun, eins og flestar aðrar vísindagreinar á
Vestulöndum, byggist á heimspekilegum sjónarmiðum
náttúruvísinda. Hjúkrunarfræðingar hafa f seinni tíð gert sér
grein fyrir að meðferð sjúkra verður ekki skoðuð í því ljósi á
lullnægjandi liátt. Mikilvægt er þvf að finna aðferðir til
þekkingarleitar sem eiga við hugmyndafræði hjúkrunar.
Manfivísindi, með mannleg viðbrögð, reynslu og skilning í
öndvegi, henta hjúkrunarstarfinu vel. Það er heldur róttækt að
kasta hefðbundnum hugmyndum náttúmvísinda alveg fyrir
róða en það er mikilvægt að þekkja takmörk þeirra. Sérstaklega
er mikilvægt að viðurkenna og efia þá þekkingu sem lijúkr-
unarfræðingar útfæra í starfi við sjúkrabeð. Þar eiga hugmynd-
irnar að rannsóknum að fæðast. Þannig em mestar líkur á að
þær komi að notum og því þarf að eíla tengsl starfs og háskóla.
Allir starfandi hjúkrunarfræðingar þurfa að vera færir um
að notfæra sér viðeigandi upplýsingar í starfi og vera þátt-
takendur í stöðugri þekkingarleit. Það þýðir ekki að allir
hjúkrunarfræðingar verði að liafa fullt vald á aðferðafræði
rannsókna. Hins vegar ættu allir hjúkrunarfræðingar að hafa
tækifæri til að vera þátttakendur í rannsóknarverkefnum sem
hjúkrunarfræðingar með æðri menntun stýra og allir ættu þeir
að vera virkir í stöðugum umræðum um framfarir á eigin
starfsvettvangi.
Geta hjúkrunarfræðingar nýtt þekkingu sína og
hæfni í starfi?
Hjúkmnarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu
og vinna starf sitt af þekkingu, ábyrgð og köllun. Margir þeirra
eru stoltir af starfi sínu og hafa sterka stéttarvitund. Sumir telja
hins vegar að hjúkmnarfræðingar ástundi ekki nægilega
fræðimennsku.
Hjúkmn lýtur að miklu leyti stjóm og takmörkunum
annarra en hjúkrunarfræðinga. Áður fyrr var þessu á annan veg
TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. ibl. 72. árg. 1996